Faglegar ráðningar skólastjóra Skúli Helgason og Líf Magneudóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Skólastjórar eru faglegir leiðtogar skólastarfs samhliða því að stýra daglegum rekstri og fara með yfirstjórn skólastofnana. Það er því mikilvægt að fagleg sjónarmið með áherslu á skýrar hæfniskröfur stýri ráðningum skólastjóra leikskóla og grunnskóla. Þess vegna lagði meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar fram tillögu á dögunum um að ráðningar þeirra verði í framtíðinni á hendi stjórnanda fagskrifstofu en ekki pólitískt kjörinna fulltrúa eins og verið hefur. Með tillögunni, sem samþykkt var í ráðinu 1. apríl, er undirstrikað að skólastjórar í leik- og grunnskólum í Reykjavík skuli ætíð ráðnir á faglegum forsendum og að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að móta leikreglur og hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá voru einnig samþykkt viðmið um verklag við ráðningaferli þeirra. Tillagan er í samræmi við ábendingar úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar frá 2013. Þar var gagnrýnt að ósamræmi væri í ráðningamálum hjá borginni sem auki hættu á að pólitísk sjónarmið fremur en fagleg ráði för við ráðningu starfsmanna. Ákvörðun skóla- og frístundaráðs frá 1. apríl dregur úr þessu misræmi því ráðningar skólastjóra hafa verið undantekning frá þeirri meginreglu að fagsvið borgarinnar sjái um ráðningu helstu stjórnenda undirstofnana. Ákvörðunin er einnig í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórn ráði æðstu embættismenn sem síðan ráði aðra starfsmenn sveitarfélagsins, þar með talið skólastjóra. Nýlega var aukin aðkoma skóla-/ og foreldraráða að ráðningarferli skólastjórnenda þannig að foreldrar koma að mótun hæfnisskilyrða áður en gengið er frá auglýsingu um störf leik- og grunnskólastjóra. Meirihlutinn er opinn fyrir frekari aðkomu foreldra að ferlinu en leggur áherslu á að ráðning skólastjóra byggist ávallt á vel skilgreindum hæfniskröfum, menntun og starfsreynslu og vönduðu ráðningarferli þar sem áhersla er lögð á samanburðarmat fagmanna á hæfi umsækjenda. Það er mikilvægt að borgaryfirvöld bregðist við þeirri gagnrýni úttektarnefndarinnar að of mikill tími fagráða borgarinnar hafi farið í einstök framkvæmdamál á kostnað stefnumótunar og eftirlits sem er meginhlutverk ráðanna. Ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs gerir það og er í samræmi við þá stefnu hans að styðja við faglegt starf í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar