María verður berfætt í bleikum kjól Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. apríl 2015 09:00 María segist ekki vera farin að finna fyrir stressi, enda sé hún með gott fólk í kringum sig. „Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“ Eurovision Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
„Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“
Eurovision Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira