Því meiri pressa því betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2015 07:15 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu ætla að komast aftur á sigurbraut í undankeppni Evrópumótsins þegar þeir mæta Kasakstan á laugardaginn. Gylfi óttast föstu leikatriðin hjá Kasökunum en býst við að þetta verði þolinmæðisverk eins og í útileiknum á móti Lettum síðasta haust. „Við erum komnir hingað til að fá þrjú stig og það er mjög mikilvægt eftir tapið í síðasta leik á móti Tékklandi að við komum hingað og snúum við blaðinu,“ segir Gylfi, sem er markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum eftir fyrstu fjóra leikina. Landslið Kasakstans hefur fengið átta stigum minna en Ísland út úr fyrstu fjórum leikjum sínum. „Við búumst kannski ekki við að vera að mæta einu af sterkustu liðinum en þeir eru mjög sterkir í föstum leikatriðum og það er mjög erfitt að brjóta þá niður. Ég held að það að hafi tekið Hollendinga hátt í 70 mínútur á heimavelli að brjóta þá niður og þar voru þeir 1-0 yfir meirihlutann af leiknum. Við vitum að þetta verður erfitt fyrir okkur en ef við náum að skora snemma þá kannski opnast leikurinn sem er betra fyrir okkur,“ segir Gylfi. Gylfi leggur enn meiri áherslu á mikilvægi þess að vera vakandi þegar þeir geta stillt upp í sóknarleiknum. „Við þurfum að vera mjög einbeittir í öllum föstum leikatriðum sem við fáum á okkur. Þeir eru búnir að skora nær öll mörkin sín úr hornum eða aukaspyrnum. Við verðum að standa klárir á því og við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta getur orðið eins og Lettaleikurinn úti ef þeir spila með marga til baka. Við þurfum þá að vera mjög þolinmóðir í öllu sem við gerum. Það væri nóg fyrir okkur að skora á 80. mínútu,“ segir Gylfi. Gylfi hefur verið að spila síðustu leiki með Swansea en hann er þó enn að glíma við meiðslin sem hafa verið að trufla hann frá því í desember. „Ég er ekki alveg hundrað prósent, því síðan í byrjun desember þá er ég búinn að vera með verk í fætinum. Hann fer ekkert því ég fæ ekki mikla hvíld. Eftir tímabilið þá fæ ég einhverjar tvær til þrjár vikur eftir síðasta leik og þá held ég að ég nái mér hundrað prósent,“ segir Gylfi, sem finnur vel fyrir þessu. „Ég er aðeins að pína mig en ég venst því. Þetta er búið að vera svona í einhverja mánuði núna. Maður tekur bara eina töflu og þá verður maður góður fyrir leikinn,“ segir Gylfi. Hann kvartar aftur á móti ekkert yfir aðbúnaðinum í Astana. „Það gengur fínt að venjast öllu hér. Fyrsta daginn var smá þreyta í mönnum, enda flugum við yfir nóttina og vorum komnir fimm að staðartíma. Klukkan í líkamanum var eitt um nótt þannig að leikmennirnir voru svolítið þreyttir í gær. Allir, fyrir utan Aron Einar fyrirliða, eru núna komnir á réttan tíma,“ segir Gylfi og hann segir að íslensku leikmennirnir séu sáttir með gervigrasið í höllinni. „Ég vona að gervigrasið henti okkur og að þetta verði allt í lagi á laugardaginn. Gervigrasið er fínt og það er betra en mörg gervigrös sem ég hef spilað á. Boltinn rennur vel á því og ég held að allir í liðinu séu sáttir með það,“ segir Gylfi. Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu í riðlinum, með níu stig eftir fjóra leiki og þremur stigum á undan Hollendingum sem eru í 3. sætinu. „Við erum í öðru sæti riðilsins og getum náð fyrsta sætinu í nokkra klukkutíma ef við vinnum á laugardaginn. Við gætum þá náð að setja smá pressu á Tékkana fyrir þeirra leik,“ segir Gylfi en Tékkar mæta Lettum seinna um daginn. Þrátt fyrir meiðsli Gylfa og litla leikæfingu hjá Kolbeini Sigþórssyni þá er Gylfi ánægður með stöðuna á liðinu. „Ég held að það séu flestir í mjög góðu standi. Við höfum verið heppnir með meiðsli síðustu mánuði og það hefur aðallega verið Kolbeinn sem þurfti að koma til baka síðustu vikur. Fyrir utan hann eru allir í toppstandi,“ segir Gylfi. Það hafa margir talað um skyldusigur á móti Kasakstan og sett pressu á íslenska liðið að taka þrjú stig með sér frá Astana. „Því meiri pressa sem er á okkur því betra. Okkur hungrar í þrjú stig fyrir hvern leik og ég held að það breytist ekkert hvort sem það er pressa á okkur eða ekki,“ segir Gylfi og bætir við: „Ef við ætlum að fara eitthvað lengra í þessari keppni þá verðum við að vinna svona leiki eins og á móti Kasakstan,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu ætla að komast aftur á sigurbraut í undankeppni Evrópumótsins þegar þeir mæta Kasakstan á laugardaginn. Gylfi óttast föstu leikatriðin hjá Kasökunum en býst við að þetta verði þolinmæðisverk eins og í útileiknum á móti Lettum síðasta haust. „Við erum komnir hingað til að fá þrjú stig og það er mjög mikilvægt eftir tapið í síðasta leik á móti Tékklandi að við komum hingað og snúum við blaðinu,“ segir Gylfi, sem er markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum eftir fyrstu fjóra leikina. Landslið Kasakstans hefur fengið átta stigum minna en Ísland út úr fyrstu fjórum leikjum sínum. „Við búumst kannski ekki við að vera að mæta einu af sterkustu liðinum en þeir eru mjög sterkir í föstum leikatriðum og það er mjög erfitt að brjóta þá niður. Ég held að það að hafi tekið Hollendinga hátt í 70 mínútur á heimavelli að brjóta þá niður og þar voru þeir 1-0 yfir meirihlutann af leiknum. Við vitum að þetta verður erfitt fyrir okkur en ef við náum að skora snemma þá kannski opnast leikurinn sem er betra fyrir okkur,“ segir Gylfi. Gylfi leggur enn meiri áherslu á mikilvægi þess að vera vakandi þegar þeir geta stillt upp í sóknarleiknum. „Við þurfum að vera mjög einbeittir í öllum föstum leikatriðum sem við fáum á okkur. Þeir eru búnir að skora nær öll mörkin sín úr hornum eða aukaspyrnum. Við verðum að standa klárir á því og við þurfum að vera þolinmóðir. Þetta getur orðið eins og Lettaleikurinn úti ef þeir spila með marga til baka. Við þurfum þá að vera mjög þolinmóðir í öllu sem við gerum. Það væri nóg fyrir okkur að skora á 80. mínútu,“ segir Gylfi. Gylfi hefur verið að spila síðustu leiki með Swansea en hann er þó enn að glíma við meiðslin sem hafa verið að trufla hann frá því í desember. „Ég er ekki alveg hundrað prósent, því síðan í byrjun desember þá er ég búinn að vera með verk í fætinum. Hann fer ekkert því ég fæ ekki mikla hvíld. Eftir tímabilið þá fæ ég einhverjar tvær til þrjár vikur eftir síðasta leik og þá held ég að ég nái mér hundrað prósent,“ segir Gylfi, sem finnur vel fyrir þessu. „Ég er aðeins að pína mig en ég venst því. Þetta er búið að vera svona í einhverja mánuði núna. Maður tekur bara eina töflu og þá verður maður góður fyrir leikinn,“ segir Gylfi. Hann kvartar aftur á móti ekkert yfir aðbúnaðinum í Astana. „Það gengur fínt að venjast öllu hér. Fyrsta daginn var smá þreyta í mönnum, enda flugum við yfir nóttina og vorum komnir fimm að staðartíma. Klukkan í líkamanum var eitt um nótt þannig að leikmennirnir voru svolítið þreyttir í gær. Allir, fyrir utan Aron Einar fyrirliða, eru núna komnir á réttan tíma,“ segir Gylfi og hann segir að íslensku leikmennirnir séu sáttir með gervigrasið í höllinni. „Ég vona að gervigrasið henti okkur og að þetta verði allt í lagi á laugardaginn. Gervigrasið er fínt og það er betra en mörg gervigrös sem ég hef spilað á. Boltinn rennur vel á því og ég held að allir í liðinu séu sáttir með það,“ segir Gylfi. Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu í riðlinum, með níu stig eftir fjóra leiki og þremur stigum á undan Hollendingum sem eru í 3. sætinu. „Við erum í öðru sæti riðilsins og getum náð fyrsta sætinu í nokkra klukkutíma ef við vinnum á laugardaginn. Við gætum þá náð að setja smá pressu á Tékkana fyrir þeirra leik,“ segir Gylfi en Tékkar mæta Lettum seinna um daginn. Þrátt fyrir meiðsli Gylfa og litla leikæfingu hjá Kolbeini Sigþórssyni þá er Gylfi ánægður með stöðuna á liðinu. „Ég held að það séu flestir í mjög góðu standi. Við höfum verið heppnir með meiðsli síðustu mánuði og það hefur aðallega verið Kolbeinn sem þurfti að koma til baka síðustu vikur. Fyrir utan hann eru allir í toppstandi,“ segir Gylfi. Það hafa margir talað um skyldusigur á móti Kasakstan og sett pressu á íslenska liðið að taka þrjú stig með sér frá Astana. „Því meiri pressa sem er á okkur því betra. Okkur hungrar í þrjú stig fyrir hvern leik og ég held að það breytist ekkert hvort sem það er pressa á okkur eða ekki,“ segir Gylfi og bætir við: „Ef við ætlum að fara eitthvað lengra í þessari keppni þá verðum við að vinna svona leiki eins og á móti Kasakstan,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Sjá meira