Heima er bara langbest í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Dagur Kár Jónsson og félagar hans í Stjörnunni eru með 63 prósenta hærra sigurhlutfall á heimavelli en á útivelli í Dominos-deild karla í vetur. Hér skorar hann gegn Haukum í Garðabænum. Vísir/Andri Marinó Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4) Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4)
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira