Vonar að aðfinnslur hreyfi við ráðherra Svavar Hávarðsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Hilmar J. Malmquist Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokallaða eftirfylgniskýrslu á mánudag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbyggingu þess og umfang til framtíðar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starfseminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum.Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga.fréttablaðið/gva„Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndarlega náttúrufræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrifstofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsaleigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýningahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir náttúrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að vegna skorts á fjármunum yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn. Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokallaða eftirfylgniskýrslu á mánudag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbyggingu þess og umfang til framtíðar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starfseminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum.Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga.fréttablaðið/gva„Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndarlega náttúrufræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrifstofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsaleigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýningahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir náttúrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að vegna skorts á fjármunum yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn.
Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira