Afnema á skerðingu lífeyris aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun