
Átakastjórnmál og þjóðarhagsmunir
Átakastjórnmál eru leiðinleg og það sem meira er, þau geta valdið gríðarlegum skaða. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn því í mars árið 2012 að þrotabú gömlu bankanna færu að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin og að samningsstaða Íslands gagnvart kröfuhöfum yrði styrkt til mikilla muna. Rökstuðningurinn var ekki efnismeiri en sá að ekki væri hægt að styðja tillögur ríkisstjórnarinnar.
Að eiga í átökum við ríkisstjórnina virtist þá mikilvægara en hagsmunir Íslendinga. Sem betur fer fyrir þjóðarhag þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarmeirihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í þessu mikilvæga máli.
Nú er Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og kynnti nýverið lausn á haftamálinu sem byggir algerlega á lögunum sem hann var á móti sem og öðrum leiðum sem varðaðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar, samningum við kröfuhafa og útgönguskatti. Hvar værum við stödd ef formanni Sjálfstæðisflokksins hefði tekist það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir lagasetninguna þann 12. mars 2012?
Mörg nauðsynleg skref hafa verið tekin til að verja hagsmuni íslenska þjóðarbúsins vegna hruns bankanna og krónunnar. Lagasetningin 2012 sem setti þrotabúin að öllu leyti undir gjaldeyrishöftin var eitt slíkt skref og afar mikilvægt. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn þeirri lagasetningu og Framsókn sat hjá.
Við höfum ekki heyrt aðra skýringu á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá því í mars 2012 en þá að hann gæti bara ekki stutt neitt sem sú ríkisstjórn sem þá var lagði til. Ef til er önnur skýring er hér með kallað eftir henni.
Skoðun

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir
Erna Bjarnadóttir skrifar

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar

Wybory/Election/Kosningar
Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar

Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins?
Þórir Garðarsson skrifar

Hlíðarendi – hverfið mitt
Freyr Snorrason skrifar

Rétturinn til að hafa réttindi
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Chamberlain eða Churchill leiðin?
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands
Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar

Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir
Sara María Júlíudóttir skrifar

Flug er almenningsssamgöngur
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1)
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar

Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri
Steindór Ingi Kjellberg skrifar

Reykurinn sást löngu fyrir brunann!
Davíð Bergmann skrifar

Angist og krabbamein
Auður E. Jóhannsdóttir skrifar

Jens er rétti maðurinn í brúna!
Anton Berg Sævarsson skrifar

Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg
Stefán Guðbrandsson skrifar

Lukka Sjálfstæðisflokksins
Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Má skera börn?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar