Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum? 15. júlí 2015 07:00 Þorsteinn Már Ragnarsson átti frábæran leik með KR á móti Víkingi en hann erður einn sá eftirsóttasti í glugganum. Vísir/Ernir Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. Það munar aðeins þremur stigum á FH, sem er í efsta sæti deildarinnar, og spútnikliði Valsmanna sem er í fjórða sæti. KR og Breiðablik eru síðan á milli. Öll þessi fjögur lið eru líkleg til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fallbaráttan verður líka æsispennandi ef marka má fyrri umferðina og það hversu neðstu liðin hafa verið dugleg að finna sér leikmenn fyrir seinni umferðina í Pepsi-deildinni. Það er mikið undir að halda sæti sínu í deildinni og því eru liðin tilbúin að leggja út pening fyrir nýjum leikmönnum. Félagsskiptaglugginn opnaði í morgun og er opinn í sextán daga eða til 31. júlí næstkomandi. Þegar glugginn lokar aftur rétt fyrir Verslunarmannahelgi þá verða eftir níu umferðir af Íslandsmótinu en tvær umferðir verða spilaðar á meðan að glugginn er opinn. Tólfta umferðin um næstu helgi verður fyrsta umferðin sem nýir leikmenn mega fara að spila með liðum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þeir munu hafa á leik sinna liða sem mörg hver þurfa á innspýtingu að halda. Hér fyrir neðan má þarfagreiningu Fréttablaðsins á liðunum tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta.Liðin í Pepsi-deildinni og félagsskiptaglugginn frá 15. til 31. júlí 2015: FH 1. sætiHvað vantar? Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru með besta hópinn og eru að auki búnir að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni. Hringja kannski í Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskarsson vinnur fá stig og hefur aðeins haldið hreinu í tveimur deildarleikjum. ➜ Emil Pálsson (úr láni)KR 2. sætiHvað vantar? KR er búið að fá framherja en þarf helst að styrkja bakvarðarstöðurnar með leikmönnum sem eru bakverðir að upplagi.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni Gunnarsson. ➜ Hólmbert Aron FriðjónssonBreiðablik 3. sætiHvað vantar? Framherja og/eða kantmann. Átján mörk í fyrri umferðinni er ekkert til að skammast sín fyrir en Blikar þurfa meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér að berjast um titilinn allt til loka.Hringja kannski í Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.Valur 4. sætiHvað vantar? Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann er væntanlega að horfa til hægri bakvarðar, miðjumanns og framherja til vara.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Emil Atlason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.Fjölnir 5. sætiHvað vantar? Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leikmenn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.Hringja kannski í Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape Mamadou Faye. ➜ Jonatan Neftalí, Kennie ChopartStjarnan 6. sætiHvað vantar? Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13 mörk og þurfa meira púður í sóknarleikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn en Stjarnan hefur ekki enn unnið heimaleik í sumar.Hringja kannski í Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna Aðalsteinsson.Fylkir 7. sætiHvað vantar? Hægri bakvörð og miðjumann og jafnvel markvörð. Það er spurning hvort Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags, snúi aftur í Árbæinn.Hringja kannski í Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemmelund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.ÍA 8. sætiHvað vantar? Miðjumann, miðvörð og kantmann. Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla muna í síðustu leikjum en Skagamenn geta enn bætt vörnina og miðjuna.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal, Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.Leiknir 9. sætiHvað vantar? Leiknismenn eru komnir í bullandi fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst með framherja eða framliggjandi leikmönnum en liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í fyrri umferðinni.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergsson, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou Faye, Brynjar Benediktsson.Víkingur 10. sætiHvað vantar? Víkingar eru búnir að fá serbneskan framherja en þurfa meira fram á við. Einnig hægri bakvörð og miðjumann.Hringja kannski í Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha. ➜ Vladimir TufegdzicÍBV 11. sætiHvað vantar? Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðarlega en það þarf að styrkja miðjuna.Hringja kannski í Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson. ➜ Gunnar Heiðar, Jose EnriqueKeflavík 12. sætiHvað vantar? Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það þarf nánast leikmenn í allar stöður.Hringja kannski í Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye, Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson. ➜ Chuck Chijindu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. Það munar aðeins þremur stigum á FH, sem er í efsta sæti deildarinnar, og spútnikliði Valsmanna sem er í fjórða sæti. KR og Breiðablik eru síðan á milli. Öll þessi fjögur lið eru líkleg til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fallbaráttan verður líka æsispennandi ef marka má fyrri umferðina og það hversu neðstu liðin hafa verið dugleg að finna sér leikmenn fyrir seinni umferðina í Pepsi-deildinni. Það er mikið undir að halda sæti sínu í deildinni og því eru liðin tilbúin að leggja út pening fyrir nýjum leikmönnum. Félagsskiptaglugginn opnaði í morgun og er opinn í sextán daga eða til 31. júlí næstkomandi. Þegar glugginn lokar aftur rétt fyrir Verslunarmannahelgi þá verða eftir níu umferðir af Íslandsmótinu en tvær umferðir verða spilaðar á meðan að glugginn er opinn. Tólfta umferðin um næstu helgi verður fyrsta umferðin sem nýir leikmenn mega fara að spila með liðum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þeir munu hafa á leik sinna liða sem mörg hver þurfa á innspýtingu að halda. Hér fyrir neðan má þarfagreiningu Fréttablaðsins á liðunum tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta.Liðin í Pepsi-deildinni og félagsskiptaglugginn frá 15. til 31. júlí 2015: FH 1. sætiHvað vantar? Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru með besta hópinn og eru að auki búnir að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni. Hringja kannski í Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskarsson vinnur fá stig og hefur aðeins haldið hreinu í tveimur deildarleikjum. ➜ Emil Pálsson (úr láni)KR 2. sætiHvað vantar? KR er búið að fá framherja en þarf helst að styrkja bakvarðarstöðurnar með leikmönnum sem eru bakverðir að upplagi.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni Gunnarsson. ➜ Hólmbert Aron FriðjónssonBreiðablik 3. sætiHvað vantar? Framherja og/eða kantmann. Átján mörk í fyrri umferðinni er ekkert til að skammast sín fyrir en Blikar þurfa meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér að berjast um titilinn allt til loka.Hringja kannski í Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.Valur 4. sætiHvað vantar? Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann er væntanlega að horfa til hægri bakvarðar, miðjumanns og framherja til vara.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Emil Atlason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.Fjölnir 5. sætiHvað vantar? Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leikmenn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.Hringja kannski í Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape Mamadou Faye. ➜ Jonatan Neftalí, Kennie ChopartStjarnan 6. sætiHvað vantar? Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13 mörk og þurfa meira púður í sóknarleikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn en Stjarnan hefur ekki enn unnið heimaleik í sumar.Hringja kannski í Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna Aðalsteinsson.Fylkir 7. sætiHvað vantar? Hægri bakvörð og miðjumann og jafnvel markvörð. Það er spurning hvort Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags, snúi aftur í Árbæinn.Hringja kannski í Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemmelund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.ÍA 8. sætiHvað vantar? Miðjumann, miðvörð og kantmann. Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla muna í síðustu leikjum en Skagamenn geta enn bætt vörnina og miðjuna.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal, Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.Leiknir 9. sætiHvað vantar? Leiknismenn eru komnir í bullandi fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst með framherja eða framliggjandi leikmönnum en liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í fyrri umferðinni.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergsson, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou Faye, Brynjar Benediktsson.Víkingur 10. sætiHvað vantar? Víkingar eru búnir að fá serbneskan framherja en þurfa meira fram á við. Einnig hægri bakvörð og miðjumann.Hringja kannski í Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha. ➜ Vladimir TufegdzicÍBV 11. sætiHvað vantar? Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðarlega en það þarf að styrkja miðjuna.Hringja kannski í Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson. ➜ Gunnar Heiðar, Jose EnriqueKeflavík 12. sætiHvað vantar? Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það þarf nánast leikmenn í allar stöður.Hringja kannski í Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye, Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson. ➜ Chuck Chijindu
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira