Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Sveinn Arnarson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur Davíð fór hörðum orðum um erlenda kröfuhafa í ræðu sinni. Sagði hann kröfuhafa með fjölda almannatengla að störfum við skýrslugerðir og sálgreiningu andstæðinga þeirra. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira