Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2015 06:30 Strákarnir okkar fagna sigrinum í gær og eru á leið á EM í enn eitt skiptið. vísir/Ernir Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM. Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Einstakur árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudaginn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endurreisn íslenska handboltalandsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bakdyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undankeppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafntefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svartfjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk.Aron Pálmarsson í leiknum í gær.vísir/ernirHugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þakkar breyttu hugarfari þennan viðsnúning á leik íslenska liðsins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Danmörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunngildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björgvin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavarssonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spilaði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína.Það var kátt í Höllinni í gær.vísir/ernirGóð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefánssonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leikmönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosalega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki. Íslenski handboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ýmsar vangaveltur voru um það í aðdraganda leiksins gegn Svartfjallalandi hvort Ísland væri komið á EM í Póllandi eða ekki. Samkvæmt tölfræðinni var íslenska liðið ekki alveg öruggt með sæti í lokakeppninni en það þurfti ansi mikið að gerast til að svo yrði ekki. En íslensku strákarnir tóku þá skynsamlegu ákvörðun að treysta ekki á tölfræðina og rúlluðu yfir Svartfellinga frammi fyrir fullri Laugardalshöll í gær. Staðan var 19-11 í hálfleik og þegar yfir lauk munaði tólf mörkum á liðunum, 34-22. Farseðilinn til Póllands er því klár en þetta er í níunda sinn í röð sem Ísland verður með í lokakeppni EM. Einn maður hefur verið með á öllum þessum mótum, Guðjón Valur Sigurðsson, en EM í Póllandi verður hans nítjánda stórmót. Einstakur árangur hjá þessum magnaða íþróttamanni sem byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti, öfugt við leikinn í Ísrael á miðvikudaginn. Fyrirliðinn skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Íslands og gaf tóninn fyrir framhaldið. Sigurinn í gær fullkomnaði endurreisn íslenska handboltalandsliðsins eftir erfiða mánuði. Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Bosníu í umspilsleikjum um sæti á HM Katar en komst svo bakdyramegin inn á mótið. Íslenska liðið endaði í 11. sæti í Katar eftir misjafna spilamennsku. Þá voru íslensku strákarnir búnir að gera sér erfitt fyrir í riðlinum í undankeppni EM með því að tapa fyrir Svartfjallalandi á útivelli í nóvember á síðasta ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og það hefur verið allt annað að sjá íslenska liðið í síðustu fjórum leikjum í undankeppninni. Íslensku strákarnir byrjuðu á því að valta yfir Serbíu í Höllinni, 38-22, fylgdu því eftir með jafntefli við sama lið á útivelli, unnu svo tíu marka sigur á Ísrael í Tel Avív áður en þeir settu punktinn yfir i-ið með sigrinum á Svartfjallalandi. Íslenska liðið skoraði 32,8 mörk að meðaltali í þessum fjórum leikjum og fékk aðeins á sig 23,3 mörk.Aron Pálmarsson í leiknum í gær.vísir/ernirHugarfarið breyttist Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þakkar breyttu hugarfari þennan viðsnúning á leik íslenska liðsins: „Þetta snerist um hugarfarið. Við spiluðum mjög vel á EM í Danmörku 2014 en það kom eitthvað þreytu- og vanmatsástand fyrir leikina gegn Bosníu, liði sem við héldum að við myndum vinna.“ „Við töpuðum því einvígi og umræðan í kringum HM í Katar var svolítið neikvæð. Þar vorum við mjög sveiflukenndir, áttum frábæra leiki inn á milli í bland við mjög lélega. Það var svolítið áfall fyrir okkur,“ sagði Aron. „Þegar við komum inn í Serbíu-verkefnið var hugarfarið allt annað og allir voru klárir á því um hvað þetta snerist,“ bætti Aron við. Hann segir að íslenska liðið hafi ákveðið að sækja aftur í grunngildin; baráttuna og fórnfýsina sem hefur skilað því svo langt í gegnum tíðina. En það spilar fleira inn í. Björgvin Páll Gústavsson hefur spilað glimrandi vel í íslenska markinu og samvinna þeirra Bjarka Más Gunnarssonar og Vignis Svavarssonar í miðri vörninni verður betri með hverjum leiknum. Vörnin og markvarslan hafa svo skilað íslenska liðinu fjölda marka úr hraðaupphlaupum sem vantaði í Katar. Og svo munar öllu að hafa Aron Pálmarsson heilan. Hann kann handbolta upp á tíu og spilaði eins og engill í gær, skoraði sex mörk og átti auk þess mýgrút af stoðsendingum á félaga sína.Það var kátt í Höllinni í gær.vísir/ernirGóð ára í kringum Ólafs Þá hefur innkoma Ólafs Stefánssonar í þjálfarateymið haft sitt að segja að sögn Arons: „Það var frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og það er góð ára í kringum hann. Hann gefur leikmönnunum góð ráð og kemur inn með taktísk atriði.“ „Þjálfarateymið virkar rosalega vel og þessi samsetning hefur komið vel út,“ sagði Aron sem getur farið brosandi í sumarfrí; nýkrýndur Danmerkurmeistari með Kolding og búinn að koma Íslandi á EM. Það er þó enn óvíst hvort Aron verði áfram við stjórnvölinn hjá íslenska landsliðinu en það var á honum að skilja að það væri líklegra en ekki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira