Þingmál: Engar raflínur í jörð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma rafmagnslínum í jörð til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum þeirra. Á liðnum vetri lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tvö þingmál um raforkumál. Verði málin að veruleika munu umhverfissjónarmið fara mjög halloka og lagning jarðstrengja á hárri spennu verður nær útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð.Tröllvaxnar loftlínur framtíðarsýnin Í frumvarpi um breytingu á raforkulögum er gert ráð fyrir að þegar Landsnet reiknar út þörf á nýjum raflínum í kerfisáætlun sinni geti fyrirtækið miðað við orkuflutning frá öllum virkjanahugmyndum í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar. Þetta myndi þýða stórar og tröllslegar loftlínur um allt land eins og við m.a. þekkjum af Hellisheiðinni og frá Fljótsdalsstöð niður á Reyðarfjörð. Þar sem að orkunýtingarflokkur jafngildir ekki ákvörðun um að virkja, hvað þá biðflokkur, yrði með þessu lögfest að Landsnet tæki mið af óraunhæfum eða fölskum forsendum við áætlanagerð sína. Það má ekki verða.Völd frá sveitarstjórnum til Landsnets Með frumvarpinu er lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum gert skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar við verkefni í tíu ára kerfisáætlun Landsnets. Þá bæri þeim að passa að skipulagsmál hindri ekki framgang verkefna fyrirtækisins í þriggja ára framkvæmdaáætlun þess. Sveitarfélag hefði því lítið um það að segja hvort loftlína eða jarðstrengur lægi í gegnum viðkvæm svæði þess.Stefna um engar raflínur í jörð? Hin tillaga ráðherra gengur út á stefnu um lagningu raflína. Sett eru fram viðmið um við hvaða aðstæður megi leggja jarðstrengi þrátt fyrir að þeir kosti meira en loftlínur. En þau viðmið ná ekki einu sinni til allra náttúruverndarsvæða og, ótrúlegt en satt, ekki til víðerna, einmitt þar sem sjónræn áhrif loftlína eru afar neikvæð. Í ofanálag má kostnaðarmunur ekki fara yfir ákveðið þak til að viðmiðin eigi við, nema fyrir einstöku landgerð. Með þessu er í reynd verið að útiloka lagningu stórra 220kV jarðstrengja á Íslandi, en stefna Landsnets er einmitt að byggja meginflutningskerfið upp á 220kV. Landsnet hefði því frítt spil fyrir loftlínuskóga út um allt land, þ.m.t. á Sprengisandi, í Skagafirði, Öxnadal, á Reykjanesskaga og víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma rafmagnslínum í jörð til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum þeirra. Á liðnum vetri lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram tvö þingmál um raforkumál. Verði málin að veruleika munu umhverfissjónarmið fara mjög halloka og lagning jarðstrengja á hárri spennu verður nær útilokuð í fyrirsjáanlegri framtíð.Tröllvaxnar loftlínur framtíðarsýnin Í frumvarpi um breytingu á raforkulögum er gert ráð fyrir að þegar Landsnet reiknar út þörf á nýjum raflínum í kerfisáætlun sinni geti fyrirtækið miðað við orkuflutning frá öllum virkjanahugmyndum í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar. Þetta myndi þýða stórar og tröllslegar loftlínur um allt land eins og við m.a. þekkjum af Hellisheiðinni og frá Fljótsdalsstöð niður á Reyðarfjörð. Þar sem að orkunýtingarflokkur jafngildir ekki ákvörðun um að virkja, hvað þá biðflokkur, yrði með þessu lögfest að Landsnet tæki mið af óraunhæfum eða fölskum forsendum við áætlanagerð sína. Það má ekki verða.Völd frá sveitarstjórnum til Landsnets Með frumvarpinu er lýðræðislega kjörnum sveitarstjórnum gert skylt að samræma skipulagsáætlanir sínar við verkefni í tíu ára kerfisáætlun Landsnets. Þá bæri þeim að passa að skipulagsmál hindri ekki framgang verkefna fyrirtækisins í þriggja ára framkvæmdaáætlun þess. Sveitarfélag hefði því lítið um það að segja hvort loftlína eða jarðstrengur lægi í gegnum viðkvæm svæði þess.Stefna um engar raflínur í jörð? Hin tillaga ráðherra gengur út á stefnu um lagningu raflína. Sett eru fram viðmið um við hvaða aðstæður megi leggja jarðstrengi þrátt fyrir að þeir kosti meira en loftlínur. En þau viðmið ná ekki einu sinni til allra náttúruverndarsvæða og, ótrúlegt en satt, ekki til víðerna, einmitt þar sem sjónræn áhrif loftlína eru afar neikvæð. Í ofanálag má kostnaðarmunur ekki fara yfir ákveðið þak til að viðmiðin eigi við, nema fyrir einstöku landgerð. Með þessu er í reynd verið að útiloka lagningu stórra 220kV jarðstrengja á Íslandi, en stefna Landsnets er einmitt að byggja meginflutningskerfið upp á 220kV. Landsnet hefði því frítt spil fyrir loftlínuskóga út um allt land, þ.m.t. á Sprengisandi, í Skagafirði, Öxnadal, á Reykjanesskaga og víðar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar