Föstudagsviðtalið: Balti vill kynjakvóta Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 24. júlí 2015 07:00 „Ég tel að við eigum að setja kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði,“ segir Baltasar Kormákur, sem vill að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig það skuli gert á fimm árum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ heldur Balti áfram. Hann segir kvikmyndabransann áhættusaman í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu. Þetta er sama ástæða og fyrir því að menn endast ekki í bransanum, því upp úr fimmtugu minnkar testosterónið í líkamanum og þessi áhættusækni.“ Hann segir grundvallaratriði að ríkið taki frumkvæði, hvetji einkafyrirtækin til þess að framleiða meira efni eftir konur. „Ég hugsa þetta sem eins konar átak. Ef því er komið á hreint að þarna sé pottur fyrir konur, þá munu menn taka við sér. Sækja í efni eftir konur. Þetta gerist ekki af sjálfu sér – hversu lengi ætlum við að berjast fyrir þessu án þess að taka það föstum tökum? Ég er að segja, ókei strákar, förum í þetta mál. Styðjum við þetta. Hættum að berjast á móti. Við erum að stækka pottinn. Það er ekki verið að taka neitt frá neinum. Þetta er öllum til góða.” Hann segir að sjálfsögðu ekki hægt að þvinga einkarekin fyrirtæki til nokkurs. „En ef það er hægt að koma því þannig fyrir að það sé peningur í því að ráða konur, þá trúi ég því að það þurfi enga kvóta þegar þessu átaki er lokið. Þá trúi ég því að konur komi sér alveg jafn vel fyrir í leikstjórastólnum og karlmenn til frambúðar.” Baltasar segir þetta átak forvarnarstarfsemi. „Við erum að afstýra menningarslysi framtíðarinnar, því að eins og staðan er eru heilu kynslóðirnar af kvenfólki ekki að nýta sterkasta frásagnamiðil samtímans, til að segja sínar sögur. Fyrir utan það að þetta er ekki kúl. Ég er stoltur þegar ég segi frá því erlendis að fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörin forseti var íslensk, þegar ég tala um réttindi samkynhneigðra hér. Svo kemur spurningin um konur í kvikmyndagerð - úps, við gleymdum því.“Fréttablaðið/Valli - Stílisti/Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir - Fatnaður/JÖRHræddur og lítill karlEn af hverju núna? „Ég hef verið í vörn, eins og margir karlmenn. Ég hef verið hræddur, lítill karl,“ segir Baltasar og segir þessi mál hafa verið honum hugleikin undanfarið. Hann hefur upplifað algjöra hugarfarsbreytingu. „Ég var beðinn að kenna á námskeiði fyrir RIFF, stelpum í kvikmyndagerð. Ég ætla að taka þátt í því. Einhvern veginn er það þannig, og ég veit ekki hvaða tilfinning það er, að maður fer að verja sitt kyn – sem er fáránlegt. Eins og sé verið að taka eitthvað frá manni, eða ég veit ekki hvað. Ég held að þetta bærist í brjósti margra karlmanna, hræðslutilfinning. Þá verður þessi furðulega svokallaða karlremba,“ útskýrir hann. Berð þú ekki ábyrgð sem eigandi eins stærsta framleiðslufyrirtækis á Íslandi? „Ég ber þá ábyrgð sem ég ákveð að taka mér. Ég hef ákveðið að taka þá ábyrgð að taka þátt í þessari breytingu sem þarf að verða. RÚV og fleiri batterí bera líka mikla ábyrgð,“ segir hann.Dýralæknadraumurinn að engu Í dag er Baltasar sá íslenski leikstjóri sem hefur náð lengst. Hann á nokkur Hollywood-verkefni að baki eins og Íslendingar þekkja og í september lítur það stærsta hingað til dagsins ljós. Kvikmyndin Everest skartar stórleikurum og er framleidd af Universal Studios. Sjálfur segir Baltasar það ekki endilega hafa legið fyrir í æsku að hann myndi feta þennan veg. Hann sleit barnsskónum í Kópavogi og var nokkuð fyrirferðarmikill. Ólátabelgur að eigin sögn. Hann var öflugur íþróttamaður og fór að taka þátt í skólaleikritum í MR. Þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Íslands. „Ég leiddist út í leiklist. Ég ætlaði að verða dýralæknir og var kominn inn í skóla í Liverpool. Leiklistin togaði alltaf svolítið, en ég var aldrei valinn neitt mikið í skólaleikrit eða svoleiðis í gaggó. Ég talaði svo óskýrt – það skildi enginn það sem ég sagði. Það fylgdi mér nú reyndar í gegnum allan minn leiklistarferil,“ segir Baltasar og hlær. Hann segist hafa byrjað í menntaskóla. „Ég lék í nokkrum sýningum, varð formaður Herranætur. Á sama tíma var ég góður í raungreinum og dúxaði oft þar.“ Draumurinn um að gerast dýralæknir varð þó fljótt að engu. „Ég fór til Arizona þegar ég var átján ára, á hestabúgarð. Þá var ég alveg á leiðinni í þetta. Ég ætlaði að búa til sundlaug til að lækna fótbrotna hesta, og var með mjög miklar pælingar um þetta allt saman. Svo sá ég einhverja meri sem var búin að rífa allt aftan úr sér, lenti í gaddavír, og þá komst ég að því að ég gat ekki horft upp á dýr kveljast. Ég hætti við að verða dýralæknir og varð að verða leikari.“Fílaði ekki kyntáknsímyndina „Leikstjórinn kom svo ekki fyrr en ég byrjaði í leiklistarskólanum. Þegar ég útskrifaðist var ég að tala við Ingvar E. held ég. Við vorum saman í bekk. Við vorum að ræða framtíðina, kannski 24 ára gamlir. Ég sagði við hann, segjum sem svo að við fáum ógeðslega mikið að gera og við erum orðnir þrítugir, hvað þá? Þá var þetta strax komið í mig, að ég myndi ekki leika alla ævi. Mér gekk mjög vel í leiklistinni og ég fékk mikið að gera – en fann mig aldrei. Ég lenti líka í einhverri svona kyntáknsímynd, varð kynnir á alls konar viðburðum og þrettán ára stelpur að öskra á eftir mér. Mér fannst þetta óþægilegt. Ég á ekki erfitt með að díla við athygli, en athygli 13 ára stelpna og aðdáun þeirra og að baða sig upp úr því fannst mér ógeðslega kinkí,“ segir hann. Hann rifjar upp tónleika í Laugardalshöllinni sem hann kynnti. „Fremst var einhver mjög ung stelpa sem öskraði: Baltasar, ég elska þig. Ég tók míkrófóninn og sagði: Heyrðu, viltu ekki frekar gefa mér símanúmerið hjá mömmu þinni? Salurinn dó. Það hló enginn,” segir hann og hlær. „Svo bara kynnti ég næstu hljómsveit, en ég lét þá stjórnandinn hafa míkrófóninn og fór á barinn,“ segir Baltasar og segist ekki hafa kunnað vel við þess konar athygli. „Ég hef ekkert á móti smá aðdáun, ég get alveg viðurkennt það. Það hefur líka verið miklu minna mál fyrir mig eftir að ég fór að leikstýra og ég fékk að njóta mín sem maður sem hefur frá einhverju að segja. En þegar ég var að leika og var afgreiddur sem eitthvað kjötstykki í almenningseigu, þá fannst mér það ekki þægilegt. “Drakk sig fullan og kom illa fram Hann segir margt hafa breyst frá því á þessum tíma. „Þá vissi ég ekkert hver ég var. Ég var bara að hlaupa á veggi og drekka mig fullan og kom ekkert vel fram við fólk. Það var alls konar. Neikvæð og jákvæð athygli, aðdáun, hatur, afbrýðisemi, reiði. Ég kom mér í þessar aðstæður, kallaði fram viðbrögð hjá fólki. Ég held að ég hafi bara fengið það sem ég átti skilið. Í dag hef ég þroskast og breyst og get dílað betur við hlutina. Auk þess finn ég fyrir meira þakklæti, að fólk sé að fíla það sem ég er að gera.“Áttirðu í erfiðleikum með áfengi? „Alveg. Hrikalegum. Ég drakk eins og svín. Ég var ekki svona dagdrykkjumaður. Ég mætti til vinnu og kláraði mitt en ég drakk mig útúrfullan í tíu, fimmtán ár. Hverja helgi. Það fer ekki vel með fjölskyldulífi og að ala upp börn. Það er svo mikill tími sem fer í þetta. Það að hætta var bara ákvörðun sem ég tók, ég fór ekki í meðferð eða slíkt, og það var fyrst í fyrra sem ég fór að kíkja á AA samtökin.“ Baltasar hætti að drekka árið 2002. „Þá bara lauk upp fyrir mér, eins og himnarnir opnuðust: Þetta er ekki málið, þú ert ekki flottur. Þetta verður ekki flott þegar þú ert fertugur,“ segir hann einlægur. Það er einskis að saknaHvað breyttist þegar þú hættir að drekka? „Það bættist til dæmis við einn dagur í vikunni. Sunnudagar voru ekki til fyrir mér. Tíminn og energíið. En ég er auðvitað vinnufíkill og þarf að díla við það. Þetta fer ekkert á einu bretti,“ segir Balti, léttur í bragði. „Það er ýmislegt að díla við og ég er enn þá að kljást við allt saman. Ég er þakklátur fyrir að vera fyrrverandi fyllibytta. Það er að hafa lifað ýmislegt, upplifað ýmislegt. Ég veit að það er einskis að sakna. Þetta truflar mig ekkert í dag. Þegar þú hefur farið í gegnum eitthvað, losað þig við eitthvað, þá færðu svo mikinn kraft. Að vita að þú getur tekið ákvörðun og staðið við hana. Breytt lífi þínu með einni hugsun. Það er ógeðslega góð tilfinning,“ segir hann. „Ég sé ekki eftir neinu,“ segir hann hugsi en bætir svo við: „Eða jú, ýmsu. Ég hef komið illa fram við ýmsa og ég sé eftir framkomu minni frá þeim árum. Framkomu við fólk sem átti það ekki skilið.“Lagast ekki við að hætta drykkjuÞannig það má segja að þú hafir uppgötvað lífið upp á nýtt? „Já, en það tekur tíma. Ég er á þessu ferðalagi enn þá, eins og með allt. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Drykkja er afleiðing en ekki orsök, í flestum tilvikum held ég. Í mínu tilfelli er það afleiðing. Það getur stafað af ýmsu sem tengist æskunni eða karakter, eða bara eitthvað sem þú ræður ekki við. Enginn sem er fullkomlega í lagi verður alkóhólisti. Það er eitthvað að, og þess vegna sækirðu í þetta. Þegar þú ert búinn að losa þig við þetta, þá getur hafist einhver bati og þú farið í ferli að laga þig. Þú lagast ekkert við að hætta að drekka. Ég hætti sjálfur sem er að sumu leyti gott en kannski missti ég af einhverju góðu. Þannig að ég byrjaði aðeins að sækja AA samtökin í fyrra, aðeins að skoða þetta.“ Baltasar er giftur Lilju Pálmadóttur og saman eiga þau fimm börn. Annað heimili þeirra er í Skagafirði, þar sem Lilja rekur hrossaræktarbú. Það hefur eðlilega reynt mikið á fjölskyldulífið að Balti vinnur mikið í útlöndum. „Við erum að reyna að koma meira jafnvægi á þetta. Þetta er flókið, en það er líka þannig í dag að það vilja allir láta drauma sína rætast. Það verður ekki gert endilega á Hofsósi, ekki í mínu tilfelli. Við erum flókin fjölskylda. Við Lilja eigum tvö börn saman, ég á tvö börn áður en ég kynnist henni og hún eina dóttur. Okkur hefur tekist að halda þessu saman. Ég hef mikið af börnunum mínum að segja, ég legg mikið upp úr því að eiga gott samband við þau. En lengi má gott bæta.“Fréttablaðið/Valli - Stílisti/Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir - Fatnaður/JÖRLeitaði að Lilju Þau Lilja og Baltasar kynntust fyrst þegar Lilja var um tvítugt en svo lágu leiðir þeirra ekki saman aftur fyrr en tíu árum seinna fyrir tilviljun. „Ég reyndi við hana þegar ég var tvítugur. Náði henni meira að segja heim. Þá kom stroki í hana og hún fór bara og ég stóð eftir einn og svo sá ég hana ekki í tíu ár,“ segir hann kíminn. „Ég var svona að leita að henni, bæði að leita að henni og að leita að henni í öðrum konum,“ segir hann. Fyrir algjöra tilviljun hittust þau svo í Barcelona áratug síðar og þaðan var ekki aftur snúið. „Þetta er mjög sérstakt. Mér datt í hug, sem mér hefur hvorki dottið í hug fyrr né síðar, að fara með Hárið til Barcelona. Hárið var fyrsta sýningin mín og gekk rosalega vel. Ég veit ekkert hvaðan þessi hugmynd kom. Pabbi er reyndar frá Barcelona. Lilja fór á sama tíma í listnám þangað og það fyrsta sem ég sá á flugvellinum í Barcelona var Lilja. Svo tók það tíma, en ég get sagt það – það er kannski væmið eða rómantískt – en ég rakst á hana fyrir tilviljun á Römblunni, listnemann með pensil í hárinu. Hún sneri sér við og labbaði í burtu og ég hugsaði: Vá, þetta er konan mín.“Everest eftir höfði Balta Baltasar hefur framleitt, leikstýrt og aðlagað nokkrar af bestu myndum okkar Íslendinga. En hver þeirra er í uppáhaldi? „Manni þykir rosalega vænt um fyrstu myndina, fyrstu sporin. Það var æðislegt að gera hana, himnarnir ljúkast upp. Þú ert að fatta hver þú ert. Ég elska leikhúsið en það var eins og allt færi saman í bíóinu. Það verða alls konar upplifanir við að búa til bíómyndir, en þú átt alltaf þessa minningu um fyrstu. Mér þykir líka mjög vænt um Little trip to heaven, þótt hún sé kannski floppið mitt. Það er eins litla þroskaskerta barnið. Ég meina það ekki illa, maður elskar það jafnmikið og hin þó að því gangi ekki eins vel í skóla. Ég segi þetta af væntumþykju – ekki í hroka. Svo gerði Mýrin mikið fyrir mig í útlöndum fyrir utan að vera mest sótta íslenska bíómyndin síðan þeir byrjuðu að telja. Svo þykir mér vænt um Everest. Ég hef lagt mikið í hana. Hún er fyrsta myndin sem ég geri í Hollywood sem ég fæ að gera algjörlega eftir mínu höfði. Mér finnst gaman að skemmta fólki, en á endanum langar mann að marka dýpri spor, segja meiri sögu. Ef vel gengur gæti þetta orðið ísbrjótur fyrir mig inn í nýja kategóríu. Kategóríu þar sem maður fær bestu handritin send,“ segir Balti og bætir við að hann hafi mikið haft fyrir ferlinum. „Ef einhver heldur að þetta hafi komið af sjálfu sér, þá er það ekki svo. Þetta er hrikaleg vinna. Það er nóg til af moldríku liði sem reynir allt sem það getur til að komast inn í bransann. En á endanum er það hver einasti klukkutími sem ég hef verið andvaka yfir því sem ég er að gera sem er að skila sér.“Fréttablaðið/Valli - Stílisti/Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir - Fatnaður/JÖRViðundrið Björk sem braut reglur Talið berst að því hvernig það er að stíga inn í svo stóran og mikinn heim, alla leið frá Íslandi. „Einhvern tímann var ég í Óskarspartýi. Það voru allir frægir og ég sat þarna og var nýi leikstjórinn og hugsaði: Ég er bara frá Kópavogi, hvað er ég að gera hérna? Og þá uppgötvaði ég að það eru allir frá Kópavogi. Það eru allir frá einhverjum stað, flestir frá litlum stað. Og öllum líður eins, það eru allir frá vesturbæ Kópavogs.“ Hann segir Björk hafa brotið ísinn. „Ég er nánast jafnaldri Bjarkar en það var hún sem eyddi þessum ósýnilegu landamærum. Ef ég hefði sagt frá því þegar ég var að alast upp í Kópavogi að mig dreymdi um að fá að leikstýra Denzel Washington, eða skjóta risakvikmynd á Everest fjalli hefði mér verið kippt inn á Klepp. Ég hefði ekki einu sinni látið þetta út úr mér. Við vorum pínulítið eins og austantjaldsþjóð. Það var eitt kaffihús, mátti ekki drekka bjór og mátti ekki vera með hunda í Reykjavík. Við vorum föst í viðjum. Ég er alinn upp í því. Síðan kemur þetta viðundur Björk og brýtur allar reglurnar og verður heimsfræg og maður segir bara: Vá, má þetta? Það hafði enginn gert þetta,“ segir Balti og bætir við að nýjar kynslóðir fæðist inn í þetta. „Þetta var huglægt. Svo komu allar þessar hljómsveitir, OMAM og fleiri, og komin á samning úti um allt. Þetta er ekkert mál því huglægt er þetta ekkert mál. Þetta er mikið Björk að þakka. Ég vona síðan að mín spor verði til þess að auðvelda kvikmyndagerðarfólki róðurinn. Að það opni fyrir mönnum þessi ósýnilegu landamæri, ósýnilegu höftin. Hvað það er sem aftrar okkur frá því að lifa lífinu til fulls, af því að við erum svo hrædd. Þorum ekki að segja: fokk it. Ég ætla að gera það sem mig langar og lifa þessu lífi.“ Balta langaði aldrei í þetta meik. „Fara til Hollywood, sitja við sundlaug og þar væru stelpur á bikiníum. Enda sem einhver kókaínhaus sem gerði tvær góðar bíómyndir. Minn draumur var að geta haldið áfram, sem ég er að gera. Byggja upp fyrirtæki á Íslandi og feril í Bandaríkjunum. Gera eitthvað sem skiptir máli.“ Hann segir drauminn enda á Íslandi. „Mig langar að geta gert þetta hér, en vera með úti. Ég finn mig í svona verkefni eins og Everest. Þar á ég heima.“Everest á stalli með þeim bestu Everest verður frumsýnd á opnunarhátíð Feneyjarhátíðarinnar. Undanfarar Everest síðastliðin tvö ár eru kvikmyndin Gravity, sem vann sjö Óskarsverðlaun 2014, og Birdman, sem vann fern Óskarsverðlaun í ár. „Það er náttúrulega bara geðveikt. Tvær tilfinningar, jess! og hin, shit. Í annan stað á ég þetta skilið – en svo er ekkert grín að koma á eftir Birdman og Gravity. Það er enginn smá samanburður,” segir Baltasar og hlær. Hann segist þó standa með myndinni og ætla að fara með fyrri tilfinningunni. „Ég verð að njóta þess að fá þetta tækifæri. Það er einstakt. Þetta er ein stærsta kvikmyndahátíð í heimi og af furðulegum ástæðum hefur þetta spott orðið rosa eftirsótt. Ég þarf að minna mig á að það er mikill árangur í því fólginn að vera valinn til þess að opna hátíðina. En maður er alltaf að berja sig. Það er eðli manns sem fer langt. Ég er alltaf að róta í mér, berja mig áfram.“ Baltasar vonast til þess að næstu ár ferilsins fari í eðlilegt framhald af því sem hann hefur unnið að. „Hver mynd sem maður gerir leikur stórt hlutverk. Ef Everest gengur vel opnast ákveðnir möguleikar sem hafa ekki verið til staðar, toppverkefni í heiminum. Ef hún gengur millivel, held ég áfram á sama stað. Ef hún floppar, þá er það bara þannig. Ef þetta færi allt í dag, þá myndi ég glaður leikstýra hérna heima og ég mun gera það áfram. Ég er ekki saddur, en ég er sáttur. Ég er búinn að gera ógeðslega mikið og hvað sem verður, það verður. Ég fór í þetta ferðalag, þetta var gaman, kannski heldur það áfram, kannski ekki. Svo á ég stóra fjölskyldu og hesta sem ég vil huga að. Maður heldur að það breytist allt en það breytist aldrei neitt. Þú ert alltaf sami gaurinn úr Kópavoginum, með sömu vandamálin. Kannski ný jakkaföt, en sami gaurinn.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Ég tel að við eigum að setja kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði,“ segir Baltasar Kormákur, sem vill að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. Hann hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig það skuli gert á fimm árum. Framlög til kvikmyndasjóðs verði aukin, potturinn stækkaður og allt sem er umfram það sem þegar er fari til kvenna í kvikmyndagerð. „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól,“ heldur Balti áfram. Hann segir kvikmyndabransann áhættusaman í eðli sínu. „Til þess að búa til bíómynd á Íslandi þarftu eiginlega að vera spilafíkill líka. Þú þarft að leggja allt undir. Karlmenn eru oft hégómagjarnari en konur og eru þess vegna tilbúnir að taka meiri áhættu. Þetta er sama ástæða og fyrir því að menn endast ekki í bransanum, því upp úr fimmtugu minnkar testosterónið í líkamanum og þessi áhættusækni.“ Hann segir grundvallaratriði að ríkið taki frumkvæði, hvetji einkafyrirtækin til þess að framleiða meira efni eftir konur. „Ég hugsa þetta sem eins konar átak. Ef því er komið á hreint að þarna sé pottur fyrir konur, þá munu menn taka við sér. Sækja í efni eftir konur. Þetta gerist ekki af sjálfu sér – hversu lengi ætlum við að berjast fyrir þessu án þess að taka það föstum tökum? Ég er að segja, ókei strákar, förum í þetta mál. Styðjum við þetta. Hættum að berjast á móti. Við erum að stækka pottinn. Það er ekki verið að taka neitt frá neinum. Þetta er öllum til góða.” Hann segir að sjálfsögðu ekki hægt að þvinga einkarekin fyrirtæki til nokkurs. „En ef það er hægt að koma því þannig fyrir að það sé peningur í því að ráða konur, þá trúi ég því að það þurfi enga kvóta þegar þessu átaki er lokið. Þá trúi ég því að konur komi sér alveg jafn vel fyrir í leikstjórastólnum og karlmenn til frambúðar.” Baltasar segir þetta átak forvarnarstarfsemi. „Við erum að afstýra menningarslysi framtíðarinnar, því að eins og staðan er eru heilu kynslóðirnar af kvenfólki ekki að nýta sterkasta frásagnamiðil samtímans, til að segja sínar sögur. Fyrir utan það að þetta er ekki kúl. Ég er stoltur þegar ég segi frá því erlendis að fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörin forseti var íslensk, þegar ég tala um réttindi samkynhneigðra hér. Svo kemur spurningin um konur í kvikmyndagerð - úps, við gleymdum því.“Fréttablaðið/Valli - Stílisti/Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir - Fatnaður/JÖRHræddur og lítill karlEn af hverju núna? „Ég hef verið í vörn, eins og margir karlmenn. Ég hef verið hræddur, lítill karl,“ segir Baltasar og segir þessi mál hafa verið honum hugleikin undanfarið. Hann hefur upplifað algjöra hugarfarsbreytingu. „Ég var beðinn að kenna á námskeiði fyrir RIFF, stelpum í kvikmyndagerð. Ég ætla að taka þátt í því. Einhvern veginn er það þannig, og ég veit ekki hvaða tilfinning það er, að maður fer að verja sitt kyn – sem er fáránlegt. Eins og sé verið að taka eitthvað frá manni, eða ég veit ekki hvað. Ég held að þetta bærist í brjósti margra karlmanna, hræðslutilfinning. Þá verður þessi furðulega svokallaða karlremba,“ útskýrir hann. Berð þú ekki ábyrgð sem eigandi eins stærsta framleiðslufyrirtækis á Íslandi? „Ég ber þá ábyrgð sem ég ákveð að taka mér. Ég hef ákveðið að taka þá ábyrgð að taka þátt í þessari breytingu sem þarf að verða. RÚV og fleiri batterí bera líka mikla ábyrgð,“ segir hann.Dýralæknadraumurinn að engu Í dag er Baltasar sá íslenski leikstjóri sem hefur náð lengst. Hann á nokkur Hollywood-verkefni að baki eins og Íslendingar þekkja og í september lítur það stærsta hingað til dagsins ljós. Kvikmyndin Everest skartar stórleikurum og er framleidd af Universal Studios. Sjálfur segir Baltasar það ekki endilega hafa legið fyrir í æsku að hann myndi feta þennan veg. Hann sleit barnsskónum í Kópavogi og var nokkuð fyrirferðarmikill. Ólátabelgur að eigin sögn. Hann var öflugur íþróttamaður og fór að taka þátt í skólaleikritum í MR. Þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Íslands. „Ég leiddist út í leiklist. Ég ætlaði að verða dýralæknir og var kominn inn í skóla í Liverpool. Leiklistin togaði alltaf svolítið, en ég var aldrei valinn neitt mikið í skólaleikrit eða svoleiðis í gaggó. Ég talaði svo óskýrt – það skildi enginn það sem ég sagði. Það fylgdi mér nú reyndar í gegnum allan minn leiklistarferil,“ segir Baltasar og hlær. Hann segist hafa byrjað í menntaskóla. „Ég lék í nokkrum sýningum, varð formaður Herranætur. Á sama tíma var ég góður í raungreinum og dúxaði oft þar.“ Draumurinn um að gerast dýralæknir varð þó fljótt að engu. „Ég fór til Arizona þegar ég var átján ára, á hestabúgarð. Þá var ég alveg á leiðinni í þetta. Ég ætlaði að búa til sundlaug til að lækna fótbrotna hesta, og var með mjög miklar pælingar um þetta allt saman. Svo sá ég einhverja meri sem var búin að rífa allt aftan úr sér, lenti í gaddavír, og þá komst ég að því að ég gat ekki horft upp á dýr kveljast. Ég hætti við að verða dýralæknir og varð að verða leikari.“Fílaði ekki kyntáknsímyndina „Leikstjórinn kom svo ekki fyrr en ég byrjaði í leiklistarskólanum. Þegar ég útskrifaðist var ég að tala við Ingvar E. held ég. Við vorum saman í bekk. Við vorum að ræða framtíðina, kannski 24 ára gamlir. Ég sagði við hann, segjum sem svo að við fáum ógeðslega mikið að gera og við erum orðnir þrítugir, hvað þá? Þá var þetta strax komið í mig, að ég myndi ekki leika alla ævi. Mér gekk mjög vel í leiklistinni og ég fékk mikið að gera – en fann mig aldrei. Ég lenti líka í einhverri svona kyntáknsímynd, varð kynnir á alls konar viðburðum og þrettán ára stelpur að öskra á eftir mér. Mér fannst þetta óþægilegt. Ég á ekki erfitt með að díla við athygli, en athygli 13 ára stelpna og aðdáun þeirra og að baða sig upp úr því fannst mér ógeðslega kinkí,“ segir hann. Hann rifjar upp tónleika í Laugardalshöllinni sem hann kynnti. „Fremst var einhver mjög ung stelpa sem öskraði: Baltasar, ég elska þig. Ég tók míkrófóninn og sagði: Heyrðu, viltu ekki frekar gefa mér símanúmerið hjá mömmu þinni? Salurinn dó. Það hló enginn,” segir hann og hlær. „Svo bara kynnti ég næstu hljómsveit, en ég lét þá stjórnandinn hafa míkrófóninn og fór á barinn,“ segir Baltasar og segist ekki hafa kunnað vel við þess konar athygli. „Ég hef ekkert á móti smá aðdáun, ég get alveg viðurkennt það. Það hefur líka verið miklu minna mál fyrir mig eftir að ég fór að leikstýra og ég fékk að njóta mín sem maður sem hefur frá einhverju að segja. En þegar ég var að leika og var afgreiddur sem eitthvað kjötstykki í almenningseigu, þá fannst mér það ekki þægilegt. “Drakk sig fullan og kom illa fram Hann segir margt hafa breyst frá því á þessum tíma. „Þá vissi ég ekkert hver ég var. Ég var bara að hlaupa á veggi og drekka mig fullan og kom ekkert vel fram við fólk. Það var alls konar. Neikvæð og jákvæð athygli, aðdáun, hatur, afbrýðisemi, reiði. Ég kom mér í þessar aðstæður, kallaði fram viðbrögð hjá fólki. Ég held að ég hafi bara fengið það sem ég átti skilið. Í dag hef ég þroskast og breyst og get dílað betur við hlutina. Auk þess finn ég fyrir meira þakklæti, að fólk sé að fíla það sem ég er að gera.“Áttirðu í erfiðleikum með áfengi? „Alveg. Hrikalegum. Ég drakk eins og svín. Ég var ekki svona dagdrykkjumaður. Ég mætti til vinnu og kláraði mitt en ég drakk mig útúrfullan í tíu, fimmtán ár. Hverja helgi. Það fer ekki vel með fjölskyldulífi og að ala upp börn. Það er svo mikill tími sem fer í þetta. Það að hætta var bara ákvörðun sem ég tók, ég fór ekki í meðferð eða slíkt, og það var fyrst í fyrra sem ég fór að kíkja á AA samtökin.“ Baltasar hætti að drekka árið 2002. „Þá bara lauk upp fyrir mér, eins og himnarnir opnuðust: Þetta er ekki málið, þú ert ekki flottur. Þetta verður ekki flott þegar þú ert fertugur,“ segir hann einlægur. Það er einskis að saknaHvað breyttist þegar þú hættir að drekka? „Það bættist til dæmis við einn dagur í vikunni. Sunnudagar voru ekki til fyrir mér. Tíminn og energíið. En ég er auðvitað vinnufíkill og þarf að díla við það. Þetta fer ekkert á einu bretti,“ segir Balti, léttur í bragði. „Það er ýmislegt að díla við og ég er enn þá að kljást við allt saman. Ég er þakklátur fyrir að vera fyrrverandi fyllibytta. Það er að hafa lifað ýmislegt, upplifað ýmislegt. Ég veit að það er einskis að sakna. Þetta truflar mig ekkert í dag. Þegar þú hefur farið í gegnum eitthvað, losað þig við eitthvað, þá færðu svo mikinn kraft. Að vita að þú getur tekið ákvörðun og staðið við hana. Breytt lífi þínu með einni hugsun. Það er ógeðslega góð tilfinning,“ segir hann. „Ég sé ekki eftir neinu,“ segir hann hugsi en bætir svo við: „Eða jú, ýmsu. Ég hef komið illa fram við ýmsa og ég sé eftir framkomu minni frá þeim árum. Framkomu við fólk sem átti það ekki skilið.“Lagast ekki við að hætta drykkjuÞannig það má segja að þú hafir uppgötvað lífið upp á nýtt? „Já, en það tekur tíma. Ég er á þessu ferðalagi enn þá, eins og með allt. Alltaf að læra eitthvað nýtt. Drykkja er afleiðing en ekki orsök, í flestum tilvikum held ég. Í mínu tilfelli er það afleiðing. Það getur stafað af ýmsu sem tengist æskunni eða karakter, eða bara eitthvað sem þú ræður ekki við. Enginn sem er fullkomlega í lagi verður alkóhólisti. Það er eitthvað að, og þess vegna sækirðu í þetta. Þegar þú ert búinn að losa þig við þetta, þá getur hafist einhver bati og þú farið í ferli að laga þig. Þú lagast ekkert við að hætta að drekka. Ég hætti sjálfur sem er að sumu leyti gott en kannski missti ég af einhverju góðu. Þannig að ég byrjaði aðeins að sækja AA samtökin í fyrra, aðeins að skoða þetta.“ Baltasar er giftur Lilju Pálmadóttur og saman eiga þau fimm börn. Annað heimili þeirra er í Skagafirði, þar sem Lilja rekur hrossaræktarbú. Það hefur eðlilega reynt mikið á fjölskyldulífið að Balti vinnur mikið í útlöndum. „Við erum að reyna að koma meira jafnvægi á þetta. Þetta er flókið, en það er líka þannig í dag að það vilja allir láta drauma sína rætast. Það verður ekki gert endilega á Hofsósi, ekki í mínu tilfelli. Við erum flókin fjölskylda. Við Lilja eigum tvö börn saman, ég á tvö börn áður en ég kynnist henni og hún eina dóttur. Okkur hefur tekist að halda þessu saman. Ég hef mikið af börnunum mínum að segja, ég legg mikið upp úr því að eiga gott samband við þau. En lengi má gott bæta.“Fréttablaðið/Valli - Stílisti/Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir - Fatnaður/JÖRLeitaði að Lilju Þau Lilja og Baltasar kynntust fyrst þegar Lilja var um tvítugt en svo lágu leiðir þeirra ekki saman aftur fyrr en tíu árum seinna fyrir tilviljun. „Ég reyndi við hana þegar ég var tvítugur. Náði henni meira að segja heim. Þá kom stroki í hana og hún fór bara og ég stóð eftir einn og svo sá ég hana ekki í tíu ár,“ segir hann kíminn. „Ég var svona að leita að henni, bæði að leita að henni og að leita að henni í öðrum konum,“ segir hann. Fyrir algjöra tilviljun hittust þau svo í Barcelona áratug síðar og þaðan var ekki aftur snúið. „Þetta er mjög sérstakt. Mér datt í hug, sem mér hefur hvorki dottið í hug fyrr né síðar, að fara með Hárið til Barcelona. Hárið var fyrsta sýningin mín og gekk rosalega vel. Ég veit ekkert hvaðan þessi hugmynd kom. Pabbi er reyndar frá Barcelona. Lilja fór á sama tíma í listnám þangað og það fyrsta sem ég sá á flugvellinum í Barcelona var Lilja. Svo tók það tíma, en ég get sagt það – það er kannski væmið eða rómantískt – en ég rakst á hana fyrir tilviljun á Römblunni, listnemann með pensil í hárinu. Hún sneri sér við og labbaði í burtu og ég hugsaði: Vá, þetta er konan mín.“Everest eftir höfði Balta Baltasar hefur framleitt, leikstýrt og aðlagað nokkrar af bestu myndum okkar Íslendinga. En hver þeirra er í uppáhaldi? „Manni þykir rosalega vænt um fyrstu myndina, fyrstu sporin. Það var æðislegt að gera hana, himnarnir ljúkast upp. Þú ert að fatta hver þú ert. Ég elska leikhúsið en það var eins og allt færi saman í bíóinu. Það verða alls konar upplifanir við að búa til bíómyndir, en þú átt alltaf þessa minningu um fyrstu. Mér þykir líka mjög vænt um Little trip to heaven, þótt hún sé kannski floppið mitt. Það er eins litla þroskaskerta barnið. Ég meina það ekki illa, maður elskar það jafnmikið og hin þó að því gangi ekki eins vel í skóla. Ég segi þetta af væntumþykju – ekki í hroka. Svo gerði Mýrin mikið fyrir mig í útlöndum fyrir utan að vera mest sótta íslenska bíómyndin síðan þeir byrjuðu að telja. Svo þykir mér vænt um Everest. Ég hef lagt mikið í hana. Hún er fyrsta myndin sem ég geri í Hollywood sem ég fæ að gera algjörlega eftir mínu höfði. Mér finnst gaman að skemmta fólki, en á endanum langar mann að marka dýpri spor, segja meiri sögu. Ef vel gengur gæti þetta orðið ísbrjótur fyrir mig inn í nýja kategóríu. Kategóríu þar sem maður fær bestu handritin send,“ segir Balti og bætir við að hann hafi mikið haft fyrir ferlinum. „Ef einhver heldur að þetta hafi komið af sjálfu sér, þá er það ekki svo. Þetta er hrikaleg vinna. Það er nóg til af moldríku liði sem reynir allt sem það getur til að komast inn í bransann. En á endanum er það hver einasti klukkutími sem ég hef verið andvaka yfir því sem ég er að gera sem er að skila sér.“Fréttablaðið/Valli - Stílisti/Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir - Fatnaður/JÖRViðundrið Björk sem braut reglur Talið berst að því hvernig það er að stíga inn í svo stóran og mikinn heim, alla leið frá Íslandi. „Einhvern tímann var ég í Óskarspartýi. Það voru allir frægir og ég sat þarna og var nýi leikstjórinn og hugsaði: Ég er bara frá Kópavogi, hvað er ég að gera hérna? Og þá uppgötvaði ég að það eru allir frá Kópavogi. Það eru allir frá einhverjum stað, flestir frá litlum stað. Og öllum líður eins, það eru allir frá vesturbæ Kópavogs.“ Hann segir Björk hafa brotið ísinn. „Ég er nánast jafnaldri Bjarkar en það var hún sem eyddi þessum ósýnilegu landamærum. Ef ég hefði sagt frá því þegar ég var að alast upp í Kópavogi að mig dreymdi um að fá að leikstýra Denzel Washington, eða skjóta risakvikmynd á Everest fjalli hefði mér verið kippt inn á Klepp. Ég hefði ekki einu sinni látið þetta út úr mér. Við vorum pínulítið eins og austantjaldsþjóð. Það var eitt kaffihús, mátti ekki drekka bjór og mátti ekki vera með hunda í Reykjavík. Við vorum föst í viðjum. Ég er alinn upp í því. Síðan kemur þetta viðundur Björk og brýtur allar reglurnar og verður heimsfræg og maður segir bara: Vá, má þetta? Það hafði enginn gert þetta,“ segir Balti og bætir við að nýjar kynslóðir fæðist inn í þetta. „Þetta var huglægt. Svo komu allar þessar hljómsveitir, OMAM og fleiri, og komin á samning úti um allt. Þetta er ekkert mál því huglægt er þetta ekkert mál. Þetta er mikið Björk að þakka. Ég vona síðan að mín spor verði til þess að auðvelda kvikmyndagerðarfólki róðurinn. Að það opni fyrir mönnum þessi ósýnilegu landamæri, ósýnilegu höftin. Hvað það er sem aftrar okkur frá því að lifa lífinu til fulls, af því að við erum svo hrædd. Þorum ekki að segja: fokk it. Ég ætla að gera það sem mig langar og lifa þessu lífi.“ Balta langaði aldrei í þetta meik. „Fara til Hollywood, sitja við sundlaug og þar væru stelpur á bikiníum. Enda sem einhver kókaínhaus sem gerði tvær góðar bíómyndir. Minn draumur var að geta haldið áfram, sem ég er að gera. Byggja upp fyrirtæki á Íslandi og feril í Bandaríkjunum. Gera eitthvað sem skiptir máli.“ Hann segir drauminn enda á Íslandi. „Mig langar að geta gert þetta hér, en vera með úti. Ég finn mig í svona verkefni eins og Everest. Þar á ég heima.“Everest á stalli með þeim bestu Everest verður frumsýnd á opnunarhátíð Feneyjarhátíðarinnar. Undanfarar Everest síðastliðin tvö ár eru kvikmyndin Gravity, sem vann sjö Óskarsverðlaun 2014, og Birdman, sem vann fern Óskarsverðlaun í ár. „Það er náttúrulega bara geðveikt. Tvær tilfinningar, jess! og hin, shit. Í annan stað á ég þetta skilið – en svo er ekkert grín að koma á eftir Birdman og Gravity. Það er enginn smá samanburður,” segir Baltasar og hlær. Hann segist þó standa með myndinni og ætla að fara með fyrri tilfinningunni. „Ég verð að njóta þess að fá þetta tækifæri. Það er einstakt. Þetta er ein stærsta kvikmyndahátíð í heimi og af furðulegum ástæðum hefur þetta spott orðið rosa eftirsótt. Ég þarf að minna mig á að það er mikill árangur í því fólginn að vera valinn til þess að opna hátíðina. En maður er alltaf að berja sig. Það er eðli manns sem fer langt. Ég er alltaf að róta í mér, berja mig áfram.“ Baltasar vonast til þess að næstu ár ferilsins fari í eðlilegt framhald af því sem hann hefur unnið að. „Hver mynd sem maður gerir leikur stórt hlutverk. Ef Everest gengur vel opnast ákveðnir möguleikar sem hafa ekki verið til staðar, toppverkefni í heiminum. Ef hún gengur millivel, held ég áfram á sama stað. Ef hún floppar, þá er það bara þannig. Ef þetta færi allt í dag, þá myndi ég glaður leikstýra hérna heima og ég mun gera það áfram. Ég er ekki saddur, en ég er sáttur. Ég er búinn að gera ógeðslega mikið og hvað sem verður, það verður. Ég fór í þetta ferðalag, þetta var gaman, kannski heldur það áfram, kannski ekki. Svo á ég stóra fjölskyldu og hesta sem ég vil huga að. Maður heldur að það breytist allt en það breytist aldrei neitt. Þú ert alltaf sami gaurinn úr Kópavoginum, með sömu vandamálin. Kannski ný jakkaföt, en sami gaurinn.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira