Gefur frá sér 4.237 milljarða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2015 07:00 Prinsinn Alwaleed bin Talal ætlar að gefa allan auð sinn til góðgerðarmála. nordicphotos/afp Sádiarabíski prinsinn og auðjöfurinn Alwaleed bin Talal lýsti því yfir í gær að hann hygðist gefa allan sinn persónulega auð á næstu árum. Forbes metur eignir Alwaleeds á 4.237 milljarða króna, sem samsvarar um tvöfaldri vergri landsframleiðslu Íslands. Prinsinn vermir 34. sætið á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Prinsinn, sem er sonur Salmans konungs Sádi-Arabíu, segir auð sinn verða notaðan til að draga úr fordómum, bæta stöðu kvenna og takast á við náttúruhamfarir auk annars. Alwaleed hefur lengi verið þekktur sem einn helsti talsmaður kvennabaráttu í Sádi-Arabíu. Þegar Alwaleed tilkynnti um áform sín nefndi hann góðgerðarsjóð Bills og Melindu Gates sem sinn helsta innblástur. Bill Gates tók ákvörðun prinsins fagnandi og sagði hana hvatningu til allra sem vinna góðgerðarstarf í heiminum. Alwaleed hafði áður látið um 463 milljarða króna renna til sjóðs síns, Alwaleed Philanthropies. Prinsinn gegnir ekki opinberu embætti í Sádi-Arabíu. Hann er stjórnarformaður fjárfestingarsjóðsins Kingdom Holding Company sem á meðal annars hlut í Twitter og Apple. Meðal eigna Alwaleeds má nefna 371 herbergis höll í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, Boeing 747-400 flugvél og 85 metra snekkju. Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sádiarabíski prinsinn og auðjöfurinn Alwaleed bin Talal lýsti því yfir í gær að hann hygðist gefa allan sinn persónulega auð á næstu árum. Forbes metur eignir Alwaleeds á 4.237 milljarða króna, sem samsvarar um tvöfaldri vergri landsframleiðslu Íslands. Prinsinn vermir 34. sætið á lista Forbes yfir auðugustu menn heims. Prinsinn, sem er sonur Salmans konungs Sádi-Arabíu, segir auð sinn verða notaðan til að draga úr fordómum, bæta stöðu kvenna og takast á við náttúruhamfarir auk annars. Alwaleed hefur lengi verið þekktur sem einn helsti talsmaður kvennabaráttu í Sádi-Arabíu. Þegar Alwaleed tilkynnti um áform sín nefndi hann góðgerðarsjóð Bills og Melindu Gates sem sinn helsta innblástur. Bill Gates tók ákvörðun prinsins fagnandi og sagði hana hvatningu til allra sem vinna góðgerðarstarf í heiminum. Alwaleed hafði áður látið um 463 milljarða króna renna til sjóðs síns, Alwaleed Philanthropies. Prinsinn gegnir ekki opinberu embætti í Sádi-Arabíu. Hann er stjórnarformaður fjárfestingarsjóðsins Kingdom Holding Company sem á meðal annars hlut í Twitter og Apple. Meðal eigna Alwaleeds má nefna 371 herbergis höll í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, Boeing 747-400 flugvél og 85 metra snekkju.
Tækni Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira