Nýting einkabíla afar slök Guðrún Ansnes skrifar 4. júlí 2015 12:00 Þeir Baldur Árnason og Sölvi Melax standa saman að baki Viking car. vísir/ernir „Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleiðingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi Melax, maðurinn á bak við fyrirtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í samanburði við aðra þátttakendur í Startup Reykjavík að það er komið á blússandi skrið og fagnaði í vikunni eins árs afmæli. Sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega samþykktum lögum á Alþingi sem heimila leigumiðlun á ökutækjum. Viking Cars er vettvangur fyrir bíleigendur til að deila bílum sínum á öruggan hátt með öðrum gegn gjaldi. Með því á að stuðla að fullnýtingu einkabílsins á Íslandi. Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir lélega nýtingu á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt verð bílaleiga, sem sennilega sé hæst á Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið uppspretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrslunni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brennandi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu að skapa viðbótartekjur með bílnum, með aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að hámarka nýtnina, og fólk getur alveg ákveðið hversu mikið bíllinn er leigður,“ segir Sölvi og bætir við að útleigan sé miðuð við að langtímaleiga séu nokkrir dagar en skammtímaleiga markist við klukkustundir. „Sé horft til norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar. En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum í verk er i brennidepli. Um ræðir samstarf Arion banka og Klak innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert til að taka. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fjárfestum. Alþingi Tengdar fréttir Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00 Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
„Hér er fyrsta haldbæra dæmið um lögleiðingu deilihagkerfis á Íslandi,“ segir Sölvi Melax, maðurinn á bak við fyrirtækið Viking Cars, sem hefur þá sérstöðu í samanburði við aðra þátttakendur í Startup Reykjavík að það er komið á blússandi skrið og fagnaði í vikunni eins árs afmæli. Sömuleiðis fagnaði Viking Cars nýlega samþykktum lögum á Alþingi sem heimila leigumiðlun á ökutækjum. Viking Cars er vettvangur fyrir bíleigendur til að deila bílum sínum á öruggan hátt með öðrum gegn gjaldi. Með því á að stuðla að fullnýtingu einkabílsins á Íslandi. Viðskiptafræðingurinn Sölvi segir lélega nýtingu á bílum á Íslandi og ískyggilega hátt verð bílaleiga, sem sennilega sé hæst á Íslandi á heimsmælikvarða, hafi verið uppspretta hugmyndar að markaðstorgi fyrir bíla. „Íslendingar eiga mikið af bílum og nýtingin er mjög léleg. Þegar fólk fer til að mynda í frí, eða nýtir sumarið í að hjóla á milli staða, stendur bíllinn oft ónotaður í innkeyrslunni,“ útskýrir Sölvi. Hann segist hafa brennandi áhuga á að hjálpa fjölskyldum í landinu að skapa viðbótartekjur með bílnum, með aðstoð deilihagkerfisins. „Þannig er verið að hámarka nýtnina, og fólk getur alveg ákveðið hversu mikið bíllinn er leigður,“ segir Sölvi og bætir við að útleigan sé miðuð við að langtímaleiga séu nokkrir dagar en skammtímaleiga markist við klukkustundir. „Sé horft til norðurlandanna eru fyrirmyndir vissulega til staðar. En þar er enginn risi. Við viljum verða þessi risi,“ segir Sölvi.Startup Reykjavík stendur nú sem hæst, þar sem utanumhald fyrir unga frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum í verk er i brennidepli. Um ræðir samstarf Arion banka og Klak innovit, en tíu verkefni eru valin ár hvert til að taka. Að loknum undirbúningi, fræðslu og framkvæmd eru verkefnin kynnt fjárfestum.
Alþingi Tengdar fréttir Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00 Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Ætla að vera á pari við stærstu vefsíður heims Sóttu um í Startup án þess að vera full alvara, en eru nú farnir að hugsa risastórt. 4. júlí 2015 12:00
Beint úr verkfræði í wasabi Verkfræðingarnir sem ætla að koma Íslandi á kortið fyrir gott wasabi og leita nú logandi ljósi að hinum fullkomna stað til að hefja ræktun. 4. júlí 2015 12:00