Getum Tékkað okkur inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 08:00 Kolbeinn Sigþórsson tryggir hér Íslandi 2-1 sigur á Tékkum og þar með toppsætið í riðlinum. Fréttablaðið/Ernir Íslenska þjóðin var send með bros á vör í sumarfrí eftir stórglæsilegan endurkomusigur, 2-1, hjá íslenska landsliðinu í fótbolta í gærkvöldi gegn því tékkneska. Eftir að lenda 1-0 undir, þvert gegn gangi leiksins, komu strákarnir til baka með mörkum fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Kolbeins Sigþórssonar og tryggðu sér sigurinn. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og reyndu að nýta sér föst leikatriði. Þeir fengu engin færi, ekkert frekar en í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sæll og glaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt liðið vildi gera mistök enda leiddu mistök til allra þriggja markanna í fyrri leiknum. Íslenska liðið var þó hugrakkara og fékk nokkur ágæt tækifæri. Næst komst Gylfi Þór Sigurðsson því að skora þegar hann mundaði gullfótinn í tvígang úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Gylfi var, eins og áður í keppninni, alveg frábær inni á miðsvæðinu með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson með sér. Aron Einar heldur áfram að spila eins og kóngur, límir saman vörn og miðju. Gylfi nýtur þess að spila við hliðina á honum og stýrði spilinu á miðsvæðinu eins og umferðarlögregla. Besti fótboltamaðurinn á Laugardalsvelli var í íslenska liðinu í gær. „Fyrri hálfleikurinn var alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki mikla áhættu og mér leið eins og þeir vildu fyrst og fremst verja stigið,“ sagði Lagerbäck. Okkar menn ætluðu sér að vinna leikinn og komu flottir út í seinni hálfleikinn. Það var upp úr þurru sem Borak Dockal kom gestunum yfir með draumamarkið, en eftir það sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir og rúmlega það. Ísland pressaði stíft eftir markið og leyfði Tékkunum ekki að fagna. Það var ekkert minna en sanngjarnt þegar fyrirliðinn Aron Einar stangaði boltann í netið eftir magnaða sendingu Ara Freys inn á teiginn. Aron setti allan þann fítónskraft sem hann átti í skallann enda þarf ekkert minna til að koma boltanum fram hjá Petr Cech. Eftir markið var aldrei spurning um hvort liðið myndi skora aftur. Ísland var einfaldlega miklu betri aðilinn. Tékkarnir réðu ekkert við liðspressu íslenska liðsins og gátu lítið annað gert en að sparka boltanum aftur í fangið á íslensku strákunum. Það er einfaldlega þannig að íslenska liðið er orðið svo gott, skipulagt og baráttuglatt að lið eins og Tékkland verður að sætta sig við löng neyðarspörk fram völlinn. Enginn fagnaði marki Kolbeins Sigþórssonar meira en hann sjálfur. Eyðimerkurgöngunni loksins lokið. Hann hafði ekki átt neitt sérstakan leik fram að markinu þó að hann hafi verið duglegur eins og alltaf, en færið kláraði hann eins og heimsklassa framherji. Ef við Íslendingar megum einhvern tíma tapa okkur í hinni alíslensku bjartsýni er það núna. Og sú bjartsýni er ekki byggð á sandi. Við eigum tvo heimaleiki eftir gegn slökustu þjóðum riðilsins, en þó erfiða útileiki. Verkefnið þarf að klára, engin spurning. Strákarnir fóru samt langt með að tékka sig inn til Frakklands í gærkvöldi. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góða möguleika núna,“ sagði Lagerbäck sem er allt annað en yfirlýsingaglaður. Það ætti að segja okkur eitthvað. „Við erum búnir að spila við öll bestu liðin í riðlinum og þau eiga eftir innbyrðisleiki.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Íslenska þjóðin var send með bros á vör í sumarfrí eftir stórglæsilegan endurkomusigur, 2-1, hjá íslenska landsliðinu í fótbolta í gærkvöldi gegn því tékkneska. Eftir að lenda 1-0 undir, þvert gegn gangi leiksins, komu strákarnir til baka með mörkum fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Kolbeins Sigþórssonar og tryggðu sér sigurinn. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og reyndu að nýta sér föst leikatriði. Þeir fengu engin færi, ekkert frekar en í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sæll og glaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt liðið vildi gera mistök enda leiddu mistök til allra þriggja markanna í fyrri leiknum. Íslenska liðið var þó hugrakkara og fékk nokkur ágæt tækifæri. Næst komst Gylfi Þór Sigurðsson því að skora þegar hann mundaði gullfótinn í tvígang úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Gylfi var, eins og áður í keppninni, alveg frábær inni á miðsvæðinu með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson með sér. Aron Einar heldur áfram að spila eins og kóngur, límir saman vörn og miðju. Gylfi nýtur þess að spila við hliðina á honum og stýrði spilinu á miðsvæðinu eins og umferðarlögregla. Besti fótboltamaðurinn á Laugardalsvelli var í íslenska liðinu í gær. „Fyrri hálfleikurinn var alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki mikla áhættu og mér leið eins og þeir vildu fyrst og fremst verja stigið,“ sagði Lagerbäck. Okkar menn ætluðu sér að vinna leikinn og komu flottir út í seinni hálfleikinn. Það var upp úr þurru sem Borak Dockal kom gestunum yfir með draumamarkið, en eftir það sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir og rúmlega það. Ísland pressaði stíft eftir markið og leyfði Tékkunum ekki að fagna. Það var ekkert minna en sanngjarnt þegar fyrirliðinn Aron Einar stangaði boltann í netið eftir magnaða sendingu Ara Freys inn á teiginn. Aron setti allan þann fítónskraft sem hann átti í skallann enda þarf ekkert minna til að koma boltanum fram hjá Petr Cech. Eftir markið var aldrei spurning um hvort liðið myndi skora aftur. Ísland var einfaldlega miklu betri aðilinn. Tékkarnir réðu ekkert við liðspressu íslenska liðsins og gátu lítið annað gert en að sparka boltanum aftur í fangið á íslensku strákunum. Það er einfaldlega þannig að íslenska liðið er orðið svo gott, skipulagt og baráttuglatt að lið eins og Tékkland verður að sætta sig við löng neyðarspörk fram völlinn. Enginn fagnaði marki Kolbeins Sigþórssonar meira en hann sjálfur. Eyðimerkurgöngunni loksins lokið. Hann hafði ekki átt neitt sérstakan leik fram að markinu þó að hann hafi verið duglegur eins og alltaf, en færið kláraði hann eins og heimsklassa framherji. Ef við Íslendingar megum einhvern tíma tapa okkur í hinni alíslensku bjartsýni er það núna. Og sú bjartsýni er ekki byggð á sandi. Við eigum tvo heimaleiki eftir gegn slökustu þjóðum riðilsins, en þó erfiða útileiki. Verkefnið þarf að klára, engin spurning. Strákarnir fóru samt langt með að tékka sig inn til Frakklands í gærkvöldi. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góða möguleika núna,“ sagði Lagerbäck sem er allt annað en yfirlýsingaglaður. Það ætti að segja okkur eitthvað. „Við erum búnir að spila við öll bestu liðin í riðlinum og þau eiga eftir innbyrðisleiki.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira