Skrefið í sterkari deild gerir mig vonandi að betri leikmanni Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Aron Jóhannsson stuttu eftir undirskrift. Vísir/Getty Aron Jóhannsson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við þýska stórveldið Werder Bremen en þýska félagið greiðir AZ Alkmaar fimm milljónir evra fyrir Aron. Áhugi Werder Bremen kom skyndilega upp og var Aron ánægður með að félagsskiptin væru í höfn. „Þetta gekk allt saman frekar hratt yfir en það er ánægjulegt að þessu er lokið. Þetta ferli tók innan við viku en strax og við fréttum af áhuga þeirra sögðu forráðamenn Werder Bremen við okkur að þeir væru staðráðnir í að klára þetta sem fyrst.“Gott skref fyrir ferilinn Aron hefur hægt og bítandi farið í sterkari deildir en hann lék tvö tímabil með AZ Alkmaar í Hollandi eftir þrjú ár í Danmörku. „Það er ekkert öruggt í þessu. Ég get ekki sagt að þessi deild henti mér vel en þeir aðilar sem ég talaði við töldu að leikstíllinn þarna myndi henta mér. Ég hefði ekki gengið til liðs við félagið ef ég mér litist ekki vel á þetta,“ sagði Aron en Werder Bremen er þriðja atvinnumannaliðið hans. „Ef mér hefði verið boðin þessi leið að fara frá Íslandi til Danmerkur, þaðan til Hollands og loksins Þýskalands hefði ég stokkið á það tækifæri. Ég vildi taka eitt skref í einu og vera rólegur í stað þess að taka of stórt skref,“ sagði Aron sem var spenntur fyrir því að leika á heimavelli Werder Bremen. „Auðvitað verður frábært að spila alla stórleikina á þessum völlum en ég er mest spenntur fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmenn Werder Bremen. Það er talað mikið um að aðdáendurnir hérna séu mjög góðir og það verður vonandi gaman að spila fyrir framan þá.“ Werder Bremen varð síðast meistari fyrir ellefu árum en liðið lenti í tíunda sæti á síðasta tímabili. „Ég er búinn að kynna mér liðið undanfarna daga og það er góður kjarni af ungum leikmönnum með reynslu af deildinni. Stefnan er að gera betur en í fyrra og ég tel að mannskapurinn sé betri en staðan í fyrra gaf til kynna.“MLS kom ekki til greina Aron hefur ekkert farið í felur með það að hann langi einn daginn að spila í bandarísku deildinni. Hann heyrði af áhuga liða úr deildinni en ekkert lið gekk svo langt að gera tilboð í Aron. „Ég velti því ekki fyrir mér í þetta skiptið. Ég hef oft sagt það áður að mig langi einhvern tíma til að spila í MLS-deildinni og ég efast ekki um að ég muni gera það einn daginn. Það var smá áhugi hjá einhverjum liðum en það gekk ekkert lengra en það,“ sagði Aron sem ræddi við Andreas Herzog, aðstoðarþjálfara bandaríska landsliðsins og fyrrum leikmann Werder Bremen, sem og Jürgen Klinsmann, þjálfara bandaríska landsliðsins, um félagsskiptin. „Andreas gaf þeim góð meðmæli um mig og gaf mér góð meðmæli um liðið og borgina. Hann var góð hjálp fyrir báða aðila í þessu máli. Ég held að þeir séu bara báðir ánægðir að ég sé að taka skref í sterkari deild sem gerir mig vonandi að betri leikmanni.“Fjórða sætið voru viss vonbrigði Aron var hluti af bandaríska landsliðinu sem lenti í fjórða sæti í Gullbikarnum í sumar. Aron var ánægður með tækifærin sem hann fékk á mótinu en óánægður með uppskeruna á heimavelli. „Þetta var örlítið öðruvísi reynsla en mjög skemmtileg. Undirbúningurinn var stuttur, ég kom til móts við liðið tíu dögum fyrir fyrsta leik. Þetta var mjög skemmtilegt mót og töluvert erfiðara en ég held að Evrópubúar geri sér grein fyrir. Ég spilaði nokkra leiki og mér fannst ég standa mig vel en það voru vissulega vonbrigði að ná ekki að klára þetta mót,“ sagði Aron en bandaríska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Jamaíka í undanúrslitum. „Við vorum skiljanlega gagnrýndir eftir mótið. Við vorum með lið sem átti að berjast um titilinn á þessu móti og það var aldrei talað um neitt annað en að við færum í úrslitaleikinn. Það voru mikil vonbrigði að detta út í undanúrslitunum í leik sem við vorum mun betri aðilinn,“ sagði Aron.Ánægjulegt að Fjölnir fái pening Aron sem er uppalinn í Fjölni sagðist gleðjast yfir því að uppeldisfélagið fengi peninga við félagsskiptin og að vonandi væri hægt að nýta þá vel. „Þetta er lið sem hefur hjálpað mér í gegn um tíðina og ekki veitir af fyrir félagið að fá smá pening. Vonandi geta þeir nýtt þetta vel og byggt upp gott lið. Þeir eru búnir að fá pening fyrir mig núna nokkrum sinnum svo þeir geta vonandi haldið áfram að byggja upp í kringum völlinn líka. Það væri gott fyrir fólkið í Grafarvoginum að fá stúku á völlinn,“ sagði Aron sem leist vel á þá hugmynd blaðamanns að stúkan yrði nefnd eftir honum. „Ef ekki verður maður fyrir smá vonbrigðum,“ sagði Aron léttur að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Aron Jóhannsson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við þýska stórveldið Werder Bremen en þýska félagið greiðir AZ Alkmaar fimm milljónir evra fyrir Aron. Áhugi Werder Bremen kom skyndilega upp og var Aron ánægður með að félagsskiptin væru í höfn. „Þetta gekk allt saman frekar hratt yfir en það er ánægjulegt að þessu er lokið. Þetta ferli tók innan við viku en strax og við fréttum af áhuga þeirra sögðu forráðamenn Werder Bremen við okkur að þeir væru staðráðnir í að klára þetta sem fyrst.“Gott skref fyrir ferilinn Aron hefur hægt og bítandi farið í sterkari deildir en hann lék tvö tímabil með AZ Alkmaar í Hollandi eftir þrjú ár í Danmörku. „Það er ekkert öruggt í þessu. Ég get ekki sagt að þessi deild henti mér vel en þeir aðilar sem ég talaði við töldu að leikstíllinn þarna myndi henta mér. Ég hefði ekki gengið til liðs við félagið ef ég mér litist ekki vel á þetta,“ sagði Aron en Werder Bremen er þriðja atvinnumannaliðið hans. „Ef mér hefði verið boðin þessi leið að fara frá Íslandi til Danmerkur, þaðan til Hollands og loksins Þýskalands hefði ég stokkið á það tækifæri. Ég vildi taka eitt skref í einu og vera rólegur í stað þess að taka of stórt skref,“ sagði Aron sem var spenntur fyrir því að leika á heimavelli Werder Bremen. „Auðvitað verður frábært að spila alla stórleikina á þessum völlum en ég er mest spenntur fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmenn Werder Bremen. Það er talað mikið um að aðdáendurnir hérna séu mjög góðir og það verður vonandi gaman að spila fyrir framan þá.“ Werder Bremen varð síðast meistari fyrir ellefu árum en liðið lenti í tíunda sæti á síðasta tímabili. „Ég er búinn að kynna mér liðið undanfarna daga og það er góður kjarni af ungum leikmönnum með reynslu af deildinni. Stefnan er að gera betur en í fyrra og ég tel að mannskapurinn sé betri en staðan í fyrra gaf til kynna.“MLS kom ekki til greina Aron hefur ekkert farið í felur með það að hann langi einn daginn að spila í bandarísku deildinni. Hann heyrði af áhuga liða úr deildinni en ekkert lið gekk svo langt að gera tilboð í Aron. „Ég velti því ekki fyrir mér í þetta skiptið. Ég hef oft sagt það áður að mig langi einhvern tíma til að spila í MLS-deildinni og ég efast ekki um að ég muni gera það einn daginn. Það var smá áhugi hjá einhverjum liðum en það gekk ekkert lengra en það,“ sagði Aron sem ræddi við Andreas Herzog, aðstoðarþjálfara bandaríska landsliðsins og fyrrum leikmann Werder Bremen, sem og Jürgen Klinsmann, þjálfara bandaríska landsliðsins, um félagsskiptin. „Andreas gaf þeim góð meðmæli um mig og gaf mér góð meðmæli um liðið og borgina. Hann var góð hjálp fyrir báða aðila í þessu máli. Ég held að þeir séu bara báðir ánægðir að ég sé að taka skref í sterkari deild sem gerir mig vonandi að betri leikmanni.“Fjórða sætið voru viss vonbrigði Aron var hluti af bandaríska landsliðinu sem lenti í fjórða sæti í Gullbikarnum í sumar. Aron var ánægður með tækifærin sem hann fékk á mótinu en óánægður með uppskeruna á heimavelli. „Þetta var örlítið öðruvísi reynsla en mjög skemmtileg. Undirbúningurinn var stuttur, ég kom til móts við liðið tíu dögum fyrir fyrsta leik. Þetta var mjög skemmtilegt mót og töluvert erfiðara en ég held að Evrópubúar geri sér grein fyrir. Ég spilaði nokkra leiki og mér fannst ég standa mig vel en það voru vissulega vonbrigði að ná ekki að klára þetta mót,“ sagði Aron en bandaríska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Jamaíka í undanúrslitum. „Við vorum skiljanlega gagnrýndir eftir mótið. Við vorum með lið sem átti að berjast um titilinn á þessu móti og það var aldrei talað um neitt annað en að við færum í úrslitaleikinn. Það voru mikil vonbrigði að detta út í undanúrslitunum í leik sem við vorum mun betri aðilinn,“ sagði Aron.Ánægjulegt að Fjölnir fái pening Aron sem er uppalinn í Fjölni sagðist gleðjast yfir því að uppeldisfélagið fengi peninga við félagsskiptin og að vonandi væri hægt að nýta þá vel. „Þetta er lið sem hefur hjálpað mér í gegn um tíðina og ekki veitir af fyrir félagið að fá smá pening. Vonandi geta þeir nýtt þetta vel og byggt upp gott lið. Þeir eru búnir að fá pening fyrir mig núna nokkrum sinnum svo þeir geta vonandi haldið áfram að byggja upp í kringum völlinn líka. Það væri gott fyrir fólkið í Grafarvoginum að fá stúku á völlinn,“ sagði Aron sem leist vel á þá hugmynd blaðamanns að stúkan yrði nefnd eftir honum. „Ef ekki verður maður fyrir smá vonbrigðum,“ sagði Aron léttur að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira