Græddum mikið á því að falla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2015 06:00 Helgi Rafn Viggósson er í lykilhlutverki í liði Tindastóls sem mætir Haukum í kvöld. fréttablaðið/valli Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“ Dominos-deild karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Tindastóll mætir aftur til leiks í úrslitakeppni Domino‘s-deildar karla eftir ellefu daga hvíld en liðið tekur á móti Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 að Stólarnir komast í undanúrslitin en eru til alls líklegir nú miðað við gengi nýliðanna í vetur. „Þetta verður fróðlegt einvígi og ég tel að Haukarnir henti okkur ágætlega. En þeir eru með sterkt lið og það hefði engu máli skipt hvaða lið við hefðum fengið í undanúrslitunum. Taflan sýnir að þangað eru fjögur bestu lið landsins komin. Aðalmálið er að við mætum klárir í slaginn og með hausinn í lagi,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, við Fréttablaðið. Haukar þurftu að hafa mikið fyrir því að komast í undanúrslitin en liðið vann Keflavík í hörkurimmu sem taldi fimm leiki. Haukar eru annað lið frá upphafi sem vinnur fimm leikja rimmu eftir að hafa lent 2-0 undir.Góður hópur varð betri Bæði lið eru með marga unga og spennandi leikmenn en Tindastóll hefur einnig notið góðs af því að vera með öflugan hóp eldri og reyndari leikmanna auk þess sem þjálfarinn Israel Martin hefur komið inn í félagið á sínu fyrsta tímabili. Darrell Lewis og Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey bættust við hópinn auk þess sem Svavar Atli Birgisson tók fram skóna á ný. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og vann 1. deildina í fyrra með miklum yfirburðum. „Þessir ungu strákar sem eru að spila stórt hlutverk núna fengu heilmikla reynslu af því að spila í 1. deildinni í fyrra og því erum við að græða á því nú að hafa fallið um deild,“ segir Helgi Rafn, sem hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi þeirra af úrslitakeppninni í efstu deild. „Þeir stóðu vaktina vel í rimmunni gegn Þór Þorlákshöfn [í 8-liða úrslitum] og ég held að þeir séu klárir. Þeir hlusta mikið á þjálfarann og okkur eldri leikmennina og eiga að vita út í hvað þeir eru að fara,“ segir fyrirliðinn.Pabbi á myndavélinni Helgi Rafn segir að það sé mikil stemning fyrir gengi liðsins á Sauðárkróki og allir vilji tala um körfubolta. „Nú viljum við fylla Síkið og því hvet ég alla til að mæta, bæði bæjarbúa og nærsveitunga. Við erum með nóg pláss fyrir alla sem vilja koma,“ segir hann í léttum dúr. Hann segir að allir í kringum félagið eigi hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf – margir leggi hönd á plóg. „Það er alltaf öllu reddað og menn ávallt tilbúnir að hjálpa til. Það gerir þetta mjög skemmtilegt,“ segir Helgi Rafn, en karl faðir hans leggur sitt af mörkum fyrir Tindastóll TV, vefsjónvarp liðsins. „Við tökum tækin með á alla útileiki og karlinn er svo á myndavélinni alla leiki, bæði heima og úti. Við bíðum svo spenntir eftir því að fá sjónvarpsvélarnar hingað norður og fá að sýna körfuboltaáhugamönnum landsins hvernig það er að spila í Síkinu. Það er orðið tímabært.“
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira