Opið bréf til þingmanna Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hryggir mig að þurfa að setjast niður og skrifa þetta bréf. Á meðan Landspítalinn og heilsugæslan eru komin að þolmörkum leggja nokkrir þingmenn kapp á að auka álagið á heilbrigðiskerfið.Engin brjóstbirta í Kollubúð Þeir halda því fram að það að gera áfengissölu frjálsa sé allt í lagi og skerði ekki lýðheilsu okkar. Ein röksemd þeirra er að Jón Jónsson á Hvanneyri eigi rétt á sama aðgengi og Jónas Jónasson í Borgarnesi. Samt hef ég aldrei heyrt Jón Jónsson kvarta undan því að hann þurfi að keyra til Borgarness til að kaupa sér áfengi eða finnist það brjóta gegn einstaklingsfrelsinu að geta ekki keypt sér brjóstbirtu í Kollubúð.Ungmenni kaupa áfengi Ofneysla áfengis er eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem við horfumst í augu við. Teymi sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifaríkustu leiðirnar til að minnka áfengisneyslu eru allar á valdi stjórnvalda. Þær eru takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum. Enda sýna gögn frá OECD að neysla áfengis miðað við höfðatölu er allt að tvöfalt meiri í löndum þar sem áfengissala er frjáls – þar með talin drykkja ungmenna undir lögaldri. Auk þess sýna rannsóknir að þrefalt fleiri ungmenni geta keypt áfengi í matvörubúðum en áfengisbúðum án þess að vera spurð um skilríki.Mikil ábyrgð fylgir því að kjósa Vonandi er óþarfi að skrifa þetta bréf en ef þú, ágæti þingmaður, átt eftir að gera upp hug þinn hvort leyfa eigi frjálsa áfengissölu þá bið ég þig um að hafa hugfast, að ef þú kýst með frumvarpinu þá gætir þú einnig verið að velja eftirfarandi:1. Tvöföldun á heildaráfengisneyslu Íslendinga.2. Þreföldun á áfengisaðgengi íslenskra ungmenna.3. Fjölgun krabbameinstilfella – áfengisneysla eykur líkur krabbameini í níu líffærum.4. Fjölgun geðsjúkdóma eins og þunglyndis og kvíðaraskana ásamt örorku.5. Fjölgun annarra sjúkdóma svo sem skorpulifrar, briskirtilsbólgu, gáttaflökts, heilablæðinga og smitsjúkdóma.6. Aukningu á tíðni fósturskaða vegna áfengisneyslu.7. Fjölgun alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni.8. Aukið heimilisofbeldi og vanrækslu barna.9. Fjölgun líkamsárása og glæpa.10. Aukningu á tíðni sjálfsvíga. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að samþykkja umrætt frumvarp og mikilvægt að geta staðið heils hugar við ákvörðun sína eftir að hafa skoðað allar hliðar málsins. Gríðarleg vinna hefur verið lögð í að rannsaka skaðlegar afleiðingar áfengisneyslu ásamt því að finna leiðir til að lágmarka skaðann á heilsu þjóðarinnar. Með því að auka aðgengi að áfengi erum við að kasta frá okkur þeim árangri sem þessi vinna hefur skilað.Þú stendur vörð um heilsu fólksins Eins og fyrr sagði eru allar mikilvægustu forvarnaraðgerðir til að auka lýðheilsu Íslendinga lagðar í hendur ykkar þingmanna. Ykkur ber skylda til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að draga úr áfengisneyslu en ekki auka hana og standa þannig vörð um heilsu fólksins í landinu. Ef þingmaður heldur því fram að það að gera áfengisneyslu frjálsa auki ekki áfengisneyslu, sérstaklega meðal ungmenna, þá vil ég sjá þær rannsóknir sem styðja þessar staðhæfingar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar