Lofar ekki stuðningi sínum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. maí 2015 07:00 Mikið var deilt um hvort ætti að ræða tillögu atvinnuveganefndar áfram á þingi í gær. Umhverfisráðherra segist virða vald Alþingis til breytingartillagna. fréttablaðið/stefán Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð. Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á að farið yrði í einu og öllu eftir verkferlum Rammaáætlunar. Þess vegna hefði hún kosið að verkefnisstjórn hefði fjallað um virkjanakosti í neðrihluta Þjórsár. Hún sé hins vegar sammála því að Hvammsvirkjun verði færð í nýtingarflokk, eins og forveri hennar, Sigurður Ingi Jóhannsson, lagði til. „Það segir sig sjálft að ég stend alveg með mínum forvera í því að ég hefði eflaust gert eins og hann að setja fram Hvammsvirkjun. Þá eru, eðli málsins samkvæmt, hinir kostirnir áfram í verkefnastjórninni.“ Sigrún segist hins vegar standa frammi fyrir orðnum hlut og hún verði að virða þingræðið. Forseti hafi úrskurðað tillögu atvinnuveganefndar þingtæka og hún sætti sig að sjálfsögðu við það. En mun hún styðja tillöguna? „Við sjáum bara hvernig atkvæðagreiðslan fer.“ Sigrún segir að hún hafi farið á fund atvinnuveganefndar í desember, þegar hún var þingflokksformaður Framsóknarflokksins, þar sem fjallað var um umrædda virkjanakosti. „Ég mætti á þann nefndarfund og bað menn að fara nokkuð varlega. Það ætti ekki að fara of geyst. Það var mitt mat sem þingflokksformaður Framsóknar.“ Sigrún hélt fundi með verkefnisstjóra Rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni, þegar hún tók við sem umhverfisráðherra um áramótin. Hún segist hafa lagt ríka áherslu á það að farið væri í einu og öllu eftir lögum og reglum og verkfærið Ramminn nýtt á réttan hátt. „Ég setti metnað minn í það að vilja að einu sinni yrði þetta verkfæri nýtt alveg. Nú var fjármagnið komið þannig að það var ekki hindrun. Einmitt út af þessu öllu saman sagði ég að ég gæti ekki sætt mig við Hagavatnsvirkjun,“ segir Sigrún og vísar til þess að hún hafði ekki verið fullrannsökuð.
Alþingi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira