Hannaði Svarthöfða í Star Wars Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Oddur Eysteinn Friðriksson er hér ásamt unnutu sinni Katrínu Ólafíu Þórhallsdóttur og Brian Muir og konunni hans, Lindsay Muir. Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“ Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein