Rauðvín er ekki grennandi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. júní 2015 07:00 Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri athugasemd við frétt sem birtist á RÚV 22. júní um að rauðvín geti verið grennandi. Í fréttinni kemur fram að efnið resveratról geti breytt fitu í „góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. Þetta kemur einnig fram á vef The Independent. Með fréttinni er verið að vísa í rannsókn sem var birt í International Journal of Obesity. Mjög varasamt er að tengja rauðvínsdrykkju við niðurstöður rannsóknarinnar sem vitnað er í. Höfundar rannsóknarinnar álykta að neysla á ávöxtum og berjum geti haft grennandi áhrif en minnast ekki á rauðvín í þessu samhengi. Þvert á móti benda þeir á að resveratról síist burt í vinnsluferli á rauðvíni. Því finnst til dæmis mun minna af resveratróli í rauðvíni en vínberjum. Resveratról hefur talsvert verið rannsakað hjá mönnum. Þó svo að mýs virðist geta nýtt sér resveratról til að grennast þá á það sama ekki við um menn. Líkaminn breytir því að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur ekki nýtt sér það óbreytt nema að mjög litlu magni. Því eru engar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Þannig er ekkert sem styður það að aukin rauðvínsdrykkja geti gagnast í þeim tilgangi að grenna sig. Auk þess sem rauðvín er mjög hitaeiningaríkt, sem getur stuðlað að þyngdaraukningu, inniheldur það krabbameinsvaldandi efni. Allt áfengi, þar á meðal rauðvín, er áhættuþáttur fyrir krabbamein í höfði og hálsi, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Flestir ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín. Það er því ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar