Hollenska móðirin sem handtekin var á föstudaginn langa ásamt 17 ára dóttur sinni, hafði komið hingað til lands tvisvar áður á síðustu mánuðum. Þetta staðfestir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Eftir að mæðgurnar voru teknar með fíkniefnin í farangri sínum var sett í gang stór og umfangsmikil tálbeituaðgerð sem leiddi til þess að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn, grunaður um aðild að málinu.
Maðurinn hefur komið við sögu hjá lögreglu áður, en þá vegna smærri mála. Rannsókn málsins er í fullum gangi, mæðgurnar og maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi. Ekki er útilokað að fleiri tengist málinu. „Þetta er mikið magn fíkniefna og það segir sig sjálft að svona mikið magn kallar á mikið af peningum. Þannig að við útilokum ekki að fleiri tengist málinu,“ segir Guðmundur.
Útiloka ekki að fleiri tengist málinu

Tengdar fréttir

Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi
Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar.

Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr
Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt.

Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum
Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl.