Minni óvissa skapar svigrúm fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Í vor var búist við að ekki yrði hægt að heimila lífeyrissjóðunum að fjárfesta í erlendum gjaldeyri fyrr en eftir áramót. vísir/gva Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. Alþingi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að fyrirhugað væri að veita lífeyrissjóðum ásamt öðrum innlendum vörsluaðilum séreignarlífeyrissparnaðar undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að fjárfesta í erlendum gjaldeyri. Áður hafði verið ráðgert að veita þessa heimild eftir áramót. Samanlagt munu þessir einstaklingar geta fjárfest fyrir 10 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Fjárfestingarheimildin kemur til með að skiptast milli þeirra með þeim hætti að annars vegar verður horft til stærðar sjóðanna, sem fær 70% vægi, og hins vegar verði horft til hreins innstreymis í sjóðina, sem fær 30% vægi. Í tilkynningu á vef lífeyrissjóðanna segir að útreikningurinn byggi á upplýsingum úr nýjustu ársreikningabók Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóði. Það er tölum frá árinu 2013. Mun undanþága miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa almanaksárs. Seðlabankinn segir að gjaldeyrisinnstreymi að undanförnu og minni óvissa um þróun greiðslujafnaðar í framhaldi af setningu laga á Alþingi, sem lúta að uppgjöri búa fallinna fjármálafyrirtækja og kynningu áforma varðandi svokallaðar aflandskrónur síðar á yfirstandandi almanaksári, skapi svigrúm til fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri. Í slíkum fjárfestingum felist þjóðhagslegur ávinningur þar sem lífeyrissjóðunum er gert mögulegt að bæta áhættudreifingu í eignasöfnum á sama tíma og dregið er úr uppsafnaðri erlendri fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna þegar fjármagnshöft verða leyst. Þar með er dregið úr hættu á óstöðugleika í kjölfar losunar fjármagnshafta.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.Gunnar Baldvinsson, fyrrverandi formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segist mjög ánægður með að þessi heimild hafi verið veitt. „Og vonast til þess að þetta sé bara fyrsta skrefið til þess að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og dreift áhættu. Þetta er lágmarksfjárhæð sem ég vonast til að geti hækkað í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann segir að í skýrslu sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út í nóvember hafi komið fram það álit Landssamtakanna að þau teldu að lífeyrissjóðirnir þyrftu tíu milljarða á ári til að viðhalda núverandi hlutfalli af erlendum eignum, sem væri vel að merkja of lágt. „En ég skil vel að Seðlabankinn og stjórnvöld vilji taka eitt skref í einu. Góðir hlutir gerast hægt,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið.
Alþingi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira