Um aukið aðgengi að áfengi í Háskóla Íslands Ísak Rúnarsson skrifar 14. maí 2015 12:00 Árið er 2011 og uppi eru hugmyndir innan Háskóla Íslands um að endurvekja Stúdentakjallarann sem var fyrst opnaður árið 1975. Kjallarinn, eins og hann var kallaður, hafði þó lognast út af og honum loks lokað árið 2007 og enginn bar sem ætlaður var stúdentum hafði verið starfræktur í fjögur ár. Dagdrykkja og sötur – fyrirhyggja og skynsemi Hugmyndirnar um nýjan Stúdentakjallara snúa að því að byggja við Háskólatorg, samkomustað og félagsmiðstöð stúdenta og kennara við Háskóla Íslands. Ekki falla hugmyndirnar öllum í geð og uppi eru háværar efasemdarraddir um gagnsemi og gjöfulleika þess að opna stað á háskólasvæðinu sem býður upp á áfengi frá klukkan ellefu á daginn. Enda er það ljóst að verði þessar hugmyndir að veruleika hafi allir beint aðgengi að bjór og öðrum ólifnaði fyrir tiltölulega hóflegt gjald. Efasemdarraddirnar benda á það að ekki kunni allir að fara með áfengi og fari svo að nýr Stúdentakjallari verði byggður séu miklar líkur á því að stúdentar leggist í dagdrykkju og sötur. Yrði eðli þeirrar dagdrykkju að sötrararnir myndu svo mæta hífaðir í tíma, valda truflunum og skemma fyrir kennslu. Svo ekki sé nú talað um þá óhæfu að kennari yrði Bakkusi að bráð fyrir kennslustund; þvílíkt hneyksli! Árið 2011 eru horfurnar síður en svo góðar fyrir þessar efasemdarraddir en sama hvað tautar og raular virðast menn ætla að leggja í byggingu kjallarans. Fyrir efasemdarraddirnar hefur það sennilega verið ljúfsárt, því jafnvel þó kjallarinn verði byggður mun reynslan veita þeim uppreisn æru og sýna af hversu mikilli fyrirhyggju og skynsemi þær töluðu. Fótboltaspilið brotnaði Skautum nú fram til ársins 2015 þegar kjallarinn hefur verið starfræktur í þrjú ár í þessu 15.000 manna samfélagi sem gæti staðið undir því að vera fimmta stærsta sveitarfélag landsins. Hver er staðan? Skyldu stúdentar og kennarar mæta hífaðir í tíma að jafnaði? Syngja menn drykkjusöngva á göngum háskólans, léttir, ljúfir og kátir á góðum miðvikudegi? Nei, svo er það víst ekki. Að undanskildu einu atviki sem átti sér stað eftir haustfögnuð starfsmanna háskólans, þar sem fótboltaspilið brotnaði, muna rekstraraðilar ekki eftir því að hlutirnir hafi nokkru sinni farið úr böndunum. Skemmst er frá því að segja að í öllum þeim kennslustundum sem undirritaður hefur sótt hafa samnemendur og kennarar verið allsgáðir og engar sögur er að segja af öðru háttalagi í öðrum deildum háskólans. Raunar er það svo að sárafáir eru eftir sem gangast við því að hafa viðrað efasemdir. Það minnir um margt á þær efasemdarraddir sem heyrðust þegar bjórbanninu var aflétt í mars 1989, að minnsta kosti þekki ég ekki þann mann sem vill kannast við að hafa verið á móti því. Spurningin er því sú; hvað verður um efasemdarraddirnar nú ef áfengi verður hleypt í búðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Áfengi og tóbak Háskólar Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2011 og uppi eru hugmyndir innan Háskóla Íslands um að endurvekja Stúdentakjallarann sem var fyrst opnaður árið 1975. Kjallarinn, eins og hann var kallaður, hafði þó lognast út af og honum loks lokað árið 2007 og enginn bar sem ætlaður var stúdentum hafði verið starfræktur í fjögur ár. Dagdrykkja og sötur – fyrirhyggja og skynsemi Hugmyndirnar um nýjan Stúdentakjallara snúa að því að byggja við Háskólatorg, samkomustað og félagsmiðstöð stúdenta og kennara við Háskóla Íslands. Ekki falla hugmyndirnar öllum í geð og uppi eru háværar efasemdarraddir um gagnsemi og gjöfulleika þess að opna stað á háskólasvæðinu sem býður upp á áfengi frá klukkan ellefu á daginn. Enda er það ljóst að verði þessar hugmyndir að veruleika hafi allir beint aðgengi að bjór og öðrum ólifnaði fyrir tiltölulega hóflegt gjald. Efasemdarraddirnar benda á það að ekki kunni allir að fara með áfengi og fari svo að nýr Stúdentakjallari verði byggður séu miklar líkur á því að stúdentar leggist í dagdrykkju og sötur. Yrði eðli þeirrar dagdrykkju að sötrararnir myndu svo mæta hífaðir í tíma, valda truflunum og skemma fyrir kennslu. Svo ekki sé nú talað um þá óhæfu að kennari yrði Bakkusi að bráð fyrir kennslustund; þvílíkt hneyksli! Árið 2011 eru horfurnar síður en svo góðar fyrir þessar efasemdarraddir en sama hvað tautar og raular virðast menn ætla að leggja í byggingu kjallarans. Fyrir efasemdarraddirnar hefur það sennilega verið ljúfsárt, því jafnvel þó kjallarinn verði byggður mun reynslan veita þeim uppreisn æru og sýna af hversu mikilli fyrirhyggju og skynsemi þær töluðu. Fótboltaspilið brotnaði Skautum nú fram til ársins 2015 þegar kjallarinn hefur verið starfræktur í þrjú ár í þessu 15.000 manna samfélagi sem gæti staðið undir því að vera fimmta stærsta sveitarfélag landsins. Hver er staðan? Skyldu stúdentar og kennarar mæta hífaðir í tíma að jafnaði? Syngja menn drykkjusöngva á göngum háskólans, léttir, ljúfir og kátir á góðum miðvikudegi? Nei, svo er það víst ekki. Að undanskildu einu atviki sem átti sér stað eftir haustfögnuð starfsmanna háskólans, þar sem fótboltaspilið brotnaði, muna rekstraraðilar ekki eftir því að hlutirnir hafi nokkru sinni farið úr böndunum. Skemmst er frá því að segja að í öllum þeim kennslustundum sem undirritaður hefur sótt hafa samnemendur og kennarar verið allsgáðir og engar sögur er að segja af öðru háttalagi í öðrum deildum háskólans. Raunar er það svo að sárafáir eru eftir sem gangast við því að hafa viðrað efasemdir. Það minnir um margt á þær efasemdarraddir sem heyrðust þegar bjórbanninu var aflétt í mars 1989, að minnsta kosti þekki ég ekki þann mann sem vill kannast við að hafa verið á móti því. Spurningin er því sú; hvað verður um efasemdarraddirnar nú ef áfengi verður hleypt í búðir?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun