CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Þegar fyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar losnar bæði um fjármagn og þekkingu, bendir Frosti Sigurjónsson á. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
„Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira