Samtök ferðaþjónustunnar ánægð með úthlutun til ferðamannastaða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Helga Árnadóttir Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55