Af dramblátum bavíönum og valdamönnum Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. júní 2015 08:00 Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fred Goodwin var hamstola af bræði. Hvernig gat þetta hafa gerst? Sérstaklega í nýju höfuðstöðvunum. Hann hélt að hann hefði gert allt til þess að stjórn fyrirtækisins þyrfti ekki að líða slíkan hrylling. Hann hafði unnið náið með arkitektunum. Hann hafði sjálfur valið veggfóðrið – það var úr silki. Hvernig hafði eitthvað svo óhugnanlegt brotist inn fyrir fagurfræðilegan varnarmúrinn? Tölvupóstur var sendur til allra starfsmanna sem tengdust atvikinu. Þetta yrði ekki liðið. Ef þetta gerðist aftur yrðu afleiðingarnar alvarlegar. Starfsfólki yrði refsað. Hann var jú forstjórinn. Það var hlutverk hans að halda uppi aga. Sýna hörku. Starfsfólk Royal Bank of Scotland var vant því að lifa í stöðugum ótta við skapofsa yfirmanns bankans, Freds Goodwin. Hann vildi ráða öllu. Ekkert var honum óviðkomandi. Hann vildi fá að ráða því hvernig hálsbindi menn gengu með. Hann tjúllaðist ef ekki var flogið sérstaklega með ferska ávexti handa honum frá París á hverjum degi. En sjaldan hafði hann orðið jafnreiður og þegar boðið var upp á ódýrt, bleikt ískex með morgunkaffinu á stjórnarfundi.Völd eins og kókaín Ian Robertson er prófessor í hugrænum taugavísindum við Trinity háskólann í Dyflinni á Írlandi. Árið 2012 skrifaði hann bók um hvaða áhrif völd hafa á heila fólks. Í ljós kemur að völd eru jafnávanabindandi og kókaín. Rannsóknir hafa sýnt að völd, rétt eins og kókaín, hafa áhrif á magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Áhrif þess að öðlast völd og að taka kókaín eru nánast þau sömu. Robertson vísar í rannsóknir sem gerðar voru á bavíönum. Því neðar sem bavíani er í valdapíramída samfélags síns því minna dópamín er í heila hans. Sé bavíaninn hins vegar „hækkaður í tign“ eykst dópamínið í heilanum. Sömu áhrifa gætir hjá fólki komist það til valda. Áhrif dópamíns geta verið jákvæð. Fólk fyllist orku, sjálfstrausti og sælutilfinningu. Of mikið dópamín getur hins vegar haft neikvæð áhrif og leitt til hroka, óþolinmæði og vænisýki. Robertson leiðir að því líkur í bók sinni að völd breyti persónuleika og hegðun fólks. Tekur hann hegðun Freds Goodwin sem dæmi um framkomu sem aðeins sjáist í fari einhvers sem hefur mikil völd, einhvers sem kominn er yfir strikið svo að áhrif alls dópamínsins eru orðin neikvæð. En dramb er falli næst. Orðtakinu fékk Fred Goodwin að kynnast af eigin raun stuttu eftir að hann hellti sér yfir starfsfólk Royal Bank of Scotland vegna bleika ískexins. Bankinn fór á hausinn með meiri tilþrifum en sést hefur í breskri viðskiptasögu. Árið 2008 nam tap hans 24 milljörðum punda sem er mesta tap fyrirtækis sem sést hefur í Bretlandi. Breska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og var bankinn ríkisvæddur. Fred Goodwin var látinn fjúka.Hroki, frekja og fánýti Mönnum fara völd misvel. Ólíklegt er að öllum fari þau jafnilla og Fred Goodwin. Og þó. Stundum er eins og á einni helstu valdastofnun Íslands, Alþingi, starfi einmitt hópur velklæddra bavíana sem hnutu um tilviljun, hentust upp valdapíramídann, lentu með nefið á línu af kókaíni, sugu það upp og ráfa nú reikulir um sali löggjafarsamkundunnar með höfuðið fullt af dópamíni og ranghugmyndum um eigið ágæti. Í vikunni átti sér stað á Alþingi atvik í anda bleika ískexins hjá Royal Bank of Scotland hvað varðar hroka, frekju og fánýti. Hið svo kallaða flugvallarfrumvarp sem færir skipulagsvaldið yfir m.a. flugvellinum í Vatnsmýri frá Reykjavíkurborg til Alþingis var afgreitt nánast umræðulaust úr umhverfis- og samgöngunefnd fyrir forgöngu formanns nefndarinnar. Eins og þrír stjórnarandstæðingar bentu á í aðsendri grein hér á síðum Fréttablaðsins í kjölfarið er málið hið furðulegasta. „Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin.“ Þessi atlaga Framsóknar að stjórnarskrárvörðum réttindum sveitarfélaga er liður í valdafylleríi sem farið er úr böndunum. Flokkurinn er eins og hópur af unglingum sem komst í vínskápinn þegar pabbi og mamma voru ekki heima og kann ekki með veigarnar að fara. Framsóknarmönnum nægir ekki að æla yfir heilu sætaraðirnar í flugvélum heldur verða landsmenn allir nú fyrir spýju geðþóttaákvarðana þeirra og frekju, valdhroka sem stiginn er þeim til höfuðs í bókstaflegri merkingu í formi dópamíns. En hvort sem ofríkið snýr að bleiku ískexi eða flugvellinum í Vatnsmýrinni vitum við öll hvað er handan hornsins. Því eins og Fred Goodwin fékk að kynnast: Dramb er falli næst.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun