Ekki sammála umsögn Sambands sveitarfélaga sveinn arnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Benda stjórnarmennirnir á að flutningur Fiskistofu hafi ekki verið nægilega ígrundaður og það sé stórmál að flytja stofnanir landshorna á milli. Fréttablaðið/Valli Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi. Alþingi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi.
Alþingi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira