Ein virkjun dregin til baka úr tillögunni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 09:00 Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta í gær og ein virkjun dregin til baka. Fréttablaðið/vilhelm Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni. Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni.
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent