Samhljómur gegn ójöfnuði Árni Páll Árnason skrifar 24. apríl 2015 07:00 Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun