María var farin að standa uppi á borði sem smábarn og skemmta áhorfendum Elín Albertsdóttir skrifar 9. maí 2015 11:00 Ardís Ólöf og María eru samrýmdar systur og stóra systir fylgist vel með öllum undirbúningi fyrir Eurovision-keppnina. Vísir/Valli Ardís Ólöf Víkingsdóttir, snyrtifræðingur og söngkona, ætlar að fylgja systur sinni, Maríu Ólafsdóttur, til Vínarborgar og veifa íslenska fánanum í salnum. Hún hlakkar mikið til að fylgjast með Maríu. Ardís Ólöf er sjálf ekkert óvön söngvakeppni. Hún tók þátt í Idol-Stjörnuleit Stöðvar 2 árið 2003-2004 og lenti í fjórða sæti keppninnar. María, systir hennar, sem þá var 11 ára, grét hástöfum þegar stóra systir datt út í næstsíðasta þætti. „Hún fylgdist mjög spennt með keppninni,“ segir Ardís. „Það hefði verið gaman að ná í lokaþáttinn,“ segir hún og bætir við að eftir standi þó frábær reynsla og minning um skemmtilegan tíma. Það var Karl Bjarni Guðmundsson, Kalli Bjarni, sem bar sigur úr býtum þetta árið.Grét yfir stóru systur „Þegar ég tók þátt í Idol-keppninni kom ég fram föstudag eftir föstudag og mikil spenna var hjá fjölskyldunni í hvert skipti. María þurfti ekki að koma svona oft fram en spennan var samt yfirþyrmandi. Mamma var einmitt að rifja upp hvernig þetta hafi verið í hverri viku þegar ég var að keppa,“ segir Ardís og hlær. „Ég get ekki neitað því að minningar frá Idol-keppninni komu upp í huga mér þegar María tók þátt í undankeppninni hér heima. Maður fékk fiðring í magann.“ Ardís var 11 ára þegar María fæddist. Hún passaði oft litlu systur og segir hana fljótt hafa sýnt mikinn áhuga á tónlist. „María kom oft með mér á hljómsveitaræfingar og var með mér í kringum alls kyns tónlistarstúss. Ég hef örugglega haft einhver áhrif á tónlistaráhuga hennar. Ég sá hins vegar mjög fljótt að hún var músíkölsk og hafði mikla hæfileika. María var farin að standa uppi á borði sem smábarn og skemmta áhorfendum. Draumur hennar er að verða leikari ásamt því að syngja og starfa við tónlist. Hún hefur leikið í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu og Ronju Ræningjadóttur með leikfélaginu í Mosfellsbæ.“Á leið til Vínar Það styttist í Eurovision-keppnina en fjölskylda Maríu, foreldrar og tvær systur og eiginmenn þeirra halda utan 19. maí. „Ég hef aldrei komið til Vínarborgar og hlakka mikið til. Borgin er sögð undurfalleg og það verður gaman að koma þangað. Það verður nóg að sjá og skoða. Svo fær María góðan stuðning í salnum, fyrir utan okkur er hópur Íslendinga að fara til Vínar,“ segir Ardís en um leið og úrslitin voru ljós hér heima ákvað fjölskyldan að fara með. „Við vorum í salnum á úrslitakvöldinu og sigurinn kom okkur skemmtilega á óvart. Það var mjög taugatrekkjandi andrúmsloft undir lokin. Þar sem María var alveg óþekkt gat maður ekki verið viss um sigur hennar þótt sú væri óskin.“ Ardís segir að það sé ekki mikið um söngvara í ættinni en þær systur, hún, Sigurbjörg og María, hafi allar farið í tónlistarskóla, lært á hljóðfæri, sungið í barnakórum og haft áhuga á tónlist. „Það var líka alltaf tónlist í tækinu þegar ég var að alast upp og mikill áhugi á tónlist yfirleitt,“ segir hún. Þær systur hafa oft sungið saman í fjölskylduboðum. „Við erum samrýmdar, spjöllum mikið saman. Ég hef fylgst vel með undirbúningnum og ferlinum hjá Maríu.“ María sagði í viðtali við Vísi í apríl að Eurovision-kjóllinn hennar verði gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli. „Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, hannar og saumar kjólinn,“ sagði hún þá.Bjartsýn „Ég horfi á allar svona söngvakeppnir og finnst mjög gaman að fylgjast með þeim. Sjálf hef ég ekki verið að syngja opinberlega eftir að ég átti seinna barnið mitt,“ segir hún en Ardís er gift Jónatan Grétarssyni ljósmyndara og eiga þau tvö börn. „Ég ákvað að draga mig út úr tónlistinni í bili,“ segir Ardís en börn hennar eru Elísabet María, 6 ára, og Viktor Örn, 4 ára. Dóttirin fékk seinna nafnið frá frænku sinni sem nú stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovison. „Börnin mín eru mjög spennt fyrir Eurovision-keppninni,“ segir hún. „Ég held að Maríu eigi eftir að ganga vel og vona innilega að hún komist upp úr undanriðlinum,“ segir Ardís en María verður tólfta í röðinni í seinni undanriðlinum, 21. maí. „Ég er bjartsýn, lagið Unbroken er flott og ég hef fulla trú á að litla systir nái langt. Hún hefur lag á að heilla áhorfendur.“ Eurovision Tengdar fréttir Rétt ákvörðun að láta dansarana hennar Maríu Ólafs fjúka Lesendur Vísis eru sammála Eyfa og Reyni um dansarana í íslenska Eurovisionatriðinu. 6. maí 2015 11:28 Dagur í lífi Maríu Ólafs Eurovision-stjörnu Íslands fylgt eftir í heilan dag. 8. maí 2015 14:33 Atli Þór bjargar Eurovision í ár: Brjálaður aðdáandi í þrjá tíma á ári „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur,“ segir Atli Þór Jóhannsson. 7. maí 2015 12:07 Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Ardís Ólöf Víkingsdóttir, snyrtifræðingur og söngkona, ætlar að fylgja systur sinni, Maríu Ólafsdóttur, til Vínarborgar og veifa íslenska fánanum í salnum. Hún hlakkar mikið til að fylgjast með Maríu. Ardís Ólöf er sjálf ekkert óvön söngvakeppni. Hún tók þátt í Idol-Stjörnuleit Stöðvar 2 árið 2003-2004 og lenti í fjórða sæti keppninnar. María, systir hennar, sem þá var 11 ára, grét hástöfum þegar stóra systir datt út í næstsíðasta þætti. „Hún fylgdist mjög spennt með keppninni,“ segir Ardís. „Það hefði verið gaman að ná í lokaþáttinn,“ segir hún og bætir við að eftir standi þó frábær reynsla og minning um skemmtilegan tíma. Það var Karl Bjarni Guðmundsson, Kalli Bjarni, sem bar sigur úr býtum þetta árið.Grét yfir stóru systur „Þegar ég tók þátt í Idol-keppninni kom ég fram föstudag eftir föstudag og mikil spenna var hjá fjölskyldunni í hvert skipti. María þurfti ekki að koma svona oft fram en spennan var samt yfirþyrmandi. Mamma var einmitt að rifja upp hvernig þetta hafi verið í hverri viku þegar ég var að keppa,“ segir Ardís og hlær. „Ég get ekki neitað því að minningar frá Idol-keppninni komu upp í huga mér þegar María tók þátt í undankeppninni hér heima. Maður fékk fiðring í magann.“ Ardís var 11 ára þegar María fæddist. Hún passaði oft litlu systur og segir hana fljótt hafa sýnt mikinn áhuga á tónlist. „María kom oft með mér á hljómsveitaræfingar og var með mér í kringum alls kyns tónlistarstúss. Ég hef örugglega haft einhver áhrif á tónlistaráhuga hennar. Ég sá hins vegar mjög fljótt að hún var músíkölsk og hafði mikla hæfileika. María var farin að standa uppi á borði sem smábarn og skemmta áhorfendum. Draumur hennar er að verða leikari ásamt því að syngja og starfa við tónlist. Hún hefur leikið í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu, Skilaboðaskjóðunni í Þjóðleikhúsinu og Ronju Ræningjadóttur með leikfélaginu í Mosfellsbæ.“Á leið til Vínar Það styttist í Eurovision-keppnina en fjölskylda Maríu, foreldrar og tvær systur og eiginmenn þeirra halda utan 19. maí. „Ég hef aldrei komið til Vínarborgar og hlakka mikið til. Borgin er sögð undurfalleg og það verður gaman að koma þangað. Það verður nóg að sjá og skoða. Svo fær María góðan stuðning í salnum, fyrir utan okkur er hópur Íslendinga að fara til Vínar,“ segir Ardís en um leið og úrslitin voru ljós hér heima ákvað fjölskyldan að fara með. „Við vorum í salnum á úrslitakvöldinu og sigurinn kom okkur skemmtilega á óvart. Það var mjög taugatrekkjandi andrúmsloft undir lokin. Þar sem María var alveg óþekkt gat maður ekki verið viss um sigur hennar þótt sú væri óskin.“ Ardís segir að það sé ekki mikið um söngvara í ættinni en þær systur, hún, Sigurbjörg og María, hafi allar farið í tónlistarskóla, lært á hljóðfæri, sungið í barnakórum og haft áhuga á tónlist. „Það var líka alltaf tónlist í tækinu þegar ég var að alast upp og mikill áhugi á tónlist yfirleitt,“ segir hún. Þær systur hafa oft sungið saman í fjölskylduboðum. „Við erum samrýmdar, spjöllum mikið saman. Ég hef fylgst vel með undirbúningnum og ferlinum hjá Maríu.“ María sagði í viðtali við Vísi í apríl að Eurovision-kjóllinn hennar verði gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli. „Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, hannar og saumar kjólinn,“ sagði hún þá.Bjartsýn „Ég horfi á allar svona söngvakeppnir og finnst mjög gaman að fylgjast með þeim. Sjálf hef ég ekki verið að syngja opinberlega eftir að ég átti seinna barnið mitt,“ segir hún en Ardís er gift Jónatan Grétarssyni ljósmyndara og eiga þau tvö börn. „Ég ákvað að draga mig út úr tónlistinni í bili,“ segir Ardís en börn hennar eru Elísabet María, 6 ára, og Viktor Örn, 4 ára. Dóttirin fékk seinna nafnið frá frænku sinni sem nú stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovison. „Börnin mín eru mjög spennt fyrir Eurovision-keppninni,“ segir hún. „Ég held að Maríu eigi eftir að ganga vel og vona innilega að hún komist upp úr undanriðlinum,“ segir Ardís en María verður tólfta í röðinni í seinni undanriðlinum, 21. maí. „Ég er bjartsýn, lagið Unbroken er flott og ég hef fulla trú á að litla systir nái langt. Hún hefur lag á að heilla áhorfendur.“
Eurovision Tengdar fréttir Rétt ákvörðun að láta dansarana hennar Maríu Ólafs fjúka Lesendur Vísis eru sammála Eyfa og Reyni um dansarana í íslenska Eurovisionatriðinu. 6. maí 2015 11:28 Dagur í lífi Maríu Ólafs Eurovision-stjörnu Íslands fylgt eftir í heilan dag. 8. maí 2015 14:33 Atli Þór bjargar Eurovision í ár: Brjálaður aðdáandi í þrjá tíma á ári „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur,“ segir Atli Þór Jóhannsson. 7. maí 2015 12:07 Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Rétt ákvörðun að láta dansarana hennar Maríu Ólafs fjúka Lesendur Vísis eru sammála Eyfa og Reyni um dansarana í íslenska Eurovisionatriðinu. 6. maí 2015 11:28
Atli Þór bjargar Eurovision í ár: Brjálaður aðdáandi í þrjá tíma á ári „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er bara spenntur,“ segir Atli Þór Jóhannsson. 7. maí 2015 12:07