Stjórnarskráin – eitt skref í einu Stefán Jón Hafstein skrifar 30. maí 2015 07:00 Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur. Getur verið að þetta endalausa þrátefli hafi verið rofið með grein formanns Sjálfstæðisflokksins á dögunum þar sem hann leggur til endurbætur á mikilvægum atriðum sem kosið verði um samhliða næstu forsetakosningum að ári? Í þágu málstaðarins tel ég rétt að íhuga það.Auðlindaákvæði Formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til að sú stjórnarskrárnefnd sem nú starfar (enn ein) skili af sér tillögum í tæka tíð fyrir næsta vor og verði kosið um ákvæði um auðlindir í þjóðareign (sem hann segir engan ágreining um) og aukinn rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og setja valdastofnunum skorður. Eins og ég rakti í grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu hefur í raun og veru verið ágreiningur um skilgreininguna á hugtakinu um „þjóðareign“ á auðlindum og formaður Sjálfstæðisflokksins veit mætavel að þar beinast spjótin einkum að fólki í hans eigin röðum. Ekkert í grein hans bendir til að hann geri sér ekki grein fyrir raunverulegu inntaki málsins, að hugtakið „þjóðareign“ í stjórnarskrá verði að hafa merkingarbæran stuðning og skilgreiningu sem taki af vafa um eignarhald Íslendinga allra á sameiginlegum auðlindum og að þjóðin öll eigi að njóta arðs af þeim. Tvær auðlindanefndir hafa fjallað ítarlega um þennan þátt og flutningsmenn tillagna úr öllum flokkum hafa reynt að skapa um þetta naglfasta samstöðu – án árangurs og einkum vegna andstöðu í Sjálfstæðisflokknum.Aukin lýðréttindi Sama máli gegnir um ákvæði um aukinn rétt fólks til að sækja rétt sinn á hendur löggjafar- og framkvæmdavaldi. Útfærslan verður að hafa raunverulegt gildi svo ekki sé aðeins um orðin tóm að ræða. Þetta ræddi stjórnlagaráð í þaula og nægur efniviður er til staðar. Því má segja að um bæði þessi ákvæði hafi verið rætt ítarlega og vönduð vinna liggi fyrir sem geri þessari nýjustu stjórnarskrárnefnd verkið fremur létt.Trúverðugleiki formannsins? Er útspil formanns Sjálfstæðisflokksins núna trúverðugt? Hann gerir sér trúlega manna best grein fyrir því að höfundur hugtaksins um „ómöguleika“ gagnvart eigin kosningaloforðum er fremur berskjaldaður – enda mátti sjá það af nánast ósjálfráðum viðbrögðum sumra þeirra sem vilja mun róttækari heildarbreytingar. Ég er í þeim hópi, en hér í liggur tækifæri. Til að ná fram mikilvægum breytingum sem skipta verulegu máli þurfa allir að gefa eftir. Ég kann að baka mér óvinsældir þeirra sem vilja „allt eða ekkert“, en þá leið tel ég ófæra af þessum sökum: Alþingi kaus að efna ekki loforð sitt í kjölfar Rannsóknarskýrslunnar og staðfesta nýja stjórnarskrá; það hélt tillögum stjórnlagaráðs í gíslingu á fyrra kjörtímabili og á þessu var svo enn einu sinni farin leiðin um „fleiri nefndir – engar efndir“. Sá glæpur er fullframinn. Það er von að fólk sé ekki móttækilegt fyrir málamiðlun. En ef tekst að ná fram markverðum breytingum í þá átt sem formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til og fá þær staðfestar á næsta ári tel ég mikið unnið og áfangasigur í höfn. Betri er hálfur sigur en enginn.Leiðin skiptir máli Í framhaldi af tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins legg ég þetta til: Að stjórnarskrárnefndin ljúki tillögugerð um þessi ákvæði fyrir haustið og bjóði upp á almenna og skipulega umræðu víða um samfélagið um eðli og inntak þeirra breytinga sem lagt er upp með. Sérstaklega verði hugað að því að þeir sem sárast hafa verið leiknir síðustu misseri fái boð um að koma að borðinu og leggja gott til. Málinu verði hleypt út úr lokaðri nefndarstofu og sett á lýðræðislegan umræðuvettvang. Tillögur stjórnarskrárnefndar verði einmitt tillögur – til almennrar umræðu. Upp úr næstu áramótum verði búið að leysa úr og jafna ágreining ef hægt er og móta ákvæði sem þjóðin er reiðubúin að styðja af heilum hug. Takist það ekki, segir mér svo hugur að slíkt klúður verði hin endanlega grafskrift stjórnmálastéttarinnar eins og hún leggur sig. Allir hafa til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Stefán Jón Hafstein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur. Getur verið að þetta endalausa þrátefli hafi verið rofið með grein formanns Sjálfstæðisflokksins á dögunum þar sem hann leggur til endurbætur á mikilvægum atriðum sem kosið verði um samhliða næstu forsetakosningum að ári? Í þágu málstaðarins tel ég rétt að íhuga það.Auðlindaákvæði Formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til að sú stjórnarskrárnefnd sem nú starfar (enn ein) skili af sér tillögum í tæka tíð fyrir næsta vor og verði kosið um ákvæði um auðlindir í þjóðareign (sem hann segir engan ágreining um) og aukinn rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og setja valdastofnunum skorður. Eins og ég rakti í grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu hefur í raun og veru verið ágreiningur um skilgreininguna á hugtakinu um „þjóðareign“ á auðlindum og formaður Sjálfstæðisflokksins veit mætavel að þar beinast spjótin einkum að fólki í hans eigin röðum. Ekkert í grein hans bendir til að hann geri sér ekki grein fyrir raunverulegu inntaki málsins, að hugtakið „þjóðareign“ í stjórnarskrá verði að hafa merkingarbæran stuðning og skilgreiningu sem taki af vafa um eignarhald Íslendinga allra á sameiginlegum auðlindum og að þjóðin öll eigi að njóta arðs af þeim. Tvær auðlindanefndir hafa fjallað ítarlega um þennan þátt og flutningsmenn tillagna úr öllum flokkum hafa reynt að skapa um þetta naglfasta samstöðu – án árangurs og einkum vegna andstöðu í Sjálfstæðisflokknum.Aukin lýðréttindi Sama máli gegnir um ákvæði um aukinn rétt fólks til að sækja rétt sinn á hendur löggjafar- og framkvæmdavaldi. Útfærslan verður að hafa raunverulegt gildi svo ekki sé aðeins um orðin tóm að ræða. Þetta ræddi stjórnlagaráð í þaula og nægur efniviður er til staðar. Því má segja að um bæði þessi ákvæði hafi verið rætt ítarlega og vönduð vinna liggi fyrir sem geri þessari nýjustu stjórnarskrárnefnd verkið fremur létt.Trúverðugleiki formannsins? Er útspil formanns Sjálfstæðisflokksins núna trúverðugt? Hann gerir sér trúlega manna best grein fyrir því að höfundur hugtaksins um „ómöguleika“ gagnvart eigin kosningaloforðum er fremur berskjaldaður – enda mátti sjá það af nánast ósjálfráðum viðbrögðum sumra þeirra sem vilja mun róttækari heildarbreytingar. Ég er í þeim hópi, en hér í liggur tækifæri. Til að ná fram mikilvægum breytingum sem skipta verulegu máli þurfa allir að gefa eftir. Ég kann að baka mér óvinsældir þeirra sem vilja „allt eða ekkert“, en þá leið tel ég ófæra af þessum sökum: Alþingi kaus að efna ekki loforð sitt í kjölfar Rannsóknarskýrslunnar og staðfesta nýja stjórnarskrá; það hélt tillögum stjórnlagaráðs í gíslingu á fyrra kjörtímabili og á þessu var svo enn einu sinni farin leiðin um „fleiri nefndir – engar efndir“. Sá glæpur er fullframinn. Það er von að fólk sé ekki móttækilegt fyrir málamiðlun. En ef tekst að ná fram markverðum breytingum í þá átt sem formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til og fá þær staðfestar á næsta ári tel ég mikið unnið og áfangasigur í höfn. Betri er hálfur sigur en enginn.Leiðin skiptir máli Í framhaldi af tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins legg ég þetta til: Að stjórnarskrárnefndin ljúki tillögugerð um þessi ákvæði fyrir haustið og bjóði upp á almenna og skipulega umræðu víða um samfélagið um eðli og inntak þeirra breytinga sem lagt er upp með. Sérstaklega verði hugað að því að þeir sem sárast hafa verið leiknir síðustu misseri fái boð um að koma að borðinu og leggja gott til. Málinu verði hleypt út úr lokaðri nefndarstofu og sett á lýðræðislegan umræðuvettvang. Tillögur stjórnarskrárnefndar verði einmitt tillögur – til almennrar umræðu. Upp úr næstu áramótum verði búið að leysa úr og jafna ágreining ef hægt er og móta ákvæði sem þjóðin er reiðubúin að styðja af heilum hug. Takist það ekki, segir mér svo hugur að slíkt klúður verði hin endanlega grafskrift stjórnmálastéttarinnar eins og hún leggur sig. Allir hafa til mikils að vinna.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun