Hvert er svarið í verkfallstíð? Árni Páll Árnason skrifar 10. apríl 2015 07:00 Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. Launin sem hér bjóðast eru oft og einatt helmingur af því sem býðst fyrir sambærileg störf í nálægum löndum. Hvað er til ráða? Svarið er einfalt og flókið í senn. Við verðum að haga kjarasamningum með sama hætti og hefur reynst svo afar vel á Norðurlöndunum og hefur líka reynst okkur vel þegar við höfum borið gæfu til að fylgja þeirri forskrift. Norræna samfélagsmódelið hefur aftur og aftur sýnt að það getur betur glímt við bæði uppsveiflu og samdrátt en önnur kerfi. Til þess að það virki þarf skýra og ábyrga hagstjórn, sem byggist á stöðugleika, góðum aðgangi að erlendum mörkuðum með fríverslun og samræmdri launastefnu sem ýtir undir hagvöxt og fulla atvinnu og dregur úr launamun og tryggir að enginn verði skilinn eftir. Það þarf líka umfangsmikil velferðarkerfi, sem byggjast á afkomutryggingu og aðgengi að þjónustu sem tryggir mikla atvinnuþátttöku og hreyfanleika launafólks, ódýra menntun og heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem fjármögnuð er með sköttum og tryggir jafnrétti í reynd. Og það þarf vel skipulagðan vinnumarkað, sem byggir á samspili milli lagasetningar og kjarasamninga og öflugri verkalýðshreyfingu. Ekkert í þessu er sjálfgefið. Allt byggist þetta á samspili á milli stjórnmálaflokkanna og samtaka á vinnumarkaði. Allir þurfa að hafa næg áhrif og umboð til að leita eftir heildarlausnum og fylgja eftir þeim aðgerðum sem þörf er á. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu kerfi er ekki að taka þátt í vinsældakapphlaupi með því að taka undir hverja kröfu, heldur að styðja við heildarsamninga sem tryggja markmið um kaupmáttaraukningu og að bilið minnki milli hæstu og lægstu launa og beita ríkisvaldinu til að þau markmið náist. Þess vegna samþykkti Samfylkingin fyrir sitt leyti á nýafstöðnum landsfundi að skuldbinda okkur til að stjórna á þennan veg: Við munum í ríkisstjórn setja okkur almenna efnahagsstefnu með þessi markmið að leiðarljósi og leggja hana fyrir samráðsvettvang með aðilum vinnumarkaðarins. Að því loknu munum við leggja hana fyrir Alþingi og byggja hagstjórnina á víðtækri stefnumörkun til nokkurra ára í senn. Þannig bindum við vissulega okkur sjálf, en við leggjum grunn að stöðugleika til lengri tíma og náum hámarksávinningi fyrir fólkið í landinu.Rót erfiðleikanna tvíþætt Þrátt fyrir hátíðarræður um ágæti „sveigjanleika“ hinnar íslensku krónu virðist ekkert benda til að þjóðin sé í raun tilbúin til að búa við afleiðingarnar. Hún er ekki til í að sætta sig við skuldabyrðina sem krónan skapar. Það sást vel í síðustu þingkosningum, þegar loforð um bætur fyrir skuldahækkun urðu lykill að kosningasigri. Og nú er líka orðið ljóst að þjóðin er ekki til í að búa við kjaraskerðinguna sem krónan skapar. Fyrst riðu á vaðið þeir sem sterkast standa á vinnumarkaði og sóttu sér bætur fyrir krónuna. Nú vilja allir aðrir eðlilega sækja þær bætur líka. Þessa dagana fer þannig fram nokkurs konar þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort þjóðin er sátt við krónuna. Svarið virðist afgerandi NEI. Ríkisstjórnin hefur spillt svo samskiptum á vinnumarkaði að leitun er að öðru eins. Samningarnir 21. desember 2013 fólu í sér gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina. Hún þurfti bara að styðja við heildstæða lausn sem aðilar vinnumarkaðarins voru búnir að skapa og leggja af mörkum til lágtekjufólks og meðaltekjufólks með aðgerðum í skattkerfi og gjaldskrám. Efndirnar voru engar. Ekkert hefur hreyfst í húsnæðismálum. Ekkert hefur gerst í skattamálum til að mæta þörfum almenns launafólks. Skattbreytingar og skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafa flutt byrðar upp á tugi milljarða af þeim best stæðu og á meðaltekjufólk og lágtekjufólk. Ríkisstjórnin ber þannig höfuðábyrgð á þeirri upplausn sem nú er orðin á vinnumarkaði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við skynjum öll þá undiröldu sem nú er á vinnumarkaði. Verkföll blasa við hjá flestum stéttum. Allt meðaltekjufólk og lágtekjufólk finnur á eigin skinni að brýn þörf er á bættum kjörum. Launin sem hér bjóðast eru oft og einatt helmingur af því sem býðst fyrir sambærileg störf í nálægum löndum. Hvað er til ráða? Svarið er einfalt og flókið í senn. Við verðum að haga kjarasamningum með sama hætti og hefur reynst svo afar vel á Norðurlöndunum og hefur líka reynst okkur vel þegar við höfum borið gæfu til að fylgja þeirri forskrift. Norræna samfélagsmódelið hefur aftur og aftur sýnt að það getur betur glímt við bæði uppsveiflu og samdrátt en önnur kerfi. Til þess að það virki þarf skýra og ábyrga hagstjórn, sem byggist á stöðugleika, góðum aðgangi að erlendum mörkuðum með fríverslun og samræmdri launastefnu sem ýtir undir hagvöxt og fulla atvinnu og dregur úr launamun og tryggir að enginn verði skilinn eftir. Það þarf líka umfangsmikil velferðarkerfi, sem byggjast á afkomutryggingu og aðgengi að þjónustu sem tryggir mikla atvinnuþátttöku og hreyfanleika launafólks, ódýra menntun og heilbrigðis- og velferðarþjónustu sem fjármögnuð er með sköttum og tryggir jafnrétti í reynd. Og það þarf vel skipulagðan vinnumarkað, sem byggir á samspili milli lagasetningar og kjarasamninga og öflugri verkalýðshreyfingu. Ekkert í þessu er sjálfgefið. Allt byggist þetta á samspili á milli stjórnmálaflokkanna og samtaka á vinnumarkaði. Allir þurfa að hafa næg áhrif og umboð til að leita eftir heildarlausnum og fylgja eftir þeim aðgerðum sem þörf er á. Hlutverk stjórnmálamanna í þessu kerfi er ekki að taka þátt í vinsældakapphlaupi með því að taka undir hverja kröfu, heldur að styðja við heildarsamninga sem tryggja markmið um kaupmáttaraukningu og að bilið minnki milli hæstu og lægstu launa og beita ríkisvaldinu til að þau markmið náist. Þess vegna samþykkti Samfylkingin fyrir sitt leyti á nýafstöðnum landsfundi að skuldbinda okkur til að stjórna á þennan veg: Við munum í ríkisstjórn setja okkur almenna efnahagsstefnu með þessi markmið að leiðarljósi og leggja hana fyrir samráðsvettvang með aðilum vinnumarkaðarins. Að því loknu munum við leggja hana fyrir Alþingi og byggja hagstjórnina á víðtækri stefnumörkun til nokkurra ára í senn. Þannig bindum við vissulega okkur sjálf, en við leggjum grunn að stöðugleika til lengri tíma og náum hámarksávinningi fyrir fólkið í landinu.Rót erfiðleikanna tvíþætt Þrátt fyrir hátíðarræður um ágæti „sveigjanleika“ hinnar íslensku krónu virðist ekkert benda til að þjóðin sé í raun tilbúin til að búa við afleiðingarnar. Hún er ekki til í að sætta sig við skuldabyrðina sem krónan skapar. Það sást vel í síðustu þingkosningum, þegar loforð um bætur fyrir skuldahækkun urðu lykill að kosningasigri. Og nú er líka orðið ljóst að þjóðin er ekki til í að búa við kjaraskerðinguna sem krónan skapar. Fyrst riðu á vaðið þeir sem sterkast standa á vinnumarkaði og sóttu sér bætur fyrir krónuna. Nú vilja allir aðrir eðlilega sækja þær bætur líka. Þessa dagana fer þannig fram nokkurs konar þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort þjóðin er sátt við krónuna. Svarið virðist afgerandi NEI. Ríkisstjórnin hefur spillt svo samskiptum á vinnumarkaði að leitun er að öðru eins. Samningarnir 21. desember 2013 fólu í sér gullið tækifæri fyrir ríkisstjórnina. Hún þurfti bara að styðja við heildstæða lausn sem aðilar vinnumarkaðarins voru búnir að skapa og leggja af mörkum til lágtekjufólks og meðaltekjufólks með aðgerðum í skattkerfi og gjaldskrám. Efndirnar voru engar. Ekkert hefur hreyfst í húsnæðismálum. Ekkert hefur gerst í skattamálum til að mæta þörfum almenns launafólks. Skattbreytingar og skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafa flutt byrðar upp á tugi milljarða af þeim best stæðu og á meðaltekjufólk og lágtekjufólk. Ríkisstjórnin ber þannig höfuðábyrgð á þeirri upplausn sem nú er orðin á vinnumarkaði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun