Barack og Hillary Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2015 07:00 Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Síðast þegar demókratar völdu forsetaefni var mörgu frjálslyndu flokksfólki vandi á höndum. Valið stóð milli tveggja öflugra frambjóðenda, sem hvor um sig myndi marka tímamót, næðu þeir kjöri. Þeldökkur karl atti kappi við konu. Fyrirrennararnir á forsetastóli voru allir hvítir karlar. Obama vann eftir hatramma baráttu og varð forseti. Clinton gerir nú aðra atlögu að forsetastólnum. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Obama þegar sígur á seinni hluta ferilsins. Almennt þótti hann of leiðitamur ríkjandi hagsmunaöflum og frekar daufur í stórum málum á fyrra kjörtímabilinu. Það sem af er því síðara hefur hann verið heldur líflegri. Hann fær stóran plús fyrir Kúbu. Erfitt er að spá um hvernig framtíðin mun meta feril hans. En skiptir uppruninn máli? Hefur sambúð kynþátta batnað á valdatíma forseta sem er afrískur að hálfu? Ítrekaðar útistöður lögreglu við þeldökka Bandaríkjamenn telja margir vísbendingu um afturför. Mikill meirihluti þeldökkra telur að á þá halli í réttarkerfinu almennt. Þeir fái þyngri dóma og verri meðferð í troðfullum fangelsum. Obama hafi engu breytt. Sama eigi við á fjölmörgum öðrum sviðum. Því er haldið fram að hálfafrískur forseti hafi orðið einhvers konar syndakvittun – fólk telji sig hafa gert upp við ljóta fortíð með því að treysta þeldökkum manni fyrir Hvíta húsinu. En það sé í raun lítil fórn. Embætti forseta skipti æ minna máli því stjórnmálavaldið sé ofurselt hagsmunaklíkum, sem öllu ráði í krafti peninga. Hvað sem því líður segja stuðningsmenn Obama að hann sé að taka til hendinni. Sáttargjörð vegna misréttis allt frá tímum þrælahaldsins sé í vinnslu – táknræn tilraun til að gera upp við söguna. Greinilega láti þeldökkir meira í sér heyra en áður. Það skýri athyglina, sem endurteknar misgjörðir lögreglu fá. Athyglin sýni framför, sem ekki sé sett í rétt samhengi í fréttum. Áður hafi lítið verið fjallað um slíkt. Verði Hillary Clinton fyrir valinu mun arfleifð Obama í kynþáttamálum skipta miklu máli. Takist andstæðingi hennar í forsetaslag að sannfæra kjósendur um að í sambúð kynþátta hafi ekkert þokast á tímum Obama, mun það yfirfært á hennar baráttu. Hvers vegna ætti konu þá að takast betur í jafnréttismálum? Clinton og Obama eru samherjar, sem róa á sömu atkvæðamið í eigin flokki. Báðum er talið til tekna að hún gerðist utanríkisráðherra í hans ríkisstjórn eftir að hafa beðið lægri hlut í erfiðum slag. Hún þótti sýna honum hollustu. Hann þótti sýna henni traust. Það verður því vandratað einstigi fyrir hana að stilla af fjarlægðina frá Obama. Meint mistök hans geta orðið fótakefli hennar. Meintir sigrar hans geta orðið ávinningur hennar. Það hallar á konur í Bandaríkjunum. Þær fá þriðjungi lægri laun en karlar. Þar er verk að vinna eins og í kynþáttamálum. Tvöföld ósk demókrata um sögulegar breytingar verður uppfyllt, ef hún verður eftirmaður hans. Rætist óskin mun sagan leiða í ljós hvort kyn eða hörundslitur Bandaríkjaforseta skipta miklu í hrópandi réttlætismálum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun