Þröngþingi Íslendinga Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. júní 2015 07:00 Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn pistilinn um þá stöðu sem upp er komin á Alþingi Íslendinga. Raunar er sá lækur orðinn svo bakkafullur að úr honum flæðir um tún og haga, götur og stræti og hlustir allra þeirra sem nenna að fylgjast með því sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar taka sér fyrir hendur þessa dagana. Staðan er þannig að engin starfsáætlun er í gildi, reynt er að koma nefndafundum á þegar færi gefst, óvíst er hvenær stór mál koma inn og enginn veit hvernig vinnunni mun fram vinda. Vinnu sem felst í því að setja okkur sem í þessu landi búum lög. Nú er svo komið að búið er að taka rammann, erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar, af dagskrá og óvíst hvað um það verður. Það hefur hins vegar litlu breytt, enda enginn hörgull á stórum málum sem kljúfa þingheim. Þegar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða hvarf af dagskrá birtist fljótlega frumvarp til breytinga á lögum um stjórnarráð. Og nú hafa þingmenn rætt það dögum saman og lítið lát virðist á þeirri umræðu. Málið er samt einfaldara en margur kann að hyggja. Í grunninn snýst deilan um það að ríkisstjórnin vill koma fjöldamörgum málum í gegnum þingið á eins fáum dögum og mögulegt er. Stjórnarandstaðan er á móti mörgum þessara mála og þar sem stjórnarliðum hefur ekki tekist að nýta tímann betur en raun ber vitni er sú staða upp komin að langar umræður um einstök mál stöðva alla afgreiðslu. Þetta gátu allir sagt sér að myndi gerast, hver sá sem fylgst hefur með stjórnmálum í meira en korter veit að þessi staða kemur upp á hverju ári, miserfið þó. Til að gera hana sem auðveldasta gildir að koma málum sem fyrst inn í þingið og afgreiða snemma. Það hafa ráðherrar ekki tileinkað sér. Árangur áfram – ekkert stopp, var eitt sinn kosningaslagorð Framsóknarflokksins. Hafi ætlunin verið að losna við stoppin hefði mátt halda betur á málum í þinginu. Og margir forystumanna flokksins mættu líka hafa það í huga að það er ekki líklegt til að liðka fyrir samningum að snupra hinn samningsaðilann nokkuð reglulega. Eða varla taldi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra það bæta stöðuna að sproksetja Guðmund Steingrímsson á Facebook, eða hvað? En kannski eru menn bara orðnir svona pirraðir. Svo einfalt er það að öllum á að vera ljóst að samningar nást ekki nema með samræðum. Þær hafa litlar farið fram og nú er svo komið að ekki verða þingfundir á mánudag. Í sovésku skákbiblíunni er að finna mörg gullkorn sem lúta að aga og reglum. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa áætlun í öllu sem gert er og á einum stað segir: „Og svörtum er réttilega refsað fyrir að tefla án áætlunar.“ Á Alþingi virðast allir tefla án áætlunar. Alþingi er hætt að verðskulda forskeytið al-, enda trauðla hægt að segja að þar sé hugað að al-menningi, al-mannahagsmunum eða al-mennilegum samskiptavenjum yfir höfuð. Þröngir hagsmunir ráða þar för.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun