Enn geta ábyrgir stjórnmálamenn (ef til?) afstýrt stórslysi við Hringbraut Sigurður Oddsson verkfræðingur skrifar 1. júlí 2015 07:00 Hvers vegna er ég að skrifa greinar um byggingu spítala? Kemur mér eitthvað við, hvar hann verður byggður? eru spurningar, sem ég hefi oft velt fyrir mér. Kannski er svarið innibyrgð reiði, sem brýst út í greinaskrifum og þá helst gegn stjórnmálamönnum, sem sóa almannafé, eins og þeir eigi það sjálfir skuldlaust. Fyrir 40 árum kom ég inn í rekstur með föður mínum. Hann var í samkeppni við miklu stærra fyrirtæki, sem hafði SH og Shell að bakhjarli. Staðan virtist vonlaus. Frá upphafi lögðum við allt að veði og vinnudagurinn var langur. Á sama tíma fylgdist ég með ýmsum koma beint úr skóla inn í fyrirtæki og stofnanir frá 9 til 5 með góð laun útborguð fyrsta dag mánaðar. Ábyrgð virtist ekki mikil. Gátu hætt, þegar þeim sýndist og ýmsir fóru í pólitík. Eftir harða samkeppni í 25 ár vorum við komnir í framtíðarhúsnæði, búnir að panta og fjármagna plastframleiðsluvélar á kaupleigu hjá Glitni. Þá fór risinn á knén, þrátt fyrir að Sjóvá og nokkrir lífeyrissjóðir hefðu bæst í hluthafahópinn. Útslagið gerði að viðskiptabanki hans átti Glitni, sem rifti kaupleigusamningnum fyrirvaralaust og að ástæðulausu. Það mætti skrifa heila bók um það að hafa ekki fengið í friði að byggja áfram upp eigið fyrirtæki, af því að það gekk of vel. Læt nú nægja að hafa eftir það, sem Ragnar Hall sagði: „Frændi, þetta eru mestu fantabrögð, sem ég hefi séð og hefi ég margt séð.“ Í rekstri einkafyrirtækja bera eigendur ábyrgð á fjárfestingum og geta misst allt sitt. Best er að skulda sem minnst og nota hagnað til að auka umsvifin í stað þess að greiða vexti, sem á Íslandi eru okurvextir. Til þess fallnir að hamla gegn uppbyggingu og kynda undir verðbólgu. Í rekstri ríkisstofnana eru teknar pólitískar ákvarðanir, sem enginn ber ábyrgð á. Gangi dæmið ekki upp er heimtað meira framlag frá ríkinu. Þeir sem réðu ferðinni og ættu að bera ábyrgðina eru löngu farnir. Komnir á háu eftirlaunin. Allt á kostnað Jóns og Gunnu. Þannig hefur það verið með RÚV og nú skal byggður spítali, sem enginn er ábyrgur fyrir. Kostir spítala í Fossvogi frekar en við Hringbraut eru miklir. Kostnaðurinn er svo miklu lægri, að Sigmundur þarf ekki einu sinni að taka upp penna til að reikna á servéttunni. Svo eru allir hinir kostirnir í bónus. Síðast en ekki síst er í Fossvogi hægt að byggja miklu betra sjúkrahús til framtíðar. Verði haldið áfram á sömu hringavitlausu brautinni mun kostnaður ríkisins við reksturinn verða þungur klafi næstu kynslóða. Skömmu eftir tillögu Sigmundar um nýtingu RÚV-lóðar var Bjarni spurður um orð Sigmundar. Bjarni sagðist ekki hafa kynnt sér mál spítalans vel. Ég hygg að sama sé að segja um flesta aðra þingmenn núverandi og fyrri stjórnar. Þeim finnst óþarfi að eyða tíma í að kynna sér eitthvað, sem aðrir hafa ákveðið og þeir telja sig ekki bera ábyrgð á. Er einhver ástæða fyrir þá að setja sig inn í málið, þegar verkfr. og frkvstj. Rekstrarsviðs LSH, Ingólfur Þórsson, segir í Mbl.: „Fljótlegast, ódýrast og skynsamlegast að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut“? Ýmsir telja líka tíma sínum betur varið í að auka virðingu Alþingis með bættri fundarstjórn þingsins. Ég treysti því að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, axli ábyrgð og skipi nefnd, sem geri raunhæfan samanburð á Fossvogi og Hringbraut. Nefnd sem ekki fær skipun um fyrirfram ákveðna niðurstöðu líkt og Rögnunefndin. Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsstofnunar Reykjavíkurborgar, segir að ein flugbraut sé ekki lengur á skipulagi. Það þýðir að Reykjavíkurflugvöllur er ekki valkostur hjá Rögnunefndinni. Þrátt fyrir góð viðbrögð við greinaskrifum mínum hafði ég ákveðið að nú væri komið nóg. Þá fékk ég eftirfarandi hvatningu á tölvupósti: „Sæll Sigurður,Sá grein eftir þig í Fréttablaðinu í morgun varðandi staðsetningu nýs spítala. Er alveg sammála þér varðandi Fossvoginn. Kynnti mér á sínum tíma rökin sem lögð voru fram fyrir Hringbraut og fannst þau ósannfærandi. Hvorki borgin, HÍ né forysta LSH hefur lagt fram sterk rök fyrir þessari staðsetningu. Nú vilja þeir ekki hætta við út af því að búið er að leggja peninga í hönnunarkostnað. Átta sig ekki á að þetta er sokkinn kostnaður og á ekki að ráða framhaldinu. Ég er sannfærður um að mun ódýrara yrði að byggja upp í Fossvoginum, bæði minni startkostnaður og svo til framtíðar. Hvet þig til að halda áfram að hamra á þessu.“ Ekki veldur sá er varar. Í samantekt hér á eftir er rökstutt, að spítalinn sé betri í Fossvogi. Sama hvernig á málið sé litið. Það er ekki eitt heldur allt. Veljir þú í lok greinar að þér líki hún þá þýðir það, að þú viljir að stjórnvöld láti gera raunhæfan samanburð á Hringbraut og Fossvogi.Fororð Ég fór í hjáveituaðgerð á Landspítalanum í byrjun árs 2003. Áður en ég sofnaði fyrir aðgerðina tók ég eftir, hvað allt var vel skipulagt. Læknar og hjúkrunarfólk vann hratt saman sem einn maður. Eftir aðgerðina fannst mér flutningar í ýmsar rannsóknir ekki jafn góðir. Fyrst að og í lyftu niður á neðstu hæð og þaðan eftir löngum göngum. Sumstaðar á leiðinni þurfti að ýta rúminu upp rampa. Ómeðvitað bar ég saman vinnuferla á spítalanum og í verksmiðju. Eftir sölu Landsímans heyrði ég fyrst um byggingu nýs spítala. Hann skyldi byggja fyrir símapeningana og var kallaður Hátæknisjúkrahús. Í fyrstu var talað um þrjá mögulega staði: Hringbraut, Fossvog og Vífilsstaði. Fljótlega varð Hringbraut ofan á. Sagt var að í Fossvogi væri búið að byggja á svæði, sem ætlað var stækkun spítalans. Staða ríkissjóðs var þá svo góð, að fáir spáðu í kostnaðinn. Auk þess voru símapeningarnir fráteknir fyrir bygginguna. Í nóvember 2007 las ég grein eftir Ólaf Örn Arnarson, sem skrifaði: „Fyrir nokkrum árum komu hingað danskir ráðgjafar frá ráðgjafarfyrirtækinu Ementor. Voru málin skoðuð rækilega og ítarleg skýrsla gerð. Niðurstaðan var einföld. Mælt var eindregið með því að spítalinn í Fossvogi yrði notaður áfram og byggt við hann. Mikill munur væri á byggingunum í Fossvogi og við Hringbraut.Staðsetning í Fossvogi væri mun betri, spítalinn væri nálægt miðju borgarlandsins, aðalleiðir yrðu um Kringlumýrarbraut og Miklubraut og lóðin sem þá var til staðar dygði ágætlega. Vegna þess hvernig Fossvogsspítali væri byggður væri mjög auðvelt að byggja við hann og tengja 7-8 hæða byggingar. Á sama tíma var stór hluti byggingarinnar endurnýjaður, t.d. var legudeildum breytt og sjúklingum fækkað, gjörgæsludeild var stækkuð, skurðstofum fjölgað og þær teknar í gegn. Einnig var rannsóknarstofum á myndgreiningu breytt. Má hiklaust halda því fram að Fossvogsspítali hafi verið orðinn nútímaspítali þegar þessum endurbótum lauk.Mikill munur er á kostnaði við byggingu í Fossvogi og nýbyggingu við Hringbraut. Má reikna með að kostnaður við nýbygginguna gæti numið um 40-50 milljörðum króna. Þegar því væri lokið værum við komin með einn spítala fyrir landið sem í dag telur rúmlega 300 þúsund manns. Bygging viðbyggingar í Fossvogi tæki mun skemmri tíma en sameining spítalans á Hringbraut.“ Svo kom hrunið og ég fór að spá í kostnað við sjúkrahúss, sem bráðvantaði. Grein Ólafs er sá grunnur, sem athuganir og greinar mínar eru byggðar á. Ólafur skrifar reyndar 7-8 hæða hús, en ég tel betra að minnsta kosti helmingi hærri eða 16-20. Ég skoðaði tillöguteikningar af byggingum við Hringbraut, sem mér fannst dreift yfir stórt svæði. Þetta var í byrjun kreppunnar. Símapeningarnir voru týndir og svo virtist sem ríkið ætlaði að velja dýrari kostinn án mikillar skoðunar. Þrátt fyrir stöðu ríkissjóðs. Ég fór að skoða byggingarsvæðin á báðum stöðum. Í febrúar 2009 skrifaði ég í Mbl. grein, „Landspítala skal byggja í Fossvogi“. Eftir mikil viðbrögð við greininni fór ég að sækja fundi um LSH og fleiri greinar fylgdu. Það hefur verið sagt við mig að ég sé með spítalann á heilanum, sem er ekki rétt. Ég er með hann í heilanum. Sama verður ekki sagt um ýmsa, sem ættu að axla ábyrgð. Ég hefi oft spurt lækna um álit. -Einn sagði: þú þarft ekkert að sannfæra okkur. Við viljum fara í Fossvoginn, en erum ekki spurðir. Það var deilt aftur og aftur um þetta, þar til Hringbrautin var valin og enginn veit hvers vegna. -Annar, sem lærði í Ameríku sagði: það skiptir engu máli hvar er byggt, ef byggt er í hæðina. -Einn var algerlega með Fossvoginum. Ég spurði: Hvers vegna lætur þú ekki heyra frá þér. Svarið var: „Þá fæ ég rýtinginn í bakið.“ -Ég spurði annan lækni hvort þetta gæti verið. Sá sagði: Ég þekkti dæmi þess að læknir hafi verið rekinn, fyrir að hafa ekki verið sammála. Ég velti fyrir mér: Hverjir ákváðu byggingu við Hringbraut og hvenær var sú ákvörðun tekin? Hvernig voru forsendurnar þá, sem réðu staðarvalinu?Samanburður og röksemdir Sé niðurstaða mín rétt, að sjúkrahús í Fossvogi sé betra og kostnaður við byggingu þess sé tugum milljarða lægri, þá tel ég mér rétt og skylt að koma því á framfæri. Greinin hér á eftir er byggð á minnispunktum yfir langan tíma. Sum atriði hafa birst áður, þegar ég hefi ekki getað stillt mig um að blanda mér í umræðuna. Nú hefur forsætisráðherra sagt að hann muni bera spítala á Hringbraut saman við annan stað. Því ber að fagna. Ég hefi hvorki gögn né tíma til að fara út í nákvæman kostnaðarsamanburð. Einfaldast er að reikna hvað fara margir fermetrar í grunna, veggi gólfplötur og þök á hvorum stað. Þá kemur í ljós hvað mikið meira fer í Hringbraut en Fossvog. Mismuninn má margfalda upp með einingaverði og sést þá hvað bygging við Hringbraut kostar að minnsta kosti meira. Við mismuninn bætist að miklu hagstæðara er að standa að byggingu í Fossvogi. Annars skiptir stofnkostnaðurinn miklu minna máli en rekstrarkostnaðurinn, sem er margfalt hærri við Hringbraut. Bæði vaxtakostnaður af lánum og margfalt meiri yfirferð starfsfólks um alla framtíð.Rekstur eins sjúkrahúss ódýrari en tveggja Fyrir mörgum árum benti ég á í Mbl.-grein, að hagkvæmara væri að byggja hátæknisjúkrahús í Fossvoginum. Lóð og byggingarkostnaður væru langtum ódýrari, aðkoma betri og árlegur rekstrarkostnaður miklu lægri en við Hringbraut. Seinna kom fram að minni hluti fjárlaganefndar vildi fresta framkvæmdinni, þar til við hefðum unnið okkur út úr kreppunni. Byggingin við Hringbraut væri rándýr og ekki skapaðist mikil vinna við hana fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Formaður nefndarinnar taldi hins vegar að fjármagn til framkvæmda kæmi að ofan. Ekki þyrfti neitt að skuldsetja ríkið. Nýtt félag fengi lánað fyrir byggingunni hjá lífeyrissjóðunum og myndi borga lánið með leigu á húsinu. Leigan skyldi greidd með því sem sparaðist með rekstri á einum stað í stað tveggja. Auðvitað er rétt að mikið sparast við rekstur á einum stað miðað við tvo. Að minnsta kosti jafn mikið sparast með rekstri á einum stað í Fossvogi og lífeyrissjóðirnir gætu alveg eins fjármagnað byggingu þar. (Ekki var góð reynsla af svona leigufjármögnun á Suðurnesjum, Álftanesi og nú í Hafnarfirði.)Tengsl háskóla við háskólasjúkrahús Kristín Ingólfsdóttir og Sigurður Guðmundsson útskýrðu í Mbl.-grein, hvað háskólasjúkrahús (HS) væri, hlutverk þess og stöðu Landspítalans. Í greininni eru öll aðalatriðin sett skýrt fram á málefnalegan hátt. Ég er sammála öllu, sem þar kemur fram. Ekki hvað síst, að „skóli og spítali skuli vera á sömu torfunni“. Mat mitt er hins vegar, að hvort heldur sem spítalinn er við Hringbraut eða í Fossvogi, þá sé hann á sömu torfu og HÍ. Strax eftir lestur greinarinnar tímamældi ég frá HÍ að LSH við Hringbraut og frá HÍ inn á bílastæði Borgarspítalans. Munurinn var innan við þrjár mínútur. Síðan bætist við tími á og frá bílastæði, sem ég hygg að sé Fossvoginum í vil. Sé læknadeild HÍ flutt í Landspítalann við Hringbraut er enn styttra á milli HÍ-Læknadeildar og HS í Fossvogi. Aðalatriðið er samt alltaf tíminn, sem tekur að koma sjúklingi undir læknishendur. Þar hefur Fossvogurinn tvímælalaust vinninginn. Hann liggur svo miklu betur við öllum helstu umferðaræðum.Nýting bygginga Kristín og Sigurður nefna líka nýtingu bygginga, sem þegar eru fyrir á staðnum. Með byggingu í Fossvogi og flutningi Læknadeildar HÍ í Landspítalann nýtast byggingar í Fossvogi og við Hringbraut enn betur. Rétt er að nefna að í Mbl. birtist grein, „Nokkrar staðreyndir um nýjan Landspítala“, eftir fyrrverandi forstj. og frkvstj. Landspítalans. Gallinn er að þeir bera staðsetningu spítala við Hringbraut saman við nýbyggingu einhvers staðar í útjaðri bæjarins. Sé hins vegar það, sem þeir telja að mæli mest með Hringbrautinni yfirfært á Fossvoginn, þá er Fossvogurinn hagstæðastur. Það er því ekki ástæða til að fjalla meira um þessa grein að öðru leyti en því, að ánægjulegt er að fyrrverandi forstj. og frkvstj. Landspítalans skuli styðja staðsetningu og byggingu HS í Fossvogi.Læknadeild í gamla Landspítalann við Hringbraut Byggingaverkfræði lærði ég í tækniháskólanum ETH Zürich. Við hliðina á ETH er háskólinn Universitet (UNI). Hinum megin við götuna er sjúkrahúsið Kantonspital. Fyrir stríð var allt á sömu torfunni, en með árunum var ýmsum deildum ETH og spítalans dreift um nágrennið uns ekki var komist hjá að byggja nýjan skóla fyrir ETH í útjaðri Zürich. Hjá okkur hefur þróunin verið svipuð. Deildir stækka og nýjar bætast við og starfseminni er dreift út um allt. Það mun halda áfram og óhagræði aukast. Með byggingu HS í Fossvogi og flutningi læknadeildar HÍ í Landspítalann við Hringbraut gefst tækifæri til að leysa þessi mál til frambúðar og spara í leiðinni tuga milljarða stofnkostnað. Í bónus er um alla framtíð rekstrarkostnaður í Fossvogi lægri en við Hringbraut. Byggingunni sem nú er í undirbúningi við Hringbraut má breyta í háskólabyggingu fyrir húmanísk fög og stúdentagarða. Raungreinar myndu þróast áfram á Melunum. Læknadeildin myndi sóma sér vel í gamla Landspítalanum og byggingum tengdum honum. Hjartavernd, Matís og Keldur gætu fengið aðstöðu á staðnum eða næsta nágrenni í samfelldu háskólaþorpi. Við Landspítalann eru líka byggingar, sem hægt er að breyta í íbúðir fyrir stúdenta. Fæðingardeild, Barnaspítali og Geðdeild geta verið áfram á sama stað, þó nóg sé plássið í Fossvoginum. Þessar deildir er hægt að flytja síðar sé tilefni til þess. Reyndar hefi ég aldrei skilið, hvers vegna geðdeild LSH og réttargeðdeildin á Sogni voru ekki byggð við hlið Kleppsspítala og allar þrjár með sameiginlegan rekstur.Kostnaður Ekki er hægt að slá fram 1)að hátæknisjúkrahús komist fyrir á lóð Borgarspítalans, 2)fullyrða, að byggingarkostnaður og 3)rekstrarkostnaður sé lægri án þess að rökstyðja það. Hér á eftir skal sýnt fram á að nóg pláss er í Fossvogi, en mig skortir forsendur og tíma til að gera nákvæman samanburð á byggingar- og rekstrarkostnaði. Einfaldur hugarreikningur verður að duga. Sjálfur hefi ég aldrei keypt framleiðsluvélar án þess að hugarreikningur sýndi, að vélin borgaði sig fljótt upp. Hafi þurft flókna útreikninga viðskiptafræðings og rekstraráætlun til að sýna fram á að fjárfestingin borgaði sig hefi ég látið hana eiga sig. Hugarreikningur sýnir langtum minni kostnað í Fossvoginum. Einnig skal rökstutt 4)betri nýting núverandi húsnæðis og 5)betri aðstaða sjúklinga og lækna.1)Nægilegt pláss? Mynd 1 sýnir lóð og byggingar Borgarspítalans í Fossvogi. Borgarspítalinn er að mestu 7 hæðir en turn hæstur 12 hæðir. Ég hefi merkt þrjá reiti 1, 2 og 3, inn á lóðina og teiknað grunnmynd HS í reit 1, sem eru tvær álmur upp á 12-14 hæðir sitt hvorum megin við 18–24 hæða turn fyrir skurðstofur, gjörgæslu o.fl. Landi hallar þannig að hagstætt er að hafa bílastæði á tveimur til þremur hæðum undir spítalanum og keyra beint inn á þær án sérstaks rampa. Á þennan hátt er meira pláss í Fossvoginum en gert er ráð fyrir við Hringbraut. Í viðbót eru reitir 2) og 3) teknir frá fyrir framtíðina. Loftmynd af nýbyggingum HS við Hringbraut sýnir að byggingareitur er ofhlaðinn húsum. Samt eru hjúkrunarrými ekki nema 6 rúmum fleiri en er í dag samtals við Hringbraut og í Fossvogi, þannig að þessi mikla framkvæmd útrýmir ekki einu sinni rúmum af göngum. Ekki eru neinir stækkunarmöguleikar t.d. til að taka á móti sjúklingum frá sjúkrahúsum, sem hefur verið og er verið að loka á landsbyggðinni. Hvað þá frá nágrannalöndum, sem mikið hefur verið í umræðunni.2)Lægri byggingarkostnaður? Lóð í Fossvogi er margfalt ódýrari en lóðir við Hringbraut. Það hefur t.d. komið fram hjá borgarstjórn að Vatnsmýri sé verðmætasta byggingarland í borginni. Í Fossvogi er grunnur að mestu mómold, sem hægt er að moka upp og lítið um sprengingar. Það er alltaf þörf fyrir góða gróðurmold í borginni. Uppgröft úr grunni í Fossvogi er hægt að lagera neðst í Fossvogi og nýta upp á nokkrum árum. Við útboð er hægt að gefa verktaka kost á að sortera uppúrtekt og selja moldina næstu 3-5 árin. Fyrirhugað byggingarsvæði LSH við Hringbraut er mikið til massíf klöpp. Það má sjá klöppina þar sem sprengt hefur verið fyrir viðbyggingum við gamla spítalann. Það yrði mjög mikið um sprengingar við Hringbraut, sem hefðu truflandi áhrif á íbúa í nágrenninu. Svo þarf að keyra grjótinu í burtu, sem er dýrt fyrir utan aukið álag á Hringbraut og Miklubraut eftir því hvert því yrði keyrt. Starfsemi spítala við Hringbraut og í Fossvogi raskast minna við byggingu HS í Fossvogi en með byggingu HS við Hringbraut. Grunnur undir hátt hús er miklu ódýrari en grunnar undir mörg lægri hús. Sama gildir um þak, lagnir o.fl. Hægt er að byrja strax á að grafa út lóðina, sem skapar mikla vinnu fyrir jarðvinnuverktaka. Steypt mannvirki, sem auðvelt er að skipta niður í áfanga, geta hafist í beinu framhaldi af jarðvinnu.3a)Lægri rekstrarkostnaður í Fossvogi? Munur á rekstrarkostnaði liggur fyrst og fremst í vinnuaðstöðu, launakostnaði og vaxtakostnaði. Vinnuaðstaða verður vart betri en með skurðstofur og það sem þeim tilheyrir í miðjukjarna og legurúm í byggingum tengdum honum. Yfirferð starfsfólks verður minni og kostnaður við þrif lægri. Það er dýrt að láta lækna endasendast fram og til baka á pönnukökunni við Hringbraut og illa farið með tíma þeirra í fyrirsjáanlegum læknaskorti. Í húsi eins og sýnt er í reit 1. eru 100 m lengsta fjarlægð í lyftu, sem fer beina leið í rannsóknar- og skurðstofur. Lyftur fyrir sjúklinga verða 100% aðskildar frá lyftum fyrir almenning. Við Hringbraut verða áfram langir gangar fyrir flutning sjúklinga í og úr aðgerð. Gangar, sem oft eru einnig notaðir af öðrum en sjúklingum og hjúkrunarfólki. Fyrir utan smithættu er óþægilegt að láta ýta sér eftir göngunum og dýrt er að þrífa þá. Síðast en ekki síst vex kostnaður með lengri byggingartíma, sem kemur fram í vaxtakostnaði á byggingartímanum og rekstrarkostnaði löngu eftir að bygging hefur verið tekin í notkun. Hvort sem Reykjavíkurflugvöllur verður fluttur eitthvað í burtu eða ekki er hægt að byggja aðstöðu við lendingarstað þyrlu austan við Borgarspítalann. Sé þyrla staðsett þar lágmarkast flugtímar og þyrlan er alltaf til taks. Ekki er eins góð aðstaða á bílaplani við Hringbraut. Rætt hefur verið um að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur. Landhelgisgæslan og Almannavarnir gætu leigt efstu hæð(ir) turns. Þar fyrir neðan gæti verið eldhús og mötuneyti starfsfólks.3b)Lægri óbeinn rekstrarkostnaður? Aðkoma sjúklinga er margfalt betri í Fossvogi, sem liggur betur en Hringbraut við helstu umferðaræðum. Á sama hátt er styttra í vinnuna fyrir alla sem búa austan Háleitisbrautar, í Kópavogi og þar fyrir sunnan. Fleiri eru í göngu- og hjólafæri við spítalann. Á hverjum degi allt árið styttist ferðatími í ökutækjum til og frá spítalanum og bensín sparast. Álag á Miklubraut snarminnkar, sem styttir líka keyrslutíma þeirra, sem ekki vinna hjá LSH. Ég hygg að margir yrðu hissa, ef reiknað væri til enda hversu mörg hundruð milljónir í þjóðhagslegum sparnaði þetta gerði á hverju ári fyrir utan minni mengun af útblæstri bifreiða.4)Betri nýting núverandi húsnæðis í Fossvogi og við Hringbraut? „Gamli“ Borgarspítalinn, sem er 30.000 m2, nýtist áfram 100% og Grensásdeild, sem er í næsta nágrenni. Gamli Landspítalinn nýtist undir læknadeild Háskóla Íslands og ýmsa aðra starfsemi sem tengist háskólanum og er dreifð um bæinn. Við það skapast meira rými fyrir raungreinar á Melunum. Hjúkrunarskóla með heimavist er einfalt að breyta í stúdentagarða. Með tímanum myndast samfellt háskólaþorp frá Landspítala að HÍ.5)Bætt aðstaða sjúklinga og lækna. Grunnmynd af legurými sjúklinga við Hringbraut sýnir að útsýni er lítið og minnir á fangelsisbyggingu. Í Fossvoginum er gott útsýni og lágmarksfjarlægð í og úr lyftu. Í lyftukjarna eru sérlyftur fyrir starfsfólk og aðra fyrir sjúklinga. Lyftur fyrir þá sem koma í heimsókn ná bara upp á hæðir með legudeildum. Jafnvel mætti hafa lyftur í enda legudeilda og skilja þannig umgang heimsókna enn meir frá starfsemi og sjúklingum. Sú leið myndi auka öryggi, sem flóttaleið, ef þyrfti að rýma spítalann skyndilega. Í dag erum við að tapa læknum til útlanda. Dæmi eru um lækna, sem hafa komið heim og flutt út aftur. Það er bæði vegna lélegs tækjakosts og launa. Þessu verður ekki snúið við nema vinnuaðstaða og tæki verði sambærileg við það sem gerist erlendis. Lægri byggingar- og rekstrarkostnaði væri vel varið til tækjakaupa. Nokkrar hæðir í miðjuturni mætti leigja læknum undir sjúkrastofur, sem í dag eru dreifðar út um allt. það gæti lokkað lækna heim eftir sérnám og vinnu erlendis. Einnig er ýmiss konar íbúðarhúsnæði í næsta nágrenni við spítalann í Fossvogi. Hverfið er gamalgróið og væntanlega mun húsnæði þar koma á sölu á næstu árum. Einnig væri gott fyrir spítalann að eignast húsnæði til að leigja læknum, sem koma heim á meðan þeir finna hentugt íbúðarhúsnæði.Umferðaröngþveiti og neyðarmóttaka Í umræðunni var bent á að með byggingu LSH við Hringbraut skapaðist slíkt umferðaröngþveiti að nauðsynlegt yrði að byggja mislæg gatnamót við Lönguhlíð, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. Dagur sagði ekkert mál að leysa umferðina, ef væri byggð braut á teinum. Ekki kom nein skýring á hvar brautin ætti að stoppa eða hvernig fólk kæmist í hana. Skipulagsfræðingur hjá borginni sagði starfsfólk ýmist koma hjólandi eða gangandi í vinnuna. Ætli HS muni í framtíðinni auglýsa eftir starfsfólki eitthvað á þessa leið: „Hjúkrunarfræðingar og læknar óskast til starfa hjá LSH við Hringbraut. Skilyrði er að umsækjendur sem búa í meira en 3-4 km fjarlægð hafi reiðhjól til umráða“! Aðalatriði er að koma sjúklingum fljótt undir læknishendur, sem er fljótlegra í Fossvog. Spítali þar þarf ekki þessi mislægu gatnamót, sem lýst er hér að ofan.Nokkur atriði sem skipta máli og ekki eru gerð góð skil hér á undan -HS í Fossvogi yrði með lyftu fyrir aðföng. Við Hringbraut verða sprengd göng undir spítalanum fyrir aðföng til hans. -Í viðbót við truflun íbúa í nágrenninu af sprengingum þarf að keyra grjótinu í burtu. -Tvisvar á dag er heitum mat og þrisvar á dag kaffi og með því dreift um svæðið. Hvaðan svo sem næringin kæmi þarf að dreifa henni um svæðið fimm sinnum á dag. Við byggingu á breiddina við Hringbraut verður svæðið stórt. Við byggingu á hæðina í Fossvogi fer matur í lyftu niður á hæðir, sem honum er dreift um. Fjarlægðir frá eldhúsi til sjúklinga eru í lágmarki. Mötuneyti starfsfólks gæti verið á næstu hæð fyrir ofan eða neðan við eldhús. Þessir matarflutningar endurspegla yfirferð starfsfólks um svæðið allan daginn alla daga ársins. Ár eftir ár. -HS í Fossvogi fellur betur inn í landið. Hæðarmunur lands er þannig að hár miðjukjarni er lítið hærri en núverandi turn. Í Fossvogi háttar þannig til, að háhýsi tekur lítið útsýni frá öðrum og skuggavarp á byggð í næsta nágrenni er í lágmarki. -HS í Fossvogi liggur ekki aðeins vel við helstu umferðaræðum heldur líka einstaklega vel við hjólaleiðum. Þannig geta þeir sem búa úti á Nesi eða vestast í Vesturbænum hjólað hvort heldur sem er meðfram Skúlagötu eða Skerjafirði. Þeir sem búa í Breiðholti, Árbæjarhverfi og Grafarholti geta látið sig renna mestalla leiðina og tekið hjólið með í strætó heim treysti þeir sér ekki í brekkurnar. -Við HS Fossvogi er hægt að byggja hús fyrir jáeindaskanna og taka hann í notkun innan tveggja ára, sem er 5-10 árum fyrr en fyrirsjáanlegt er við Hringbraut. Einnig væri hægt að byggja sjúkrahótel neðst í Fossvogi í landi Skógræktar ríkisins. Eina sem rífur kyrrðina þar er fagur fuglasöngur og þar eru góðar gönguleiðir fyrir þá sem eru að safna kröftum eftir aðgerð. -Fossvogur er miðpunktur Stór-Reykjavíkur, sem má segja að sé á krossgötum helstu umferðaræða. Ekki er hægt að segja það sama um staðsetningu væntanlegrar umferðarmiðstöðvar úti í mýri. Nóg pláss er fyrir umferðarmiðstöð á lóð RÚV. Það er líka nóg pláss við spítalann fyrir skiptistöð almenningsvagna. Á þeim stað, sem nú er gras ofan við bílastæði Borgarspítalans. Einnig er nægilegt pláss fyrir geymslu hjóla og bíla fyrir þá sem vilja koma hjólandi á þann stað, sem með almenningsvögnum væri best tengdur við flest svæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hægt væri að tengja háskólaþorp og háskólasjúkrahús með rafbraut, sem færi hringinn: HS í Fossvogi, HR, HÍ á Melum, HÍ Læknadeild, HS í Fossvogi. Brautin væri ýmist á teinum eða streng yfir umferðaræðar. Í nágrenni stoppistöðva í HS í Fossvogi, HR, HÍ á Melunum og við Hí læknadeild gætu verið hjólageymslur, þannig að þar væri hægt að koma í brautina og skipta yfir í almenningssamgöngur á umferðarmiðstöð.Skoðanakönnun Ég skora hér með á stjórnvöld að láta gera samanburð fyrir LSH við Hringbraut og í Fossvogi. Það er á byggingarkostnaði, rekstrarkostnaði, tengingu við umferðaræðar, byggingu umferðarmannvirkja og öðru, sem mér kann að hafa sést yfir. Í Sviss eru þjóðaratkvæðagreiðslur algengastar og snúast þær ekki hvað síst um kostnað. Þar er algengt að kostnaður mismunandi valmöguleika sé reiknaður og birtur. Oft er gefið upp hversu mikið skattar hækka miðað við mismunandi valkosti. Hvað væri hægt að fá mikið fyrir byggingarland við Hringbraut, sem annars færi undir spítala? Gæti það að hluta farið í að fjármagna bygginguna í Fossvogi og þar með lækka skatta? Nýlega var gerð skoðanakönnun á hvorum staðnum spítali yrði byggður og hafði stuðningur við Hringbraut aukist miðað við fyrri kannanir. Könnunin var leiðandi. Fyrst var spurt, hvort viðkomandi vildi byggingu sjúkrahúss. Spurning sem vitað er að allflestir eða allir vilja fá sem fyrst og svara með jái. Síðan var spurt um staðsetninguna. Þar hafði tvímælalaust áhrif á svarið að undanfarið hefur verið rekinn mikill áróður um að framkvæmdir tefjist verði skipt yfir í Fossvog. Veljir þú að þér líki greinin þá þýðir það, að þú viljir að stjórnvöld láti gera raunhæfan samanburð á kostnaði og byggingartíma við Hringbraut og í Fossvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna er ég að skrifa greinar um byggingu spítala? Kemur mér eitthvað við, hvar hann verður byggður? eru spurningar, sem ég hefi oft velt fyrir mér. Kannski er svarið innibyrgð reiði, sem brýst út í greinaskrifum og þá helst gegn stjórnmálamönnum, sem sóa almannafé, eins og þeir eigi það sjálfir skuldlaust. Fyrir 40 árum kom ég inn í rekstur með föður mínum. Hann var í samkeppni við miklu stærra fyrirtæki, sem hafði SH og Shell að bakhjarli. Staðan virtist vonlaus. Frá upphafi lögðum við allt að veði og vinnudagurinn var langur. Á sama tíma fylgdist ég með ýmsum koma beint úr skóla inn í fyrirtæki og stofnanir frá 9 til 5 með góð laun útborguð fyrsta dag mánaðar. Ábyrgð virtist ekki mikil. Gátu hætt, þegar þeim sýndist og ýmsir fóru í pólitík. Eftir harða samkeppni í 25 ár vorum við komnir í framtíðarhúsnæði, búnir að panta og fjármagna plastframleiðsluvélar á kaupleigu hjá Glitni. Þá fór risinn á knén, þrátt fyrir að Sjóvá og nokkrir lífeyrissjóðir hefðu bæst í hluthafahópinn. Útslagið gerði að viðskiptabanki hans átti Glitni, sem rifti kaupleigusamningnum fyrirvaralaust og að ástæðulausu. Það mætti skrifa heila bók um það að hafa ekki fengið í friði að byggja áfram upp eigið fyrirtæki, af því að það gekk of vel. Læt nú nægja að hafa eftir það, sem Ragnar Hall sagði: „Frændi, þetta eru mestu fantabrögð, sem ég hefi séð og hefi ég margt séð.“ Í rekstri einkafyrirtækja bera eigendur ábyrgð á fjárfestingum og geta misst allt sitt. Best er að skulda sem minnst og nota hagnað til að auka umsvifin í stað þess að greiða vexti, sem á Íslandi eru okurvextir. Til þess fallnir að hamla gegn uppbyggingu og kynda undir verðbólgu. Í rekstri ríkisstofnana eru teknar pólitískar ákvarðanir, sem enginn ber ábyrgð á. Gangi dæmið ekki upp er heimtað meira framlag frá ríkinu. Þeir sem réðu ferðinni og ættu að bera ábyrgðina eru löngu farnir. Komnir á háu eftirlaunin. Allt á kostnað Jóns og Gunnu. Þannig hefur það verið með RÚV og nú skal byggður spítali, sem enginn er ábyrgur fyrir. Kostir spítala í Fossvogi frekar en við Hringbraut eru miklir. Kostnaðurinn er svo miklu lægri, að Sigmundur þarf ekki einu sinni að taka upp penna til að reikna á servéttunni. Svo eru allir hinir kostirnir í bónus. Síðast en ekki síst er í Fossvogi hægt að byggja miklu betra sjúkrahús til framtíðar. Verði haldið áfram á sömu hringavitlausu brautinni mun kostnaður ríkisins við reksturinn verða þungur klafi næstu kynslóða. Skömmu eftir tillögu Sigmundar um nýtingu RÚV-lóðar var Bjarni spurður um orð Sigmundar. Bjarni sagðist ekki hafa kynnt sér mál spítalans vel. Ég hygg að sama sé að segja um flesta aðra þingmenn núverandi og fyrri stjórnar. Þeim finnst óþarfi að eyða tíma í að kynna sér eitthvað, sem aðrir hafa ákveðið og þeir telja sig ekki bera ábyrgð á. Er einhver ástæða fyrir þá að setja sig inn í málið, þegar verkfr. og frkvstj. Rekstrarsviðs LSH, Ingólfur Þórsson, segir í Mbl.: „Fljótlegast, ódýrast og skynsamlegast að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut“? Ýmsir telja líka tíma sínum betur varið í að auka virðingu Alþingis með bættri fundarstjórn þingsins. Ég treysti því að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, axli ábyrgð og skipi nefnd, sem geri raunhæfan samanburð á Fossvogi og Hringbraut. Nefnd sem ekki fær skipun um fyrirfram ákveðna niðurstöðu líkt og Rögnunefndin. Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsstofnunar Reykjavíkurborgar, segir að ein flugbraut sé ekki lengur á skipulagi. Það þýðir að Reykjavíkurflugvöllur er ekki valkostur hjá Rögnunefndinni. Þrátt fyrir góð viðbrögð við greinaskrifum mínum hafði ég ákveðið að nú væri komið nóg. Þá fékk ég eftirfarandi hvatningu á tölvupósti: „Sæll Sigurður,Sá grein eftir þig í Fréttablaðinu í morgun varðandi staðsetningu nýs spítala. Er alveg sammála þér varðandi Fossvoginn. Kynnti mér á sínum tíma rökin sem lögð voru fram fyrir Hringbraut og fannst þau ósannfærandi. Hvorki borgin, HÍ né forysta LSH hefur lagt fram sterk rök fyrir þessari staðsetningu. Nú vilja þeir ekki hætta við út af því að búið er að leggja peninga í hönnunarkostnað. Átta sig ekki á að þetta er sokkinn kostnaður og á ekki að ráða framhaldinu. Ég er sannfærður um að mun ódýrara yrði að byggja upp í Fossvoginum, bæði minni startkostnaður og svo til framtíðar. Hvet þig til að halda áfram að hamra á þessu.“ Ekki veldur sá er varar. Í samantekt hér á eftir er rökstutt, að spítalinn sé betri í Fossvogi. Sama hvernig á málið sé litið. Það er ekki eitt heldur allt. Veljir þú í lok greinar að þér líki hún þá þýðir það, að þú viljir að stjórnvöld láti gera raunhæfan samanburð á Hringbraut og Fossvogi.Fororð Ég fór í hjáveituaðgerð á Landspítalanum í byrjun árs 2003. Áður en ég sofnaði fyrir aðgerðina tók ég eftir, hvað allt var vel skipulagt. Læknar og hjúkrunarfólk vann hratt saman sem einn maður. Eftir aðgerðina fannst mér flutningar í ýmsar rannsóknir ekki jafn góðir. Fyrst að og í lyftu niður á neðstu hæð og þaðan eftir löngum göngum. Sumstaðar á leiðinni þurfti að ýta rúminu upp rampa. Ómeðvitað bar ég saman vinnuferla á spítalanum og í verksmiðju. Eftir sölu Landsímans heyrði ég fyrst um byggingu nýs spítala. Hann skyldi byggja fyrir símapeningana og var kallaður Hátæknisjúkrahús. Í fyrstu var talað um þrjá mögulega staði: Hringbraut, Fossvog og Vífilsstaði. Fljótlega varð Hringbraut ofan á. Sagt var að í Fossvogi væri búið að byggja á svæði, sem ætlað var stækkun spítalans. Staða ríkissjóðs var þá svo góð, að fáir spáðu í kostnaðinn. Auk þess voru símapeningarnir fráteknir fyrir bygginguna. Í nóvember 2007 las ég grein eftir Ólaf Örn Arnarson, sem skrifaði: „Fyrir nokkrum árum komu hingað danskir ráðgjafar frá ráðgjafarfyrirtækinu Ementor. Voru málin skoðuð rækilega og ítarleg skýrsla gerð. Niðurstaðan var einföld. Mælt var eindregið með því að spítalinn í Fossvogi yrði notaður áfram og byggt við hann. Mikill munur væri á byggingunum í Fossvogi og við Hringbraut.Staðsetning í Fossvogi væri mun betri, spítalinn væri nálægt miðju borgarlandsins, aðalleiðir yrðu um Kringlumýrarbraut og Miklubraut og lóðin sem þá var til staðar dygði ágætlega. Vegna þess hvernig Fossvogsspítali væri byggður væri mjög auðvelt að byggja við hann og tengja 7-8 hæða byggingar. Á sama tíma var stór hluti byggingarinnar endurnýjaður, t.d. var legudeildum breytt og sjúklingum fækkað, gjörgæsludeild var stækkuð, skurðstofum fjölgað og þær teknar í gegn. Einnig var rannsóknarstofum á myndgreiningu breytt. Má hiklaust halda því fram að Fossvogsspítali hafi verið orðinn nútímaspítali þegar þessum endurbótum lauk.Mikill munur er á kostnaði við byggingu í Fossvogi og nýbyggingu við Hringbraut. Má reikna með að kostnaður við nýbygginguna gæti numið um 40-50 milljörðum króna. Þegar því væri lokið værum við komin með einn spítala fyrir landið sem í dag telur rúmlega 300 þúsund manns. Bygging viðbyggingar í Fossvogi tæki mun skemmri tíma en sameining spítalans á Hringbraut.“ Svo kom hrunið og ég fór að spá í kostnað við sjúkrahúss, sem bráðvantaði. Grein Ólafs er sá grunnur, sem athuganir og greinar mínar eru byggðar á. Ólafur skrifar reyndar 7-8 hæða hús, en ég tel betra að minnsta kosti helmingi hærri eða 16-20. Ég skoðaði tillöguteikningar af byggingum við Hringbraut, sem mér fannst dreift yfir stórt svæði. Þetta var í byrjun kreppunnar. Símapeningarnir voru týndir og svo virtist sem ríkið ætlaði að velja dýrari kostinn án mikillar skoðunar. Þrátt fyrir stöðu ríkissjóðs. Ég fór að skoða byggingarsvæðin á báðum stöðum. Í febrúar 2009 skrifaði ég í Mbl. grein, „Landspítala skal byggja í Fossvogi“. Eftir mikil viðbrögð við greininni fór ég að sækja fundi um LSH og fleiri greinar fylgdu. Það hefur verið sagt við mig að ég sé með spítalann á heilanum, sem er ekki rétt. Ég er með hann í heilanum. Sama verður ekki sagt um ýmsa, sem ættu að axla ábyrgð. Ég hefi oft spurt lækna um álit. -Einn sagði: þú þarft ekkert að sannfæra okkur. Við viljum fara í Fossvoginn, en erum ekki spurðir. Það var deilt aftur og aftur um þetta, þar til Hringbrautin var valin og enginn veit hvers vegna. -Annar, sem lærði í Ameríku sagði: það skiptir engu máli hvar er byggt, ef byggt er í hæðina. -Einn var algerlega með Fossvoginum. Ég spurði: Hvers vegna lætur þú ekki heyra frá þér. Svarið var: „Þá fæ ég rýtinginn í bakið.“ -Ég spurði annan lækni hvort þetta gæti verið. Sá sagði: Ég þekkti dæmi þess að læknir hafi verið rekinn, fyrir að hafa ekki verið sammála. Ég velti fyrir mér: Hverjir ákváðu byggingu við Hringbraut og hvenær var sú ákvörðun tekin? Hvernig voru forsendurnar þá, sem réðu staðarvalinu?Samanburður og röksemdir Sé niðurstaða mín rétt, að sjúkrahús í Fossvogi sé betra og kostnaður við byggingu þess sé tugum milljarða lægri, þá tel ég mér rétt og skylt að koma því á framfæri. Greinin hér á eftir er byggð á minnispunktum yfir langan tíma. Sum atriði hafa birst áður, þegar ég hefi ekki getað stillt mig um að blanda mér í umræðuna. Nú hefur forsætisráðherra sagt að hann muni bera spítala á Hringbraut saman við annan stað. Því ber að fagna. Ég hefi hvorki gögn né tíma til að fara út í nákvæman kostnaðarsamanburð. Einfaldast er að reikna hvað fara margir fermetrar í grunna, veggi gólfplötur og þök á hvorum stað. Þá kemur í ljós hvað mikið meira fer í Hringbraut en Fossvog. Mismuninn má margfalda upp með einingaverði og sést þá hvað bygging við Hringbraut kostar að minnsta kosti meira. Við mismuninn bætist að miklu hagstæðara er að standa að byggingu í Fossvogi. Annars skiptir stofnkostnaðurinn miklu minna máli en rekstrarkostnaðurinn, sem er margfalt hærri við Hringbraut. Bæði vaxtakostnaður af lánum og margfalt meiri yfirferð starfsfólks um alla framtíð.Rekstur eins sjúkrahúss ódýrari en tveggja Fyrir mörgum árum benti ég á í Mbl.-grein, að hagkvæmara væri að byggja hátæknisjúkrahús í Fossvoginum. Lóð og byggingarkostnaður væru langtum ódýrari, aðkoma betri og árlegur rekstrarkostnaður miklu lægri en við Hringbraut. Seinna kom fram að minni hluti fjárlaganefndar vildi fresta framkvæmdinni, þar til við hefðum unnið okkur út úr kreppunni. Byggingin við Hringbraut væri rándýr og ekki skapaðist mikil vinna við hana fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Formaður nefndarinnar taldi hins vegar að fjármagn til framkvæmda kæmi að ofan. Ekki þyrfti neitt að skuldsetja ríkið. Nýtt félag fengi lánað fyrir byggingunni hjá lífeyrissjóðunum og myndi borga lánið með leigu á húsinu. Leigan skyldi greidd með því sem sparaðist með rekstri á einum stað í stað tveggja. Auðvitað er rétt að mikið sparast við rekstur á einum stað miðað við tvo. Að minnsta kosti jafn mikið sparast með rekstri á einum stað í Fossvogi og lífeyrissjóðirnir gætu alveg eins fjármagnað byggingu þar. (Ekki var góð reynsla af svona leigufjármögnun á Suðurnesjum, Álftanesi og nú í Hafnarfirði.)Tengsl háskóla við háskólasjúkrahús Kristín Ingólfsdóttir og Sigurður Guðmundsson útskýrðu í Mbl.-grein, hvað háskólasjúkrahús (HS) væri, hlutverk þess og stöðu Landspítalans. Í greininni eru öll aðalatriðin sett skýrt fram á málefnalegan hátt. Ég er sammála öllu, sem þar kemur fram. Ekki hvað síst, að „skóli og spítali skuli vera á sömu torfunni“. Mat mitt er hins vegar, að hvort heldur sem spítalinn er við Hringbraut eða í Fossvogi, þá sé hann á sömu torfu og HÍ. Strax eftir lestur greinarinnar tímamældi ég frá HÍ að LSH við Hringbraut og frá HÍ inn á bílastæði Borgarspítalans. Munurinn var innan við þrjár mínútur. Síðan bætist við tími á og frá bílastæði, sem ég hygg að sé Fossvoginum í vil. Sé læknadeild HÍ flutt í Landspítalann við Hringbraut er enn styttra á milli HÍ-Læknadeildar og HS í Fossvogi. Aðalatriðið er samt alltaf tíminn, sem tekur að koma sjúklingi undir læknishendur. Þar hefur Fossvogurinn tvímælalaust vinninginn. Hann liggur svo miklu betur við öllum helstu umferðaræðum.Nýting bygginga Kristín og Sigurður nefna líka nýtingu bygginga, sem þegar eru fyrir á staðnum. Með byggingu í Fossvogi og flutningi Læknadeildar HÍ í Landspítalann nýtast byggingar í Fossvogi og við Hringbraut enn betur. Rétt er að nefna að í Mbl. birtist grein, „Nokkrar staðreyndir um nýjan Landspítala“, eftir fyrrverandi forstj. og frkvstj. Landspítalans. Gallinn er að þeir bera staðsetningu spítala við Hringbraut saman við nýbyggingu einhvers staðar í útjaðri bæjarins. Sé hins vegar það, sem þeir telja að mæli mest með Hringbrautinni yfirfært á Fossvoginn, þá er Fossvogurinn hagstæðastur. Það er því ekki ástæða til að fjalla meira um þessa grein að öðru leyti en því, að ánægjulegt er að fyrrverandi forstj. og frkvstj. Landspítalans skuli styðja staðsetningu og byggingu HS í Fossvogi.Læknadeild í gamla Landspítalann við Hringbraut Byggingaverkfræði lærði ég í tækniháskólanum ETH Zürich. Við hliðina á ETH er háskólinn Universitet (UNI). Hinum megin við götuna er sjúkrahúsið Kantonspital. Fyrir stríð var allt á sömu torfunni, en með árunum var ýmsum deildum ETH og spítalans dreift um nágrennið uns ekki var komist hjá að byggja nýjan skóla fyrir ETH í útjaðri Zürich. Hjá okkur hefur þróunin verið svipuð. Deildir stækka og nýjar bætast við og starfseminni er dreift út um allt. Það mun halda áfram og óhagræði aukast. Með byggingu HS í Fossvogi og flutningi læknadeildar HÍ í Landspítalann við Hringbraut gefst tækifæri til að leysa þessi mál til frambúðar og spara í leiðinni tuga milljarða stofnkostnað. Í bónus er um alla framtíð rekstrarkostnaður í Fossvogi lægri en við Hringbraut. Byggingunni sem nú er í undirbúningi við Hringbraut má breyta í háskólabyggingu fyrir húmanísk fög og stúdentagarða. Raungreinar myndu þróast áfram á Melunum. Læknadeildin myndi sóma sér vel í gamla Landspítalanum og byggingum tengdum honum. Hjartavernd, Matís og Keldur gætu fengið aðstöðu á staðnum eða næsta nágrenni í samfelldu háskólaþorpi. Við Landspítalann eru líka byggingar, sem hægt er að breyta í íbúðir fyrir stúdenta. Fæðingardeild, Barnaspítali og Geðdeild geta verið áfram á sama stað, þó nóg sé plássið í Fossvoginum. Þessar deildir er hægt að flytja síðar sé tilefni til þess. Reyndar hefi ég aldrei skilið, hvers vegna geðdeild LSH og réttargeðdeildin á Sogni voru ekki byggð við hlið Kleppsspítala og allar þrjár með sameiginlegan rekstur.Kostnaður Ekki er hægt að slá fram 1)að hátæknisjúkrahús komist fyrir á lóð Borgarspítalans, 2)fullyrða, að byggingarkostnaður og 3)rekstrarkostnaður sé lægri án þess að rökstyðja það. Hér á eftir skal sýnt fram á að nóg pláss er í Fossvogi, en mig skortir forsendur og tíma til að gera nákvæman samanburð á byggingar- og rekstrarkostnaði. Einfaldur hugarreikningur verður að duga. Sjálfur hefi ég aldrei keypt framleiðsluvélar án þess að hugarreikningur sýndi, að vélin borgaði sig fljótt upp. Hafi þurft flókna útreikninga viðskiptafræðings og rekstraráætlun til að sýna fram á að fjárfestingin borgaði sig hefi ég látið hana eiga sig. Hugarreikningur sýnir langtum minni kostnað í Fossvoginum. Einnig skal rökstutt 4)betri nýting núverandi húsnæðis og 5)betri aðstaða sjúklinga og lækna.1)Nægilegt pláss? Mynd 1 sýnir lóð og byggingar Borgarspítalans í Fossvogi. Borgarspítalinn er að mestu 7 hæðir en turn hæstur 12 hæðir. Ég hefi merkt þrjá reiti 1, 2 og 3, inn á lóðina og teiknað grunnmynd HS í reit 1, sem eru tvær álmur upp á 12-14 hæðir sitt hvorum megin við 18–24 hæða turn fyrir skurðstofur, gjörgæslu o.fl. Landi hallar þannig að hagstætt er að hafa bílastæði á tveimur til þremur hæðum undir spítalanum og keyra beint inn á þær án sérstaks rampa. Á þennan hátt er meira pláss í Fossvoginum en gert er ráð fyrir við Hringbraut. Í viðbót eru reitir 2) og 3) teknir frá fyrir framtíðina. Loftmynd af nýbyggingum HS við Hringbraut sýnir að byggingareitur er ofhlaðinn húsum. Samt eru hjúkrunarrými ekki nema 6 rúmum fleiri en er í dag samtals við Hringbraut og í Fossvogi, þannig að þessi mikla framkvæmd útrýmir ekki einu sinni rúmum af göngum. Ekki eru neinir stækkunarmöguleikar t.d. til að taka á móti sjúklingum frá sjúkrahúsum, sem hefur verið og er verið að loka á landsbyggðinni. Hvað þá frá nágrannalöndum, sem mikið hefur verið í umræðunni.2)Lægri byggingarkostnaður? Lóð í Fossvogi er margfalt ódýrari en lóðir við Hringbraut. Það hefur t.d. komið fram hjá borgarstjórn að Vatnsmýri sé verðmætasta byggingarland í borginni. Í Fossvogi er grunnur að mestu mómold, sem hægt er að moka upp og lítið um sprengingar. Það er alltaf þörf fyrir góða gróðurmold í borginni. Uppgröft úr grunni í Fossvogi er hægt að lagera neðst í Fossvogi og nýta upp á nokkrum árum. Við útboð er hægt að gefa verktaka kost á að sortera uppúrtekt og selja moldina næstu 3-5 árin. Fyrirhugað byggingarsvæði LSH við Hringbraut er mikið til massíf klöpp. Það má sjá klöppina þar sem sprengt hefur verið fyrir viðbyggingum við gamla spítalann. Það yrði mjög mikið um sprengingar við Hringbraut, sem hefðu truflandi áhrif á íbúa í nágrenninu. Svo þarf að keyra grjótinu í burtu, sem er dýrt fyrir utan aukið álag á Hringbraut og Miklubraut eftir því hvert því yrði keyrt. Starfsemi spítala við Hringbraut og í Fossvogi raskast minna við byggingu HS í Fossvogi en með byggingu HS við Hringbraut. Grunnur undir hátt hús er miklu ódýrari en grunnar undir mörg lægri hús. Sama gildir um þak, lagnir o.fl. Hægt er að byrja strax á að grafa út lóðina, sem skapar mikla vinnu fyrir jarðvinnuverktaka. Steypt mannvirki, sem auðvelt er að skipta niður í áfanga, geta hafist í beinu framhaldi af jarðvinnu.3a)Lægri rekstrarkostnaður í Fossvogi? Munur á rekstrarkostnaði liggur fyrst og fremst í vinnuaðstöðu, launakostnaði og vaxtakostnaði. Vinnuaðstaða verður vart betri en með skurðstofur og það sem þeim tilheyrir í miðjukjarna og legurúm í byggingum tengdum honum. Yfirferð starfsfólks verður minni og kostnaður við þrif lægri. Það er dýrt að láta lækna endasendast fram og til baka á pönnukökunni við Hringbraut og illa farið með tíma þeirra í fyrirsjáanlegum læknaskorti. Í húsi eins og sýnt er í reit 1. eru 100 m lengsta fjarlægð í lyftu, sem fer beina leið í rannsóknar- og skurðstofur. Lyftur fyrir sjúklinga verða 100% aðskildar frá lyftum fyrir almenning. Við Hringbraut verða áfram langir gangar fyrir flutning sjúklinga í og úr aðgerð. Gangar, sem oft eru einnig notaðir af öðrum en sjúklingum og hjúkrunarfólki. Fyrir utan smithættu er óþægilegt að láta ýta sér eftir göngunum og dýrt er að þrífa þá. Síðast en ekki síst vex kostnaður með lengri byggingartíma, sem kemur fram í vaxtakostnaði á byggingartímanum og rekstrarkostnaði löngu eftir að bygging hefur verið tekin í notkun. Hvort sem Reykjavíkurflugvöllur verður fluttur eitthvað í burtu eða ekki er hægt að byggja aðstöðu við lendingarstað þyrlu austan við Borgarspítalann. Sé þyrla staðsett þar lágmarkast flugtímar og þyrlan er alltaf til taks. Ekki er eins góð aðstaða á bílaplani við Hringbraut. Rætt hefur verið um að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur. Landhelgisgæslan og Almannavarnir gætu leigt efstu hæð(ir) turns. Þar fyrir neðan gæti verið eldhús og mötuneyti starfsfólks.3b)Lægri óbeinn rekstrarkostnaður? Aðkoma sjúklinga er margfalt betri í Fossvogi, sem liggur betur en Hringbraut við helstu umferðaræðum. Á sama hátt er styttra í vinnuna fyrir alla sem búa austan Háleitisbrautar, í Kópavogi og þar fyrir sunnan. Fleiri eru í göngu- og hjólafæri við spítalann. Á hverjum degi allt árið styttist ferðatími í ökutækjum til og frá spítalanum og bensín sparast. Álag á Miklubraut snarminnkar, sem styttir líka keyrslutíma þeirra, sem ekki vinna hjá LSH. Ég hygg að margir yrðu hissa, ef reiknað væri til enda hversu mörg hundruð milljónir í þjóðhagslegum sparnaði þetta gerði á hverju ári fyrir utan minni mengun af útblæstri bifreiða.4)Betri nýting núverandi húsnæðis í Fossvogi og við Hringbraut? „Gamli“ Borgarspítalinn, sem er 30.000 m2, nýtist áfram 100% og Grensásdeild, sem er í næsta nágrenni. Gamli Landspítalinn nýtist undir læknadeild Háskóla Íslands og ýmsa aðra starfsemi sem tengist háskólanum og er dreifð um bæinn. Við það skapast meira rými fyrir raungreinar á Melunum. Hjúkrunarskóla með heimavist er einfalt að breyta í stúdentagarða. Með tímanum myndast samfellt háskólaþorp frá Landspítala að HÍ.5)Bætt aðstaða sjúklinga og lækna. Grunnmynd af legurými sjúklinga við Hringbraut sýnir að útsýni er lítið og minnir á fangelsisbyggingu. Í Fossvoginum er gott útsýni og lágmarksfjarlægð í og úr lyftu. Í lyftukjarna eru sérlyftur fyrir starfsfólk og aðra fyrir sjúklinga. Lyftur fyrir þá sem koma í heimsókn ná bara upp á hæðir með legudeildum. Jafnvel mætti hafa lyftur í enda legudeilda og skilja þannig umgang heimsókna enn meir frá starfsemi og sjúklingum. Sú leið myndi auka öryggi, sem flóttaleið, ef þyrfti að rýma spítalann skyndilega. Í dag erum við að tapa læknum til útlanda. Dæmi eru um lækna, sem hafa komið heim og flutt út aftur. Það er bæði vegna lélegs tækjakosts og launa. Þessu verður ekki snúið við nema vinnuaðstaða og tæki verði sambærileg við það sem gerist erlendis. Lægri byggingar- og rekstrarkostnaði væri vel varið til tækjakaupa. Nokkrar hæðir í miðjuturni mætti leigja læknum undir sjúkrastofur, sem í dag eru dreifðar út um allt. það gæti lokkað lækna heim eftir sérnám og vinnu erlendis. Einnig er ýmiss konar íbúðarhúsnæði í næsta nágrenni við spítalann í Fossvogi. Hverfið er gamalgróið og væntanlega mun húsnæði þar koma á sölu á næstu árum. Einnig væri gott fyrir spítalann að eignast húsnæði til að leigja læknum, sem koma heim á meðan þeir finna hentugt íbúðarhúsnæði.Umferðaröngþveiti og neyðarmóttaka Í umræðunni var bent á að með byggingu LSH við Hringbraut skapaðist slíkt umferðaröngþveiti að nauðsynlegt yrði að byggja mislæg gatnamót við Lönguhlíð, Kringlumýrarbraut, Háaleitisbraut og Grensásveg. Dagur sagði ekkert mál að leysa umferðina, ef væri byggð braut á teinum. Ekki kom nein skýring á hvar brautin ætti að stoppa eða hvernig fólk kæmist í hana. Skipulagsfræðingur hjá borginni sagði starfsfólk ýmist koma hjólandi eða gangandi í vinnuna. Ætli HS muni í framtíðinni auglýsa eftir starfsfólki eitthvað á þessa leið: „Hjúkrunarfræðingar og læknar óskast til starfa hjá LSH við Hringbraut. Skilyrði er að umsækjendur sem búa í meira en 3-4 km fjarlægð hafi reiðhjól til umráða“! Aðalatriði er að koma sjúklingum fljótt undir læknishendur, sem er fljótlegra í Fossvog. Spítali þar þarf ekki þessi mislægu gatnamót, sem lýst er hér að ofan.Nokkur atriði sem skipta máli og ekki eru gerð góð skil hér á undan -HS í Fossvogi yrði með lyftu fyrir aðföng. Við Hringbraut verða sprengd göng undir spítalanum fyrir aðföng til hans. -Í viðbót við truflun íbúa í nágrenninu af sprengingum þarf að keyra grjótinu í burtu. -Tvisvar á dag er heitum mat og þrisvar á dag kaffi og með því dreift um svæðið. Hvaðan svo sem næringin kæmi þarf að dreifa henni um svæðið fimm sinnum á dag. Við byggingu á breiddina við Hringbraut verður svæðið stórt. Við byggingu á hæðina í Fossvogi fer matur í lyftu niður á hæðir, sem honum er dreift um. Fjarlægðir frá eldhúsi til sjúklinga eru í lágmarki. Mötuneyti starfsfólks gæti verið á næstu hæð fyrir ofan eða neðan við eldhús. Þessir matarflutningar endurspegla yfirferð starfsfólks um svæðið allan daginn alla daga ársins. Ár eftir ár. -HS í Fossvogi fellur betur inn í landið. Hæðarmunur lands er þannig að hár miðjukjarni er lítið hærri en núverandi turn. Í Fossvogi háttar þannig til, að háhýsi tekur lítið útsýni frá öðrum og skuggavarp á byggð í næsta nágrenni er í lágmarki. -HS í Fossvogi liggur ekki aðeins vel við helstu umferðaræðum heldur líka einstaklega vel við hjólaleiðum. Þannig geta þeir sem búa úti á Nesi eða vestast í Vesturbænum hjólað hvort heldur sem er meðfram Skúlagötu eða Skerjafirði. Þeir sem búa í Breiðholti, Árbæjarhverfi og Grafarholti geta látið sig renna mestalla leiðina og tekið hjólið með í strætó heim treysti þeir sér ekki í brekkurnar. -Við HS Fossvogi er hægt að byggja hús fyrir jáeindaskanna og taka hann í notkun innan tveggja ára, sem er 5-10 árum fyrr en fyrirsjáanlegt er við Hringbraut. Einnig væri hægt að byggja sjúkrahótel neðst í Fossvogi í landi Skógræktar ríkisins. Eina sem rífur kyrrðina þar er fagur fuglasöngur og þar eru góðar gönguleiðir fyrir þá sem eru að safna kröftum eftir aðgerð. -Fossvogur er miðpunktur Stór-Reykjavíkur, sem má segja að sé á krossgötum helstu umferðaræða. Ekki er hægt að segja það sama um staðsetningu væntanlegrar umferðarmiðstöðvar úti í mýri. Nóg pláss er fyrir umferðarmiðstöð á lóð RÚV. Það er líka nóg pláss við spítalann fyrir skiptistöð almenningsvagna. Á þeim stað, sem nú er gras ofan við bílastæði Borgarspítalans. Einnig er nægilegt pláss fyrir geymslu hjóla og bíla fyrir þá sem vilja koma hjólandi á þann stað, sem með almenningsvögnum væri best tengdur við flest svæði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hægt væri að tengja háskólaþorp og háskólasjúkrahús með rafbraut, sem færi hringinn: HS í Fossvogi, HR, HÍ á Melum, HÍ Læknadeild, HS í Fossvogi. Brautin væri ýmist á teinum eða streng yfir umferðaræðar. Í nágrenni stoppistöðva í HS í Fossvogi, HR, HÍ á Melunum og við Hí læknadeild gætu verið hjólageymslur, þannig að þar væri hægt að koma í brautina og skipta yfir í almenningssamgöngur á umferðarmiðstöð.Skoðanakönnun Ég skora hér með á stjórnvöld að láta gera samanburð fyrir LSH við Hringbraut og í Fossvogi. Það er á byggingarkostnaði, rekstrarkostnaði, tengingu við umferðaræðar, byggingu umferðarmannvirkja og öðru, sem mér kann að hafa sést yfir. Í Sviss eru þjóðaratkvæðagreiðslur algengastar og snúast þær ekki hvað síst um kostnað. Þar er algengt að kostnaður mismunandi valmöguleika sé reiknaður og birtur. Oft er gefið upp hversu mikið skattar hækka miðað við mismunandi valkosti. Hvað væri hægt að fá mikið fyrir byggingarland við Hringbraut, sem annars færi undir spítala? Gæti það að hluta farið í að fjármagna bygginguna í Fossvogi og þar með lækka skatta? Nýlega var gerð skoðanakönnun á hvorum staðnum spítali yrði byggður og hafði stuðningur við Hringbraut aukist miðað við fyrri kannanir. Könnunin var leiðandi. Fyrst var spurt, hvort viðkomandi vildi byggingu sjúkrahúss. Spurning sem vitað er að allflestir eða allir vilja fá sem fyrst og svara með jái. Síðan var spurt um staðsetninguna. Þar hafði tvímælalaust áhrif á svarið að undanfarið hefur verið rekinn mikill áróður um að framkvæmdir tefjist verði skipt yfir í Fossvog. Veljir þú að þér líki greinin þá þýðir það, að þú viljir að stjórnvöld láti gera raunhæfan samanburð á kostnaði og byggingartíma við Hringbraut og í Fossvogi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun