Til hamingju með daginn! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í dag hafa konur haft kosningarétt á Íslandi í 100 ár. Kvenfrelsisbaráttan er enn eldri. Hún hefur skilað okkur mikilvægum lýðræðislegum réttindum og samfélagi þar sem konur og karlar hafa sama rétt og sömu skyldur. Að minnsta kosti að forminu til.Jafnrétti á heimsmælikvarða Hvergi mælist meira jafnrétti en á Íslandi. Það er vissulega fagnaðarefni, þó enn sé langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð. Þessu verður að breyta.Áhrif kvenna Kvennabaráttan hefur verið háð frá örófi alda með ólíkum aðferðum og vegna ólíkra mála. Kosningarétturinn var stórt og þýðingarmikið skref, en konur hafa í gegnum tíðina haft margslungin áhrif á samfélagið og samfélagsgerðina. Heilbrigðiskerfið væri ekki eins og það er í dag án vaskrar framgöngu kvenna sem á sínum tíma beittu sér fyrir byggingu spítala. Fæðingarorlof væri ekki eins og það er í dag. Fóstureyðingalöggjöfin væri varla til, ekki frekar en leikskólar svo einhver dæmi séu nefnd. Með auknum áhrifum kvenna hafa áherslur samfélagsins breyst – okkur öllum til góða.Samtíminn Enn er margt ógert og það getur reynt á þolinmæðina. Í dag er þó fullt tilefni til bjartsýni. Ungir og kraftmiklir femínistar stíga fram um þessar mundir og breyta og bylta á áhrifaríkan hátt. Í vetur hafa þær hafnað skilgreiningum klámvæðingarinnar á líkömum kvenna, þær hafa afhjúpað og mótmælt hversdagslegu misrétti og þær hafa talað upphátt og opinskátt um reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Þessi barátta er eðlilegt framhald af baráttu formæðra okkar fyrir kosningaréttinum og baráttu rauðsokkanna, kvennaframboðs og kvennalista undir lok síðustu aldar.Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg mun fagna árunum 100 með 100 viðburðum. Markmiðið er að fagna þeim árangri sem náðst hefur með fjölbreyttum hætti, en hvetja á sama tíma til frekari framfara. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að gera fjölbreytileika kvenna og verka þeirra sýnilegri í samfélaginu.Afmælisdagurinn Í dag verður afmælinu fagnað með fjölbreyttum hætti í miðborginni. Framlag Reykjavíkurborgar verður í anda þess sem hér hefur verið rakið, til heiðurs formæðrum okkar en með áherslu á frekari framfarir. Samkvæmt hefð verður blómsveigur frá Reykvíkingum lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og í eftirmiðdaginn verður opnuð vegleg sýning á Kjarvalsstöðum í tilefni dagsins. Dagskráin í Ráðhúsinu verður þó alfarið í höndum ungra femínista sem hafa hannað og skipulagt dagskrána í anda málefna líðandi stundar. Þannig heiðrum við formæður okkar og lýðræðis- og frelsishetjur framtíðar á sama tíma. Til hamingju með daginn. Áfram stelpur!
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun