Þarf einnig annars konar læsi á 21. öld? Hrefna Sigurjónsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun