Hvetur Grikki til að hafna samningnum Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Alexis Tsipras hvetur Grikki til að neita kröfum lánardrottna sinna í von um að hægt sé að fá hagstæðari samning fyrir Grikki. nordicphoto/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki. Grikkland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki.
Grikkland Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent