Eitt stórt reikningsdæmi í lok þriggja leikja viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2015 07:45 Emil Barja hefur farið fyrir fjögurra leikja sigurgöngu Haukanna. vísir/stefán KR-ingar eru orðnir deildarmeistarar en spennan er samt engu lík í karlakörfunni. Síðustu þrjár umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta eru framundan og vegna þess hversu litlu munar á liðunum í þriðja til sjöunda sæti þá getur margt breyst í lokaumferðunum sem fara allar fram á mjög stuttum tíma. Nú eru sex stig eftir í pottinum en það er hinsvegar aðeins einn sigurleikur (tvö stig) á milli liðanna í þriðja og sjöunda sæti. Liðin í þriðja til fimmta sætið eru jöfn að stigum og það eru aðeins tvö stig í liðin sem eru með jafnmörg stig í sjötta og sjöunda sæti. Liðin raðast upp eftir innbyrðisviðureignum og það er nokkuð borðleggjandi að þetta gæti orðið eitt stórt reikningsdæmi í lokin. Á næstu sjö dögum hafa mörg lið tækifæri til að hækka sig á stigatöflunni og koma sér í eftirsótta stöðu í úrslitakeppninni. Miðað við góðan árangur liðanna á heimavelli í vetur munu sæti þrjú og fjögur gefa liðunum mjög mikið í átta liða úrslitunum. Fréttablaðið lagðist aðeins yfir leikina átján sem eftir eru af deildarkeppninni. Miðað við líklegustu úrslitin í síðustu þremur umferðunum gæti vel svo farið að fjögur lið endi jöfn í sætum þrjú til sex sem myndi þýða að innbyrðisviðureignir gætu ráðið heimavallarrétti milli liða sem mætast í átta liða úrslitunum. Sjö lið ættu að vera nokkuð örugg með sætið í úrslitakeppninni en það er enn óvissa um áttunda og síðasta sætið. Snæfell á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en staða Hólmara er orðin slæm eftir fimm töp í röð. Liðið á þó enn leik eftir á móti Keflavík um næstu helgi sem gæti breyst í hreinan úrslitaleik um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Fallbaráttan er einnig í fullum gangi en leikur ÍR og Skallagríms í Seljaskóla í beinni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið er líklegur leikur upp á líf eða dauða. Liðin munu nú flest spila þrjá örlagaleiki á aðeins sjö dögum og fyrir lið sem eru vön því að spila einn leik í viku þá gæti slíkt leikjaálag haft sín áhrif. Leikir kvöldsins eru (klukkan 19.15): Stjarnan-KR, Skallagrímur-Njarðvík, Haukar-ÍR Snæfell-Tindastóll og Grindavík-Keflavík en á morgun mætast síðan Fjölnir og Þór Þorlákshöfn.Liðin í 3. til 9. sæti og leikir sem eru eftir:3. Haukar 22 stig ÍR (heima) , Tindastóll (úti) Keflavík (heima)4. Stjarnan 22 stig KR (heima), Njarðvík (úti), ÍR (heima)5. Njarðvík 22 stig Skallagrímur (ú.), Stjarnan (h.), Þór Þorl. (ú.)6. Þór Þ. 20 stig Fjölnir (úti), KR (úti), Njarðvík (heima)7. Grindavík 20 stig Keflavík (heima), Fjölnir (h), Snæfell (ú)8. Keflavík 18 stig Grindavík (ú), Snæfell (h), Haukar (ú)9. Snæfell 16 stig Tindastóll (h), Keflavík (ú), Grindavík (h) Dominos-deild karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
KR-ingar eru orðnir deildarmeistarar en spennan er samt engu lík í karlakörfunni. Síðustu þrjár umferðir Dominos-deildar karla í körfubolta eru framundan og vegna þess hversu litlu munar á liðunum í þriðja til sjöunda sæti þá getur margt breyst í lokaumferðunum sem fara allar fram á mjög stuttum tíma. Nú eru sex stig eftir í pottinum en það er hinsvegar aðeins einn sigurleikur (tvö stig) á milli liðanna í þriðja og sjöunda sæti. Liðin í þriðja til fimmta sætið eru jöfn að stigum og það eru aðeins tvö stig í liðin sem eru með jafnmörg stig í sjötta og sjöunda sæti. Liðin raðast upp eftir innbyrðisviðureignum og það er nokkuð borðleggjandi að þetta gæti orðið eitt stórt reikningsdæmi í lokin. Á næstu sjö dögum hafa mörg lið tækifæri til að hækka sig á stigatöflunni og koma sér í eftirsótta stöðu í úrslitakeppninni. Miðað við góðan árangur liðanna á heimavelli í vetur munu sæti þrjú og fjögur gefa liðunum mjög mikið í átta liða úrslitunum. Fréttablaðið lagðist aðeins yfir leikina átján sem eftir eru af deildarkeppninni. Miðað við líklegustu úrslitin í síðustu þremur umferðunum gæti vel svo farið að fjögur lið endi jöfn í sætum þrjú til sex sem myndi þýða að innbyrðisviðureignir gætu ráðið heimavallarrétti milli liða sem mætast í átta liða úrslitunum. Sjö lið ættu að vera nokkuð örugg með sætið í úrslitakeppninni en það er enn óvissa um áttunda og síðasta sætið. Snæfell á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en staða Hólmara er orðin slæm eftir fimm töp í röð. Liðið á þó enn leik eftir á móti Keflavík um næstu helgi sem gæti breyst í hreinan úrslitaleik um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Fallbaráttan er einnig í fullum gangi en leikur ÍR og Skallagríms í Seljaskóla í beinni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið er líklegur leikur upp á líf eða dauða. Liðin munu nú flest spila þrjá örlagaleiki á aðeins sjö dögum og fyrir lið sem eru vön því að spila einn leik í viku þá gæti slíkt leikjaálag haft sín áhrif. Leikir kvöldsins eru (klukkan 19.15): Stjarnan-KR, Skallagrímur-Njarðvík, Haukar-ÍR Snæfell-Tindastóll og Grindavík-Keflavík en á morgun mætast síðan Fjölnir og Þór Þorlákshöfn.Liðin í 3. til 9. sæti og leikir sem eru eftir:3. Haukar 22 stig ÍR (heima) , Tindastóll (úti) Keflavík (heima)4. Stjarnan 22 stig KR (heima), Njarðvík (úti), ÍR (heima)5. Njarðvík 22 stig Skallagrímur (ú.), Stjarnan (h.), Þór Þorl. (ú.)6. Þór Þ. 20 stig Fjölnir (úti), KR (úti), Njarðvík (heima)7. Grindavík 20 stig Keflavík (heima), Fjölnir (h), Snæfell (ú)8. Keflavík 18 stig Grindavík (ú), Snæfell (h), Haukar (ú)9. Snæfell 16 stig Tindastóll (h), Keflavík (ú), Grindavík (h)
Dominos-deild karla Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira