Aníta öflug í að slá þessi eldgömlu Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 06:00 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/EPA Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur gert það að vana sínum að færa gömul Íslandsmet inn í nútímann og eitt slíkt bættist í hópinn á afar sterku móti í Hengelo í Hollandi um helgina. Aníta hljóp þá 1000 metra hlaup á 2:36,63 mínútum og bætti tæplega 33 ára gamalt met FH-ingsins Ragnheiðar Ólafsdóttur frá árinu 1982. Aníta endaði í fimmta sæti í hlaupinu, sem var stjörnum hlaðið, en rétt á undan henni var hin breska Jenny Meadows. Aníta átti flottan endasprett í hlaupinu og var á endanum aðeins einni sekúndu frá því að bæta Evrópumet unglinga í greininni. Evrópumetið er 2:35,4 mínútur og í eigu hinnar sovésku Irinu Nikitina (1979) og hinnar austurþýsku Katrin Wühn (1984). Aníta hefur nú bætt yfir 28 ára gömul Íslandsmet í fimm greinum innan- og utanhúss því áður hafði hún bætt metin í 800 metra hlaupunum inni og úti, 1500 metra hlaupinu inni og 1000 metra hlaupinu inni. Umrædd Ragnheiður Ólafsdóttir átti þrjú af þessum fimm metum og hún á líka metið í 1500 metra hlaupi sem gæti verið í hættu á Smáþjóðaleikunum í næsta mánuði gangi allt upp hjá Anítu. Ragnheiður setti það Íslandsmet 24. apríl 1987. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þessi fimm eldgömlu Íslandsmet sem Anítu hefur slegið frá 2012. Eins og öll þessi met þá var Aníta að bæta líka aldursflokkametin 18-19 ára og 20-22 ára. Aníta er fædd árið 1996 og er því enn gjaldgeng í báða flokka. Sunnudagurinn var svo flottur fyrir íslenskar frjálsíþróttakonur því Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti þegar hún kastaði 58,43 metra í Kaplakrika.Eldgömlu metin sem Aníta Hinriksdóttir hefur slegið frá árinu 2012:34 ár, 10 mánuðir og 29 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 15. desember 2012 í Reykjavík. Metið var 2:52,1 mínútur en Aníta hljóp á 2:43,22 mínútum.34 ár, 10 mánuðir og 25 dagarMet Lilju Guðmundsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 21. janúar 2012 í Reykjavík. Metið var 2:09,72 mínútur en Aníta hljóp á 2:05,96 mínútum. Aníta hefur bætt það fimm sinnum; er 2:01,56 mín. í dag.32 ár, 10 mánuðir og 11 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1000 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. maí 2015 í Hengelo í Hollandi. Metið var 2:44,6 mínútur en Aníta hljóp á 2:36,63 mínútum. 31 ár, 11 mánuðir og 26 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi kvenna inni. Aníta Hinriksdóttir sló það 27. janúar 2013 í Reykjavík. Metið var 4:21,49 mínútur en Aníta hljóp á 4:19,57mínútum. Aníta hefur bætt það einu sinni síðan; er 4:19,31 mín. í dag.28 ár, 10 mánuðir og 22 dagarMet Ragnheiðar Ólafsdóttur í 800 metra hlaupi kvenna. Aníta Hinriksdóttir sló það 24. júní 2012 í Mannheim í Þýskalandi. Metið var 2:04,90 mínútur en Aníta hljóp á 2:04,79 mínútum. Aníta hefur bætt það fjórum sinnum; er 2:00,49 mín. í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Sjá meira