Körfubolti

Allt hnífjafnt í spá stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjálfararnir Sigurður Ingimundarson, Keflavík, og Sverrir Þór Sverrisson, Grindavík.
Þjálfararnir Sigurður Ingimundarson, Keflavík, og Sverrir Þór Sverrisson, Grindavík. Vísir/Stefán
Fréttablaðið fékk sex leikmenn úr sex liðum úr Dominos-deild kvenna í körfubolta til að spá um úrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Powerade-bikar kvenna.

Það er útlit fyrir mjög spennandi úrslitaleik því það eru jafnmargar sem spá Keflavík sigri og spá Grindavík sigri. Snæfellingurinn, Haukakonan og Blikinn spá Keflavík titlinum en Valsarinn, Hamarsstelpan og KR-ingurinn hafa meiri trú á Grindavík.

Grindvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir er sú eina sem fær tvö atkvæði sem maður leiksins og í raun eru það þrír og hálfur Keflvíkingar sem fá atkvæði sem maður leiksins.

Þetta hálfa atkvæði kemur með þeim fyrirvara að Carmen Tyson-Thomas spili með Keflavíkurliðinu í leiknum en annars fengu þær Birna Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir atkvæðin hjá þeim sem búast við Keflavíkursigri í leiknum í dag.

Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli

Keflavík vinnur með 13 stigum

Maður leiksins: Birna Valgarðsdóttir, Keflavík

Auður Íris Ólafsdóttir, Haukum

Keflavík vinnur með 8 stigum

Maður leiksins: Carmen Tyson-Thomas ef hún spilar en annars Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík

Guðbjörg Sverrisdóttir, Val

Grindavík vinnur með 7 stigum

Maður leiksins: Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík

Salbjörg Sævarsdóttir, Hamri

Grindavík vinnur með 3 stigum

Maður leiksins: Petrúnella Skúladóttir, Grindavík

Björg Guðrún Einarsdóttir, KR

Grindavík vinnur með 5 stigum

Maður leiksins: Pálína Gunnlaugsdóttir, Grindavík

Jóhanna Sveinsdóttir, Breiðabliki

Keflavík vinnur með 4 stigum

Maður leiksins: Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×