Skrillex kom sérstaklega til Íslands til að hlusta á Diktu Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Atli Kjartansson skrifa 11. febrúar 2015 08:00 „Dikta, kannastu við þá hljómsveit? Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag. Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex er á leið til landsins. Hann er einn af fjölmörgum listamönnum sem koma til með að leika á Sónar Reykjavík hátíðinni sem hefst á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skrillex heimsækir landið. Árið 2007 kom hann hingað gagngert í þeim tilgangi að hlusta á hljómsveitina Diktu. „Dikta, kannastu við þá hljómsveit?“ er svar Skrillex þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi heimsótt Ísland áður. Því var að sjálfsögðu játað enda Dikta sæmilega stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. „Ég vann með manni sem var að velta þeim fyrir sér og við fórum að hlusta á þá spila,“ segir Skrillex. „Ég man ágætlega eftir þeim, þeir voru fínir.“ Dvöl hans á Íslandi hafi ekki verið löng en hann hafi þó náð að dýfa sér í Bláa Lónið. Skrillex lendir hér á landi seint á laugardag og ætlar að verja hér eins miklum tíma og hann getur. „Ég vona að ég nái þremur dögum. Ég ætla aftur í Bláa Lónið og heilsa upp á íslenska vini mína.“ Meðal þeirra sem þar eru nefndir til sögunnar eru Björk, Sigtryggur Baldursson og meðlimir Diktu.Haukur Heiðar HaukssonHaukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, man vel eftir heimsókn Skrillex hingað til lands. „Já, við fengum skilaboð frá upptökustjóra sem heitir Ross Robinson. Hann var maðurinn á bakvið Korn, Limp Bizkit og Slipknot, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Hann hafði áhuga á að vinna með okkur og kom hingað til lands gagngert til þess að sjá okkur spila,“ rifjar Haukur upp og bætir við: „Og hann var með aðstoðarmann með sér að nafni Sonny Johnny More, sem kallar sig Skrillex í dag.“ Hann segir þá Skrillex og Ross Robinson hafa lagt á sig mikið ferðalag til að sjá og hlusta á Diktu. „Þeir ferðuðust í sjötíu og eitthvað klukkustundir bara til þess að vera með okkur í einhverjar sjö klukkustundir. Þeir komu með okkur í æfingahúsnæðið okkar og við fórum út að borða með þeim,“ útskýrir Haukur. Hann segir að ekkert hafi orðið af samstarfinu með Ross Robinson því þegar gengi krónunnar hrundi hafi sveitin ekki haft efni á Robinson, þrátt fyrir að hann gæfi þeim ríflegan afslátt. Haukur segir jafnframt þeir hafi verið í sambandi við og við síðan Skrillex heimsótti strákana í Diktu. „Við ætlum að hittast á laugardaginn þegar hann er búinn að spila og ég er búinn að taka þátt í undankeppni Eurovision,“ útskýrir Haukur en hann er kominn í lokakeppni Eurovision með lagið Milljón augnablik. Ítarlegra viðtal við Skrillex birtist á Vísi síðar í dag.
Sónar Tengdar fréttir Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13 Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00 Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Skrillex á Sónar Reykjavík Skrillex mun koma fram á Sónar Reykjavík 2015 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sónar Reykjavik. Fram kemur í tilkynningunni að Skrillex hafi umbreytt danstónlistarheiminum og orðið einn af allra vinsælustu tónlistarmönnum veraldar. 20. október 2014 17:13
Fjórir aðstoða Skrillex Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi. 31. janúar 2015 10:00
Lögin sjö sem keppa til úrslita í undankeppninni Það liggur nú fyrir hvaða lög munu keppa um það að taka þátt í úrslitakvöldi Eurovision 7. febrúar 2015 21:26