Erum við í ruglinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun