Fordæmir atvikið í Grindavík Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 17:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið afar leitt að heyra af því að maður hefði otað byssu að björgunarsveitarmanni. „Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta var mjög alvarlegt og ég fordæmi það að þetta hafi gerst. Svona hegðun og svona atvik á auðvitað ekki að geta átt sér stað við þær aðstæður, að björgunarsveitarmenn séu að við störf sín að tryggja öryggi fólks og þurfi að reyna svona hegðun,“ segir Þorbjörg Sigríður. Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns Fyrr í dag var greint frá því að maður hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum eftir að hafa beint skotvopni að björgunarsveitarmanni í Grindavík, þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafa unnið með yfirvöldum Þorbjörg Sigríður segir sér hafi hingað til fundist aðdáunarvert hversu vel Grindvíkingar hafi unnið með lögreglu og almannavarna, farið að fyrirmælum og unnið með yfirvöldum að því að tryggja öryggi bæjarbúa, meðan þeir hafi þurft að búa við náttúruhamfarir, endurtekin eldgos og óvissu. „Um þetta snýst þetta allt saman. Þetta er jaðartilvik en ofboðslega leitt tilviki og alvarlegt og ég fordæmi það.“ Bærinn ekki rýmdur nema í ítrustu neyð Eitthvað hefur borið á því í dag að fólk þráist við að yfirgefa Grindavík að beiðni yfirvalda. Fréttastofa ræddi til að mynda við hjónin Guðmund og Kristólínu , sem neituðu í fyrstu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau sögðust hafa tekið því rólega í morgun, klætt sig, fengið sér morgunmat og svo farið að gefa kindunum. Þau teldu sig fullkomlega örugg heima hjá sér og vildu helst að yfirvöld létu þau í friði. Þorbjörg Sigríður segir að almennt hafi rýmingar gengið vel en einstaka tilvik hafi komið upp þar sem fólk neyti að yfirgefa bæinn. „Þar finnst mér stóra atriðið vera að það er auðvitað ekki verið að gefa út svona tilmæli til fólks nema vegna þess að nauðsynin er brýn. Ég ítreka þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur staðið bak við í allan dag, að fylgjast með tilmælum lögreglu og fara að þeim tilmælum. Ein tilmælin eru til dæmis að fólk eigi ekki að þarflausu að leggja leið sína til Grindavíkur. Nú þurfa lögregla, almannavarnir og björgunarsveitir einfaldlega að fá frið til þess að sinna sínu starfi. Við hjálpum þeim best með því að tryggja þeim vinnufrið.“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira