Skorið niður í þágu framfara Skjóðan skrifar 8. apríl 2015 14:00 Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira