Matvælalandið Ísland – gæði, ferskleiki og sérstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar