Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar 16. janúar 2025 08:03 Sektarkennd og samviskubit eru mjög algengar tilfinningar í sorg bæði hjá fullorðnum og börnum. Þetta eru krefjandi tilfinningar sem oft getur verið erfitt að ræða því að þeim fylgir jafnvel skömm. Inn í sektarkenndina getur blandast það að ung börn, fyrir 8/9 ára aldur búa yfir svokallaðri töfrahugsun æskunnar. Þau hugsa allt á mjög sjálfhverfan hátt eins og börn eiga auðvitað að gera á þessum aldri en ofmeta þar af leiðandi áhrif sín á umhverfið. Fyrir ungu barni getur það verið algjörlega rökrétt að slys hafi orðið vegna þess að þau hugsuðu eða gerðu eitthvað áður. Ég skal koma með dæmi; barn verður ofboðslega reitt við foreldri sitt vegna þess að það fær ekki að gera eitthvað sem það langar og öskrar ljót orð eða hugsar með sjálfu sér að það þoli ekki foreldri sitt. Einhverjum dögum síðar greinist svo foreldri með sjúkdóm eða verður bráðkvatt og þá getur barnið sett þetta tvennt í orsakasamhengi. Auðvitað er það fáránlegt í huga fullorðins fólks en getur valdið ungu barni ofboðslegum sársauka. Börn geta líka verið full af samviskubiti yfir því að hafa ekki nýtt tímann fram að andláti ástvinar nægilega vel, bæði ung börn og unglingar. Börn og unglingar eru auðvitað uppteknir af því að hitta vini sína og gera það sem börnum finnst skemmtilegt og geta svo hugsað til baka og fundist þau hafa brugðist manneskjunni sem þau misstu fyrir að hafa tekið samveru með öðrum fram yfir þau. Ef að andlátið bar að skyndilega hugsar ungur syrgjandi að ef að hann hefði vitað að tíminn væri svona naumur hefði hann tekið aðrar ákvarðanir. Samviskubit yfir leiðinlegum samskiptum í fortíðinni getur líka gert vart við sig. Kannski hefur barni þótt ofboðslega leiðinlegt eða hreinlega andlega erfitt að fara inn á sjúkrastofnun að hitta ástvin sem var þar veikur og fær svo eftirsjá yfir að hafa stundum komið sér undan því að fara. Annað sem veldur oft sektarkennd er tilfinning sem við köllum létti. Það er ofboðslega sárt að fylgjast með manneskju sem maður elskar af öllu hjarta veikjast alvarlega. Þegar kemur í ljós að ástvinur manns mun ekki læknast bætist við kvíðahnúturinn yfir þeim degi þegar að því kemur að viðkomandi deyr. Þetta tímabil, að fylgja eftir ástvini á banalegu og vita að höggið er á leiðinni tekur virkilega á hvern sem er. Þegar svo stundin er komin og manneskjan sem maður elskar er búin að kveðja og maður þarf ekki lengur að kvíða þessu augnabliki, því það er þegar orðið, þá getur komið yfir mann tilfinning sem við köllum létti. Það er ekki léttir vegna þess að viðkomandi er dáinn, það er léttir vegna þess að þessu ofboðslega erfiða tímabili er lokið og það þarf ekki lengur að kvíða kveðjustundinni. Þetta getur verið svo ruglingsleg tilfinning, ekkert síður fyrir fullorðna en börn. Hún er hins vegar mjög eðlileg og algeng en það sem stundum gerist er að fólk skammast sín fyrir hana. Börn geta hugsað með sér að það sé bara eitthvað að þeim yfir því að upplifa líka tilfinningu eftir missi sem virkar jákvæð. Að þau séu kannski bara ekki góðar manneskjur eða þar fram eftir götunum. Allar þessar hugsanir eru eðlilegar en þær reyna á og það getur þurft að útskýra þær og stundum leiðrétta. Þess vegna er það svo dýrmætt ef að barn og unglingur á þannig tengsl við örugga fullorðna manneskju að það treysti sér til þess að segja þetta upphátt. Þegar barn kemur til að ræða samviskubit eða sektarkennd skiptir öllu máli að barnið fái hlustun og að það sé ekki gert lítið úr því hvernig barninu líður. Það er ekki hjálplegt að segja strax: „hvaða vitleysa, auðvitað er ekkert af þessu þér að kenna, ekki hugsa svona“. Þetta eru í rauninni ekki hjálpleg viðbrögð þó að þau séu vel meint því þá verður samtalið ekki lengra. Ég mæli með því að gefa barninu góðan tíma til að tala og þakka því svo fyrir traustið og hrósa fyrir hugrekkið að segja frá. Svo þarf að ræða hugsanirnar og leyfa barninu að komast líka að því sjálft með góðri leiðsögn hvort að þessi tilfinning er rökrétt eða ekki. Er það kannski bara mjög eðlilegt að verða stundum reið við foreldri eða systkini sitt, rífast og segja eitthvað sem maður meinti ekki fullkomlega? Getur einhver séð inn í framtíðina eða stjórnað henni? Og fyrir yngri börn þarf að útskýra með einföldum og skýrum hætti að engin getur stjórnað eða valdið hlutum með hugsunum. Það þarf líka að minna börn og unglinga reglulega á það að þau bera ekki ábyrgð á fullorðna fólkinu, fullorðna fólkið ber ábyrgð á þeim. Fullorðna fólkið vildi líka leyfa þeim að eiga tíma með vinum sínum og manneskjan þeirra sem var t.d. veik gladdist yfir því þegar þau nutu lífsins og gerðu skemmtilega hluti því þau sem eru fullorðin þrá að sjá börnin sín blómstra. Barn þarf að fá að heyra að þessar hugsanir eru eðlilegar og algengar og þær draga ekki úr dýrmætu tengslunum sem það átti við manneskjuna sem það saknar. Samskipti eru aldrei fullkomin og grundvallar atriðið er að manneskjan sem barnið missti vissi vel hvað það elskaði hann eða hana mikið. Það skiptir öllu máli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sektarkennd og samviskubit eru mjög algengar tilfinningar í sorg bæði hjá fullorðnum og börnum. Þetta eru krefjandi tilfinningar sem oft getur verið erfitt að ræða því að þeim fylgir jafnvel skömm. Inn í sektarkenndina getur blandast það að ung börn, fyrir 8/9 ára aldur búa yfir svokallaðri töfrahugsun æskunnar. Þau hugsa allt á mjög sjálfhverfan hátt eins og börn eiga auðvitað að gera á þessum aldri en ofmeta þar af leiðandi áhrif sín á umhverfið. Fyrir ungu barni getur það verið algjörlega rökrétt að slys hafi orðið vegna þess að þau hugsuðu eða gerðu eitthvað áður. Ég skal koma með dæmi; barn verður ofboðslega reitt við foreldri sitt vegna þess að það fær ekki að gera eitthvað sem það langar og öskrar ljót orð eða hugsar með sjálfu sér að það þoli ekki foreldri sitt. Einhverjum dögum síðar greinist svo foreldri með sjúkdóm eða verður bráðkvatt og þá getur barnið sett þetta tvennt í orsakasamhengi. Auðvitað er það fáránlegt í huga fullorðins fólks en getur valdið ungu barni ofboðslegum sársauka. Börn geta líka verið full af samviskubiti yfir því að hafa ekki nýtt tímann fram að andláti ástvinar nægilega vel, bæði ung börn og unglingar. Börn og unglingar eru auðvitað uppteknir af því að hitta vini sína og gera það sem börnum finnst skemmtilegt og geta svo hugsað til baka og fundist þau hafa brugðist manneskjunni sem þau misstu fyrir að hafa tekið samveru með öðrum fram yfir þau. Ef að andlátið bar að skyndilega hugsar ungur syrgjandi að ef að hann hefði vitað að tíminn væri svona naumur hefði hann tekið aðrar ákvarðanir. Samviskubit yfir leiðinlegum samskiptum í fortíðinni getur líka gert vart við sig. Kannski hefur barni þótt ofboðslega leiðinlegt eða hreinlega andlega erfitt að fara inn á sjúkrastofnun að hitta ástvin sem var þar veikur og fær svo eftirsjá yfir að hafa stundum komið sér undan því að fara. Annað sem veldur oft sektarkennd er tilfinning sem við köllum létti. Það er ofboðslega sárt að fylgjast með manneskju sem maður elskar af öllu hjarta veikjast alvarlega. Þegar kemur í ljós að ástvinur manns mun ekki læknast bætist við kvíðahnúturinn yfir þeim degi þegar að því kemur að viðkomandi deyr. Þetta tímabil, að fylgja eftir ástvini á banalegu og vita að höggið er á leiðinni tekur virkilega á hvern sem er. Þegar svo stundin er komin og manneskjan sem maður elskar er búin að kveðja og maður þarf ekki lengur að kvíða þessu augnabliki, því það er þegar orðið, þá getur komið yfir mann tilfinning sem við köllum létti. Það er ekki léttir vegna þess að viðkomandi er dáinn, það er léttir vegna þess að þessu ofboðslega erfiða tímabili er lokið og það þarf ekki lengur að kvíða kveðjustundinni. Þetta getur verið svo ruglingsleg tilfinning, ekkert síður fyrir fullorðna en börn. Hún er hins vegar mjög eðlileg og algeng en það sem stundum gerist er að fólk skammast sín fyrir hana. Börn geta hugsað með sér að það sé bara eitthvað að þeim yfir því að upplifa líka tilfinningu eftir missi sem virkar jákvæð. Að þau séu kannski bara ekki góðar manneskjur eða þar fram eftir götunum. Allar þessar hugsanir eru eðlilegar en þær reyna á og það getur þurft að útskýra þær og stundum leiðrétta. Þess vegna er það svo dýrmætt ef að barn og unglingur á þannig tengsl við örugga fullorðna manneskju að það treysti sér til þess að segja þetta upphátt. Þegar barn kemur til að ræða samviskubit eða sektarkennd skiptir öllu máli að barnið fái hlustun og að það sé ekki gert lítið úr því hvernig barninu líður. Það er ekki hjálplegt að segja strax: „hvaða vitleysa, auðvitað er ekkert af þessu þér að kenna, ekki hugsa svona“. Þetta eru í rauninni ekki hjálpleg viðbrögð þó að þau séu vel meint því þá verður samtalið ekki lengra. Ég mæli með því að gefa barninu góðan tíma til að tala og þakka því svo fyrir traustið og hrósa fyrir hugrekkið að segja frá. Svo þarf að ræða hugsanirnar og leyfa barninu að komast líka að því sjálft með góðri leiðsögn hvort að þessi tilfinning er rökrétt eða ekki. Er það kannski bara mjög eðlilegt að verða stundum reið við foreldri eða systkini sitt, rífast og segja eitthvað sem maður meinti ekki fullkomlega? Getur einhver séð inn í framtíðina eða stjórnað henni? Og fyrir yngri börn þarf að útskýra með einföldum og skýrum hætti að engin getur stjórnað eða valdið hlutum með hugsunum. Það þarf líka að minna börn og unglinga reglulega á það að þau bera ekki ábyrgð á fullorðna fólkinu, fullorðna fólkið ber ábyrgð á þeim. Fullorðna fólkið vildi líka leyfa þeim að eiga tíma með vinum sínum og manneskjan þeirra sem var t.d. veik gladdist yfir því þegar þau nutu lífsins og gerðu skemmtilega hluti því þau sem eru fullorðin þrá að sjá börnin sín blómstra. Barn þarf að fá að heyra að þessar hugsanir eru eðlilegar og algengar og þær draga ekki úr dýrmætu tengslunum sem það átti við manneskjuna sem það saknar. Samskipti eru aldrei fullkomin og grundvallar atriðið er að manneskjan sem barnið missti vissi vel hvað það elskaði hann eða hana mikið. Það skiptir öllu máli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar