Erlent

Sprengingar í höfuð­borg Venesúela

Agnar Már Másson skrifar
Vegfarendur hlaupa eftir að hafa heyrt sprengingar.
Vegfarendur hlaupa eftir að hafa heyrt sprengingar. AP

Íbúar höfuðborgarinnar Caracas í Venesúela vöknuðu við drunur sprenginga í morgun er líkust þrumum á himnum. Spenna hefur undanfarið magnast milli Bandaríkjanna og Venesúla en óljóst er hvort Bandaríkin séu á bakvið sprengingarnar.

Skömmu fyrir klukkan 2 að staðar tíma (Kl. 6 GMT) í morgun heyrðust spreningar víða, að því er El País greinir frá. Miðillinn segir að myndskeið af flugvélum á himni hafi svo fljótt fengið mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

Miðillinn segir að margt bendi til þess að loftárás hafi verið gerð á flugherstöðina Fierte Tiun. Sjónarvottar segja við New York Times að reykur rísi upp úr La Carlota herstöðinni auk Fierte Tiun og þeir lýsa lýsa því að þeir heyri í þyrlum og flugvélum á lofti.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið vísar spurningum á Hvíta húsið, sem neitaði síðan að tjá sig um málið þegar NYT höfðu samband.

Spenna hefur aukist milli Bandaríkjanna og Venesúela undanfarið, einkum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hófu að fyrirskipa loftárásir á venesúelska báta úti á hafi.  

Trump sendi nýlega eitt stærsta herskip Bandaríkjanna að ströndum Venesúela en hann er sagður vilja skipta út harðstjóranum Nicolas Maduro, forseta Venesúela.

Fréttin verður uppfærð.

Veistu meira? Ertu mögulega í La Caracas? Þú getur sent okkur fréttaskot hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×