Fríverslun og samkeppnisumhverfi Auður Jóhannesdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun